Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 20
Morguninn eftir hringdi móðir
Dibs til mln. Hún spurði, hvort
hún gæti fengið einhvern ákveðinn
tíma til að hitta mig. Engu var
líkara en hún bæði afsökunar á að
fara fram á þctta, og hún flýtti sér
að bæta við, að ef ég hefði ekki
tlma, þá skildi hún það. Ég leit I
minnisbókina mlna og stakk upp á
mörgum tlmum, I dag fyrir eða eftir
hádegið, eða þá slðdegis á mánu-
dag, þriðjudag eða miðvikudag.
Hún gat semsé valið um marga
tíma. Hún gat ekki ákveðið sig,
spurði mig, hvaða tími hcntaði mér
best, bað mig að ákveða tímann. Ég
svaraði, að þctta gilti einu fyrir mig,
ég yrði I Child Guidance Centre á
öllum þeim tlmum sem ég hefði
nefnt, svo hún gæti valið. Enn
hikaði hún. En eftir langa þögn,
sagði hún:
— Ég kcm þá á eftir, klukkan
tíu. Kærar þakkir. Þetta var elsku-
legt af yður.
Hún kom stundvíslega. Við fór-
um strax inn á skrifstofuna mína.
Hún settist á stólinn við hliðina á
skrifborðinu mínu og sneri andlit-
inu að mér. Hún var mjög föl. Hún
kreisti saman hendurnar. Augun
flöktu til, ýmist á mig eða af mér,
eins og Dibs hafði gert fyrsta
daginn I leikherberginu.
— Ég veit ekki, hvar ég á að
byrja, sagði hún.
— Það skil ég, sagði ég. —
Stundum er erfitt að komast af stað.
Hún brosti, en það var gleðilaust
bros.
— Það cr á engan hátt óvenju-
legt, sagði ég.
— Sumt á helst að láta ósagt,
sagði hún og horfði beint framan I
mig.
— Svo virðist stundum, svaraði
ég
— En margt, sem ósagt er látið,
getur llka orðið þung byrði, sagði
hún.
— Já, það kemur fyrir, sagði ég.
Hún sat og horfði út um
gluggann langa stund, án þess að
segja orð. Hún var að byrja að slaka
á.
— Þér hafið skcmmtilegt útsýni
úr þessum glugga, sagði hún.
— Þessi kirkja er reglulega falleg.
Hún er svo stór, svo sterk og örugg
að sjá.
— Já, það finnst mér llka, svaraði
cg.
Hún spennti fast greipar I kjöltu
sér og horfði á hendur sínar. Hún
leit upp og mætti augnaráði mlnu.
Hún var með tárin I augunum.
— Ég hcf svo miklar áhyggjur af
Dibs, sagði hún. — Ég hef svo
óskaplcgar áhyggjur af honum.
Þcssu hafði ég ekki búist við. Ég
reyndi að láta cins og ég tæki
þessari athugasemd frcmur létt.
— Áhyggjur af honum? spurði
ég. Ekki mcira strax. Ég spurði ekki,
hvers vegna hún hefði áhyggjur af
drengnum.
— Já, sagði hún. — Ég er svo
hrædd. Upp á síðkastið virðist mér
hann vcra svo óhamingjusamur.
Hann stendur bara og horfir á mig,
segir aldrei orð, þegir alltaf. Hann
er farinn að koma oftar út úr
herberginu sínu, en hann stendur
bara einhvers staðar afsíðis, llkt og
skuggi. Og I hvert sinn, sem ég segi
eitthvað við hann, hleypur hann I
burtu. En rétt á eftir kemur hann
aftur og horfir á mig þcssu sorg-
mædda augnaráði. Hún tók papp-
írsþurrku af skrifborðinu og þurrk-
aði sér um augun.
Þetta voru mjög merkilegar upp-
lýsingar. Dibs var semsagt farinn að
koma oftar út úr herberinu slnu.
Og eftir þvl, sem móðir hans sagði,
var það upp á síðkastið, sem henni
hafð virst hann óhamingjusamur.
Auðvitað gat það stafað af þvl einu,
að hún veitti sorgum hans meiri
athygli nú en áður. Það gat cinnig
þýtt, að Dibs léti tilfinningar slnar
mcira I ljós heima nú en hann hafði
áður gert. Og að hann skyldi enn
þegja, þótt hann gæti tjáð sig
munnlega, benti til mikils innri
styrks og sjálfsaga.