Vikan


Vikan - 29.06.1978, Síða 4

Vikan - 29.06.1978, Síða 4
1. Hálfsmánaðar Úrvalsferð fyrir tvo í íbúð á Ibiza. 2. Hálfsmánaðar Úvalsferð fyrir tvo í íbúð á Kanaríeyjum. 3. Hálfsmánaðar Úrvalsferð fyrir tvo í íbúð á Mallorca. Hér hefst sumargetraun Vikunnar 1978, sem verður alls í fjórum blöðum, 26.- 29. tbl, að báðum meðtöld- um. Getraunaseðill birtist í hverju blaði, en þá skal ekki senda jafnóðum, heldur safna þeim saman, uns öll fjögur blöðin eru komin, stinga þeim þá í umslag og skrifa utan á: VIKAN, PÓSTHOLF 533, REYKJAVÍK: Merkið umslagið: „SUMARGETRAUN.” Dregið verður tíu dögum eftir útkomu 29. tbl. og vinningshafar látnir vita strax og dregið hefur verið. Þrenn verðlaun verða veitt, en þau eru utanlandsferðir með ferðaskrifstofunni ÚRVAL. Eftirsótt af listamönnum og ungu f ólki Hvern dreymir ekki um að sleikja sólina á ströndum Ibiza. Fyrstu verðlaun í sumargetrauninni er hálfsmánaðar Úrvalsferð fyrir tvo í íbúð á Ibiza, sem er þriðja stærsta eyjan í hinum fagra baleriska eyja- klasa. Eyjan er 572 km2 að stærð og íbúar um 40.000. Á síðari árum hefur Ibiza orðið eftirsótt af lista- mönnum og ungu fólki frá öllum heimshornum, því eyjan býður gestum sínum friðsæld og kyrrð, en einnig skemmtanir og fjörugt næturlíf. Landslag er mjög sérstætt og gróðurfar fjölbreytt, og loftslag ákaflega milt. Á Kanarí Önnur verðlaun í Sumar- getrauninni er hálfs- mánaðar Úrvalsferð fyrir tvo í íbúð á Kanaríeyjum, sem eru einn fjölsóttasti áningarstaður ferðamanna hvaðanæva úr heiminum. Kanaríeyjar eru eldfjalla- eyjar, þrettán talsins, þar af sjö í byggð. Spánverjar hafa ráðið þeim frá því í byrjun 15. aldar, og fyrr á tímum voru eyjarnar mikilvægur áningarstaður þeirra, sem áttu fyrir höndum langa sjóferð til Nýja heimsins. Landslag á eyjunum er svo margbreytilegt, að það er stundum sagt að sérhver Kanaríeyja sé heilt megin- land í hnotskurn. Perla Miðjarðarhafsin Úrvalsferð fyrir tvo í íbúð á Mallorca er þriðji vinn- ingurinn í sumargetraun Vikunnar. Mallorca er stærsta eyjan af balerísku eyjunum, um 3.640 km2 að stærð. íbúar eru 450 þúsund og býr um helmingur þeirra í höfuð-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.