Vikan - 04.03.1976, Blaðsíða 32
setningu og hún greip andann á
lofti. Hún reyndi að hlaupa fram að
dyrum og kalla á hjálp, en Jean
náði henni og snéri upp á handlegg
hennar. Svo gaf hann henni aftur
utan undir svo fast, að hún hélt að
höfuð hennar myndi springa. Hann
beygði sig yfir hana og andlit
hans var svo nærri henni, að hún
fann vínódauninn leggja út úr
honum.
..Lygari! Svívirðilegur lygari. Þú
segist ekki þckkja hann og aldrei
hafa séð hann. En í kvöld, í
stiganum, sástu hann ekki þá?
Veistu ekki að í Frakklandi er hann
næstum því jafn þekktur og sjálfur
Napóleon.”
Marianne barðist um á hæl og
hnakka til þess að reyna að losa sig
úr járngreipum þessa manns.
..Slepptu mér!” hreytti hún út
úr sér á milli samanbitinna tann-
anna. ,,Slepptu mér, ellegar æpi
ég. Þú ert geggjaður eða fullur,
ncma hvort tveggja sé. Slepptu
mér eða ég æpi. ”
,,Æpir? Gjörðu svo vel. Reyndu
það. ”
Hann dró hana hranalega til
sín og stöðvaði óp hennar með
ruddalegum kossi. Marianne hélt
að myndi líða yfirsig, en hún jafn-
aði sig fljótt. Til þess að losna
undan þessum hatursfulla kossi,
bcit hún hann í varirnar. Þetta
hrcif og andartaki síðar var hún
laus.
í sigurvímu sá hún hvar árásar-
maður hcnnar þreif vasaklút og bar
hann að blæðandi munni sínum.
Konur borga lægra iögjald en karlar, mióaó viö aldur
lögjaldíö er áó fullu frádráttarbært til skatts
ALDUR TRYGGINGARUPPHÆÐ IÐGJALD
25 1.500.000 5.175
25 2.500.000 8.625
25 5.000.000 17.250
30 1.500.000 5.700
30 2.500.000 9.500
30 5.000.000 19.000
35 1.500.000
35 2.500.000
35 5.000.000
............ ......
6.555
10.925
21.850
Sjóvá tryggt. er vel tryggt
LÍFTRYGGINGARFÉLAG SJÓVÁ
SUÐURLANDSBRAUT 4 - REYKJAVÍK -
HF
SÍMI 82500
Hann var svo kindarlegur á svipinn,
að hún hefði gctað hlegið upp I
opið geðið á honum. En á þcssari
stundu var hitt þó mikilvægara og
það var að losa sig við þessa hræði-
legu mannpersónu. Hvernig gat
henni nokkru sinni hafa geðjast
að þessum manni? Þróttmikill lík-
ami hans virtist vera að sprcngja
utan af sér svört fötin og hann
líktist mest bónda í sunnudags-
fötunum sínum. Hann var eigin-
lega hálfhlægilegur. Hún rykkti nú
til höfðinu full fyrirlitningar, sncr-
ist á hæli og reyndi aftur að komast
fram að dyrum, en Jean stökk á
eftir henni og tók hana upp cins
og hún væri ekki annað en ein-
hvers konar böggull. Því næst
skálmaði hann með hana yfir að
rúminu og fleygði henni I það, en
settist síðan sjálfur á rúmstokk-
inn og hélt henni báðum höndum.
,,Þú sleppur nú ekki svona
auðveldlega, góða mín.”
Mariannc sá sér til mikillar undr-
unar, að hann var ekki lengur
reiður. Hann hló jafnvel og skeytti
því engu þótt neðri vör hans
væri tekin að bólgna.
,,Ég er búin að segja þér að láta
mig í friði,” sagði hún rólcga,
en hann virtist ekki hcyra til
hennar. Hann beygði sig yfir hana
og virti hana ákafur fyrir sér rétt
eins og safnari, sem hefur komist
yfir sjaldgæft eintak af einhverju.
,,En hvað þú getur verið yndis-
leg,” sagði hann blíðlega. ,,Þér
fer það vcl að reiðast. Þú ættir
að sjá augun I þér. Það er glampi
í þeim eins og væru þau smaragð-
ur. Ég veit að þú ert ómerkilegur
njósnari konungssinna, en það
skiptir engu máli, ég elska þig
samt. ’'
..Elskarðu mig?” sagði Marianne
furðu lostin yfir þessari óvæntu
yfirlýsingu.
,Já. Sannleikurinn er sá, að
hugsunin um þig hcfur ásótt mig
dag og nótt. Ég hef séð þig fyrir
mér liggjandi þarna í heyinu með
hárið flagsandi og hendur mínar
snerta mjúkan líkama þinn, en nú
get ég ekki hugsað um annað en
það, að þú ert hingað komin, ég
hef fundið þig aftur. Mig hefur
hungrað og þyrst eftir þér, Mari-
anne, og ef þú vilt gleyma því, sem
ég hef gert á þinn hlut, getum við
verið saman að eilífu. ”
Hun trúði varla sínum eigin eyr-
um, maðurinn hlaut að vera viti
sínu fjær. En hann hrópaði ekki
lengur og var hættur að lemja
hana. Allt I einu var hann ekkert
nema bllðan og umhyggjan. Hann
fór mjúkum höndum um hana og
laut yfir hana hægt, en ósveigj-
anlega I áttina að vörum hennar,
rétt eins og þær hefðu ómótstæði-
legt aðdráttarafl fyrir hann. Skyndi-
32 VIKAN 10. TBL.