Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 40

Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 40
ÁFLÓTTA. Kæri draumráðandi! Mér fannst ég einhvern tíma hafa drepið mann, og var ég á flótta undan þeim, sem átti að hefna hans. Allt í einu birtist gömul skólasystir mín með hníf í hendinni. Hún skutlaði hnífnum í áttina til mín, en hann lenti í jeppabifreið, sem ég stóð við. Þá rauk hún upp, greip hnífinn og stakk honum af öllum kröftum í hægra nýrað á mér. En um leið og hún hefur stungið hnífnum í mig, stendur hún upp, en mér fer að líða svo óskaplega vel. Skömmu seinna stóð ég á fætur og gekk heim á leið. Á heimleiðinni mætti ég konu, sem segir við mig, að allt sé í lagi, þvi að hnífurinn hafi lent á sin. Þegar ég kem svo inn úr dyrunum heima hjá mér, horfa allir svo einkennilega á mig. Þá segi ég þeim, að þetta sé bara hnífur og allt sé í lagi, en þá stekkur pabbi upp, hrópar nafn mitt og spyr, hvort ég sé að deyja. Þá vaknaði ég og komst að því, að ég hafði sofið yfir mig — var orðin of sein í vinnuna. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. E. / þessum draumi eru tákn, sem benda ákveðið tii þess að þú verðir langlíf. Hins vegar vi/ ég ekki fullyrða neitt um hvort þú læknast af sjúkdómi þínum, til þess eru engin nógu afgerandi tákn í draumnum. Þó held ég að nokkuð öruggt sé, að sjúk- dómurinn ágerist ekki að ráði. siglingu eins og hann stóð með farþega- skipinu, sem lá í höfninni. Hann bað mig að bíða sín þar til hann kæmi aftur úr siglingunni og vera kokkur á togaranum á meðan. Með fyrirfram þökk fyrir birtingu. Virðingarfyllst, Gunna G. Þessi draumur er fyrir einhverju óhappi, vonandi ekki stórvægilegu, en draumurinn bendir til þess, að fleiri en þú ein verðir fyrir barðinu á óhappi þvi, sem hann boðar. Þú getur sætt þig við, að sælt er sam- eiginlegt skipbrot. Um daginn dreymdi mig, að ég kom inn í búð og var að skoða hálsfestar þar. Þá sá ég men með merki kvennaársins. Það kostaði 5.200 krónur. Hvað heldurðu, að þetta merki? Bless, Bjössi. Nú veit draumráðandi hreint ekki, hverju hann á að svara. Þó virðist talan 5.200 skipta meginmá/i fyrir merkingu draums- ins. Kannski er þetta númerið, sem hæsti vinningurinn í happdrættinu verður dregið á um næstu mánaðamót/ Og þó. Ætli það sé ekki líklegra, að 5.200 ára barátta sé enn fyrir höndum, áður en markmið kvennaársins verða endanlega borin fram til sigurs. Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir stuttu. Hann er á þessa leið: Mér fannst ég vera að fara ásamt pabba niður í einn togarann, sem hann átti að vera háseti á en ég kokkur. Vinkona mín fylgdi mér niður á bryggju. Mér fannst strákur (sem ég hef verið með alltaf hafa verið á þessum togara, en í rauninni vinnur hann í landi) ganga á undan okkur niður á bryggju í svörtum jakkafötum, sem voru mjög subbuleg. Hann var með rauðan hálsklút um hálsinn og hélt á brennivíns- flösku í svörtum poka í hendinni. Þegar við komum niður á bryggju, bað hann mig að tala við sig og var mjög blíður og góður við mig. Hann sagðist vera að fara í TUNGLIÐ. Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig eftirfarandi draum. Ég var á leið heim. Þá kom ég að litlum skúr, sem ég kannaðist ekkert við. Ég sá, að eitthvað gult var að renna niður hann. Ég hló og mér þótti gaman, því að ég hélt þetta væri tunglið. Síðan datt það niður. Þá kom pabbi minn og við vöfðum þetta innan í bréf. Ég stóð og starði á það í bréfinu. Í þessu endaði draumurinn. Gerðu það fyrir mig að birta þennan draum, því að ég vil endilega vita, hvað hann boðar. Afsakaðu skriftina. Með þökk fyrir birtinguna. G.J. Draumurinn er fyrir óvæntri ánægju. Skrifaðu Póstinum og biddu hann að segja þér, hvað nöfnin merkja. ÞRÍR DRAUMAR. Kæra Vika! Mig • langar að fá ráðna þrjá drauma. Mig dreymdi, að ég væri búin að fá vinnu fyrir sunnan. Ég var að leita mér að herbergi, og gat fengið herbergi í húsi beint á móti húsi, sem kunningi minn á heima í. Þá fannst mér hann koma og segja, að ég skyldi bara koma og vera hjá sér. Annan draum dreymdi mig. Hann var á þá leið, að ég var að tala við stelpu og segja henni, að mig hefði nóttina áður dreymt þessi ósköp af krumpuðum og óhreinum peningaseðlum, og svo var ég öll loðin í draumnum. Hárin voru löng og dökk. Konu hérna dreymdi þriðja drauminn. Hún var í bænum að versla. Ókunnug kona gaf henni kjólefni, tvo búta. Þetta var mjög gott efni, munstrað, en henni fannst, að það myndi ekki henta henni, því að það væri of gamaldags. Þá ákvað hún að gefa tengdamóður sinni það, þegar hún kæmi heim, en tengdamóðir hennar er dáin. Með fyrirfram þökk. E. Fyrsti draumurinn virðist vera fyrir því, að þú hættir við einhverja ákvörðun, sem þú hefur bitið mjög fast í þig að hrinda í framkvæmd, miðdraumurinn fyrir því, að þú verðir af einhverjum peningum. Þann þriðja, sem þig dreymdi ekki sjálfa, er erfiðast að ráða, enda er betra, að fó/k skrifi sjálft drauma sína. Liklega er draum- urinn þó fyrir því, að í fjölskyldu konunnar fæðist barn á næstunni, og verði það /átið heita eftir tengdamóður hennar. Draumráð- anda þykir óllklegt, að konan sjálf eignist þetta barn, þó getur það verið, en hún mun áreiðanlega annastþað töluvert. MIG BREYMÐI 40 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.