Vikan

Issue

Vikan - 04.03.1976, Page 12

Vikan - 04.03.1976, Page 12
Linguaphone Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hef ur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RÉT-T og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra. &SÍ-CJZ l'cucrfobus wjuwésfoöt+' slar LINGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljöófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 sími 13656 ✓ — Það er Mgumbi læknir, hann heldur hann þjáist af blóðleysi. 12 VIKAN 10. TBL. SITTHVAÐ UM VIKUNA. Virðulegu herrar og frúr þarna á Vikunni! Hvernig stendur á því, að maður sér aldrei almennilegt skammarbréf í Póstinum? Hér kemur eitt. Mér er hjartanlega sama, hvort þið birtið það, þvx að ég skrifa það bara til að ausa úr skálum reiði minnar, sem eru um það bil að fyllast. Einu sinni var Vikan ágætis blað, og þá byrjaði ég að kaupa hana, altso gerðist áskrifandi. Þá var gaman að lifa. Ég hlakkaði til að fá blaðið og las það mér til ánægju. Nú er öldin önnur. Þegar ég fletti Vikunni nú, verð ég bara ill, því flest er jafnleiðinlegt I henni. Ég undanskil þó Gissur, Stínu og Stjána og Andrés Önd. Þau eru perlur innan um skítinn. Viðtöl við frægt fólk eru ágæt, ef þau fræða mann um viðkomandi, en eins og viðtölin hafa verið undanfarið hjá ykkur, það finnst mér ekki nógu gott. Þar er rætt um eitthvert eitt málefni og búið. Ef það er leikari, sem rætt er við, þá er það leiklist, ef það er bisnessmaður, þá er rætt um bisness, ef það er skólastjóri, þá er það skóli, ef það er rithöfundur, þá eru það auðvitað ritsmíðar hans, sem um er fjallað. Of einhæft finnst mér. Maður veit jú, að skáldið er skáld og leikarinn leikari, en gaman væri að fá að vita meira um áhuga- mál á öðrum sviðum, skoðanir á ýmsu, sem ofarlega er á baugi og margt og margt. Jæja, næsta mál á dagskrá: Framhaldssögurnar eru flestar hálfþunnur þrettándi, annars er Marianne ágæt enn sem komið er. Sjaldan færmaður góða glxpasögu, því miður. Svo er blaðið fullt af auglýs- ingum í öllum regnbogans litum, en skiljanlegra verður að fylla út þessar 60 síður með einhverju. Mikið hræðilega eru vitlausar þessar sjálfsprófanir eða hvað það nú heitir, sem þið virðist hafa nóg af á lager, greinilega þýtt úr, ja líklega amerískum kellingablöðum, alveg agalega plebbalegt eitthvað, en þó ekki nógu vitlaust til að hlæja að. Svo ætla ég að gefa ykkur heil- ræði, svona undir lokin. Þið skuluð borga Smára Valgeirssyni kaup fyrir að skrifa ekki I Vikuna. Mér finnst það svo skammarlegt og íiióðgandi, hvernig hann matreiðir poppfréttir fyrir unglingana, að það á ekki heima í gömlu og virðulegu blaði eins og Vikan er (eða var). Fáið svo manneskju, sem kann og þorir að skrifa íslensku, til þess að skrifa þennan poppþátt, e'n ekki kjána, sem notar afbakaða ensku meira en heilbrigt getur talist. Ég veit, hvað ég er að fara, því ég veit, að krakkar á þeim aldri, sem svona þáttur er einkum ætlaður, eru sko hreint ekki eins vitlaus og þessi vesalings maður (Smári) virðist halda. Jæja, nú líður mér betur, og ég vona, að þið fáið ekki taugaáfall afþessu rausi, en ég mátti bara til. Ég veit ekki, hvort það þýðir nokkuð fyrir mig að vona, að þið takið mig alvarlega, en mér er alvara. Ef bréfið verður birt I Póstinum, þá má ekki láta nafn mitt fylgja, en kallið mig bara Nöldurskjóðu. Heil og sœl úgæta Nöldurskjóða! Það má nú segja, að enginn veit sína ævina fyrr en öll er, því að síst bauð mér í grun, að það ætti fyrir okkur að liggja að skrifast á á prenti. En þegar Pðsturinn gerði bréf þitt heyrinkunnugt hér á rit- stjórninni í gær, sþurði ég hann sísona, hver það væri, sem skoðaði verk okkar hérna í Síðumúlanum svona grannt. Og þegar hann laum- aði út úr sér nafninu þínu, fór ég fram á að fá að svara þvt persónu- lega af því að við sátum nú í sama bekk t skóla í heila þrjá vetur, ef mig misminnir ekki. Til að forðast misskilning skal það tekið fram, að Pósturinn er hreint ekki lausmáll og þegir alltaf yfir því, hverjir skrifa Póstinum, ef um þer- sónuleg vandamál er fjallað t bréf- unum. En þar sem bréf þitt fjallar um sameiginlegt vandamál rit- stjórnarinnar, þótti honum ástæða til þess, að hún fengi öll orð í eyra frá þér.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.