Vikan


Vikan - 29.06.1978, Blaðsíða 24

Vikan - 29.06.1978, Blaðsíða 24
SPEGLABÚÐIN Laugavegi15 Simi: 91-19635 Simi: 91-13333 LANDSINS MESTA ÚRVAL GÆÐAVERÐ - PÓSTSENDUM Stúlkan brosti ánægjulega og hóf að afgreiða miðana. Prestarnir ráku upp fagnaðaróp yfir tungumálakunnáttu fé- laga sins, og slógu á bak hans. Það var tilgangslaust að vera hér leng- ur. Fyrr eða siðar varð hann að horfast i augu við það, sem beið hans úti fyrir. Judd snéri sér hægt við og hóf að ganga framhjá prestahópnum. „Guardate che ha fatto il Don Vint- on." Judd stansaði, og blóðið streymdi skyndilega fram í andlit hans. Hann snéri sér að feita lágvaxna prestinum, sem sagði þetta, og greip i handlegg hans. „Afsakið,” sagði hann. Rödd hans var hás og titrandi. „Sögðuð þér „Don Vinton”?” Presturinn horfði tómlega á hann, klappaði svo á handlegg hans og færði sig frá honum. Judd greip þéttar um handlegg hans. „Bíðið!" sagði hann. Presturinn leit kviðinn á hann. Judd neyddi sig til að tala rólega. „Don Vint- on? Hver ykkar er hann? Sýnið mér hann." Nú störðu allir prestarnir á Judd. Litli presturinn leit á félaga sína. un amer- icano matto." Ákaft skaldur á ítölsku kom frá hópn- um. Judd sá það útundan sér, að Friend- ly gaf honum auga fyrir aftan afgreiðslu- borðið. Friendly opnaði hliðið á borðinu og hóf að ganga í átt til þeirra. Judd reyndi að berjast gegn ofsahræðslunni, sem gagntók hann. Hann sleþpti hand- legg prestins, hallaði sér fast upp að hon- um og sagði hægl og greinilega, „Don Vinton.” Litli presturinn starði andartak á Judd og svo leystist andlit hans i ótal gleði- hrukkur. „Don Vinton!" Framkvæmdastjórinn nálgaðist óð- um, þungur á brún. Judd kinkaði upp- örvandi kolli til prestsins. Litli prestur- inn benti á drenginn. „Don Vinton — „stór maður"." Og allt i einu var lausnin á gátunni komin. TUTTUGASTI KAFLI. „Hægan, hægan,” sagði Angeli rám- ur. „Ég skil ekki orð af þvi, sem þú ert að segja.” „Fyrirgefðu,” sagði Judd. Hann dró djúpt andann. „Ég er búinn að finna svarið!” Honum hafði létt svo við að heyra rödd Angelis i símanum, að hann talaði i belg og biðu. „Ég veit, hver er að reyna að drepa mig! Ég veit, hver Don Vinton er.” Angeli var vantrúaður. „Við gátum ekki fundið neinn Don Vinton.” „Veistu hvers vegna? Vegna þess, að það er ekki hann — það er það." „Viltu tala hægar?” Rödd Judds titraði af ákafa. „Don Vinton er ekki nafn. Það er ítalska. Það þýðir „stóri maðurinn”. Það er það, sem Moody var að reyna að segja mér. Að Stóri maðurinn væri á höttunum á eftir mér.” ANDLIT ÁN GRÍMU „Ég fylgist ekki með, læknir.” „Það er merkingarlaust á ensku,” sagði Judd, „en þegar það er sagt á ítölsku — færðu þá enga hugmynd? Skipulögð samtök morðingja, sem Stóri maðurinn veitir forstöðu?" Það var löng þögn i simanum. „La Cosa Nostra?” „Hverjir aðrir gætu safnað saman svona mörgum morðingjum og vopn- um? Sýra, sprengjur — byssur! Manstu. þegar ég sagði þér að maðurinn, sem við værum að leita að væri Suður-Evrópu- maður? Hann er italskur.” „Það er ekkert vit i þessu. Hvers vegna ætti La Cosa Nostra að vilja drepa þig?” „Ég hef ekki hugmynd um það. En ég hef á réttu að standa. Ég veit, að ég hef á réttu að standa. Og þetta kemur heim og saman við það, sem Moody sagði. Hann sagði, að það væri hópur manna, sem