Vikan


Vikan - 29.06.1978, Síða 10

Vikan - 29.06.1978, Síða 10
VIKAN Á NEYTENDAMARKAÐI Meira fyrir mánaðar „Meira fyrir mánaðarlaunin” er kjörorð, sem Vikan og Dagblaðið hafa sameinast um. Undir því kjörorði er nú hleypt af stokkunum nýjum efnisþætti í Vikunni, þar sem málefnum neytenda verður sinnt á markvissan hátt með það fyrir augum, að þeim gefist frekar kostur á að átta sig því, hyað þeirgetafengið fyrir. peningana sína. Á sama grundvelli er málefn- um neytenda gerð margvísleg skil í Dagblaðinu, en það er Anna Bjarnason, sem hefur yfrumsjón með þessum efnisþætti í báðum blöðunum. Efni Vikunnar í dag gefur til kynna hvers lesendur mega vænta í þessum efnum. Á þeirri braut verður haldið áfram, með prófunum og samanburði á ýmsum vörutegundum og þjónustu, margs konar leiðbeiningum til neytenda, viðtölum viðfólk, sem stendur daglega í því óvissa stríði að láta tekjurnar mæta útgjöldunum, og feira í þeim dúr, sem lesendur munu kynnast smám saman. Það verður eitthvað fjallað um þessi mál í hverri Viku framvegis. Eins og lesendur muna, er þetta alls ekki í fyrsta sinn, sem Vikan sinnir slíkum málum, og er skemmst að minnast bílablaðsins í febrúar síðastliðnum, þar sem gerður var all ítarlegur samanburður á fólksbílategunum, sem hér fást. Og varla þarf að minna á búreikningana, sem nokkrar fjölskyldur héldu fyrir okkur og segja má, að haf orðið til þess, að Vikan hefur nú ákveðið að sinna málefnum neytenda markvisst og í hverju blaði. Búreikningablaðið, 15. tbl., vakti slíka athygli og umtal, að áhugi fólks á slíku efni fór ekki á milli mála. Um skiptingu efnis á milli Dagblaðsins og Það er dýrt að vera „fátækur" — þá er ekki hægt að gera stór og hentug innkaup. „Mér fannst það heilmikil fyrirhöfn að halda nákvæma búreikninga og hef' ekki farið út í að gera það eftir að ég gerði það fyrir Vikuna i febrúar.” sagði Sigrún Jónsdóttir, en hún og maður hennar Þorbergur Kristinsson voru ein af þeim. sem héldu heimilisreikningana fyrir Vikuna i febrúar. í þeirri grein kom greinilega fram. að þau eru ákaflega hagsýn. kaupa inn í stórum skömmtum, versla i pöntunarfé- lagi og nota frystikistuna siðan á allra hagkvæntastan hátt. „Það breytti engu um útgjöldin. þótt ég skrifaði allt nákvæmlega niður. Það er kannski ekki alveg að marka búreikn- ingana hjá okkur. vegna þess að við höf- um tækifæri til þess að versla i pöntun- arfélaginu í bankanum. þar sem ég vinn. Þar er álagningin sntávægileg en greidd- ur er söluskattur af vörununt. Þar þarf heldur ekki að kaupa í heilum köss- um, hægt er að fá eina og eina dós af þvi, sem maður þarf á að halda hverju sinni.” sagðiSigrún. En Sigrún gerir meira en að kaupa i pöntunarfélagi til þess að spara útgjöld- in. Hún tekur sér dag (eða fyrrihluta dags. þvi hún vinnur eftir hádegið) og matbýr i frystikistuna sina. Ef henni áskotnast til dæmis mikill og góður fisk- ur. býr hún til fiskibollur, sem hún stéik- ir og frystir siðan. Einnig kaupir hún hálsbita og/eða annað ódýrt kjöt og býr til kjötbollur. sem hún steikir og frystir. — Hún segir, að það sé mjög hentugt að gripa til þess að hafa þessar bollur. þyi þá er matseldin svo fljótleg seinna meir. Sigrún og Þorbergur rækta heilmikið af grænmeti sjálf. og er það geymt i frystikistunni. sumt matbúið. annað hrátt. Hún sýndi okkur gulrætur, sem hún á enn síðan í fyrra. Þær snöggsýður hún. snöggkælir og frystir síðan. Það tekur ekki nema stutta stund að mat- reiða gulræturnar úr kistunni. Rófur eru frystar hráar. og hefur það gefist vel. Einnig frvstir Sigrún rabarbara i bitum og hefur þá mátulegt magn i graut í plastpoka. Þannig getur hún haft „nýj- an" rabarbaragraut allan veturinn. „í fyrra ræktuðum við salat, radísur, grænkál. rófur. gulrætur og rabarbara fyrir utan kartöflurnar.” — Vill grænmetið ekki fara til spillis um uppskerutímann hjá ykkur? „Nei. alls ekki. En ég verð þó að við- urkenna, að seinnipartinn í fyrrasumar fengu allir, sem komu i heimsókn. salat með sér heim. Það var eina afurðin, sem ekki var hægt að geyma og nýta með því aðfrysta.” Sigrún og Þorbergur eiga þrjá syni, 4. 12 og 15 ára. og í febrúar námu matar- kaupin hjá þeim 61.658 kr. Ef við deil- um i þá tölu með fimm. kemur út 12.331.60. sem getur þá talist fæðis- kostnaður fyrir hvern einstakling i fjöl- skyldunni. Verður að segjast eins og er. að varla er hægt að hugsa sér. að nokkur geti komist af með minni upphæð til matarkaupa! Hins vegar var liðurinn „annað” nokkuð mikið hærri eða 99.479 kr. En þar inni var talin með afborgun af bil Sigrúnar 50 þúsund, og 26 þúsund fyrir nýdekkog umskráningu. Þannig er hægt að lifa sparsamlega. Sigrún og Þorbergur fullvissuðu okkur um. að þau spari ekki við sig i mat, en hafa gert sér far um að eyða ekki i telj- andi óþarfa. Það er talsverð fyrirhöfn fyrir húsmóðurina að gera slátur á haustin, en það gerir Sigrún. Hún sagð- ist fá góða hjálp móður sinnar, sem býr í sama húsi. Þær mæðgurnar taka gjam- an auka vambir. blóð og mör og ganga þá frá því þannig. að þær sauma keppi úr vömbunum og brytja mörinn. Gera 10 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.