ætlaðiaðdrepamig.” „Þetta er fáránlegasta kenning, sem ég hef heyrt,” sagði Angeli. Það varð þögn, og siðan bætti hann við, „En ég býst við, að hún geti staðist.” Judd fann til léttis. Ef Angeli hefði ekki viljað hlusta á hann, þá hefði hann ekki haft neinn, sem hann gat snúið sér til. „Hefurðu talað um þetta við ein- hvern?” „Nei," sagði Judd. „Gerðu það ekki!” Rödd Angelis var áköf. „Ef þú hefur á réttu að standa. þá veltur lif þitt á þvi. Ekki koma neins staðar nálægt skrifstofu þinni eða íbúð.” „Ég geri það ekki,” lofaði Judd. Hon- um datt nokkuð i hug. „Vissirðu, að McGreavy er búinn að fá handtöku- heimild fyrir mig?” „Já.” Angeli hikaði. „Þú kemst aldrei lifandi á stöðina, ef McGreavy nær þér.” Guð minn góður!! Hann hafði þá haft á réttu að standa urn McGreavy. En hann gat ekki trúað því, að McGreavy væri heilinn á bak við þetta. Það stjórn- aði honum einhver ... Don Vinton, Stóri maðurinn. „Heyrirðu til min?” Munnur Judds þornaði skyndilega upp. „Já.” Maður i gráum frakka stóð fyrir utan simaklefann. Hann horfði á Judd. Var þetta sami maðurinn og hann sá áðan? „Angeli...” „Já?” „Ég veit ekki, hverjir hinir eru. Ég veit ekki, hvernig þeir lita út. Hvernig held ég ltfi þar til þeir nást?” Maðurinn fyrir utan klefann starði á hann. Rödd Angelis barst til eyma honum. „Við förum beint til FBI. Ég á vin, sem hefur sambönd. Hann sér til þess, að þú verðir undir vernd þar til þú ert orðinn öruggur. Ókei?" Rödd Angelis var hug- hreystandi. Ókei,” sagði Judd þakklátur. Hann var máttlaus i hnjánum. „Hvarertu?” „í símaklefa í neðra anddyri Pan-Am hússins.” „Ekki hreyfa þig úr stað. Vertu í fólksfjölda. Ég er á leiðinni.” Það heyrð- ist smellur i simanum, þegar Angeli lagðiá. Hann setti simann aflur á skrifborðið í varðstofunni, og leið bölvanlega innra með sér. Eftir þvi, sem árin liðu, hafði hann vanist þvi að fást við morðingja, nauðgara, hvers kyns öfugugga, og ein- hvern veginn myndaðist utan um hann varnarhlíf, sem gaf honum möguleika á að trúa áfram á grundvallarvirðingu og gæsku mannsins. En svikull lögreglumaður var nokkuð annað. Svikull lögreglumaður var spilling, sem kom öllu lögregluliðinu við, — svívirti allt, sem heiðarlegir lögreglu- menn börðust og dóu fyrir. Varðstofan ómaði af fótataki og klið margra radda, en hann heyrði það ekki. Tveir einkennisklæddir lögreglumenn gengu í gegnum herbergið með stórvax- inn drukkinn mann i handjárnum. Ann- ar lögregluþjónninn var með glóðar- auga, en hinn hélt vasaklút upp að blóð- ugu nefi sínu. Það var næstum búið að rífa ermina af einkennisbúniongi hans. Það þurfti lögregluþjónninn að greiða úr eigin vasa. Þessir menn voru þess reiðu- búnir að hætta lífi sinu hvern einasta dag og hverja einustu nótt ársins. En það komst ekki i fyrirsagnir blaðanna. Glæpsamlegar löggur komust þangað. Ein glæpsamleg lögga sverti þá alla. Fé- lagi hans. Hann stóð þreytulega á fætur og gekk niður fornlegan ganginn i átt til skrif- stofu yfirmanns síns. Hann barði að dyr- umog gekk inn. Bertelli sat við skrifborð með bruna- blettum eftir vindla margra ára. FBI mennirnir tveir voru inni hjá honum, klæddir í jakkaföt. Bertelli leit upp, þeg- ar dyrnar opnuðust. „Jæja?” Framhald I næsta blaði. 24 VIKAN 26. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.