Vikan


Vikan - 29.06.1978, Page 44

Vikan - 29.06.1978, Page 44
Hún flýtti sér að taka dýrið upp, áður en það jafnaði sig — eða hún missti kjarkinn — og bar það og mottuna yfir að dyrum Dick Evans, þar sem hún barði. Hann kom þegar í stað og horfði jafn fjandsamlega á hana og hann var vanur, þar til hann sá böggulinn, sem hún héltá. „Hann er dauður,” sagði maðurinn hljómlaust, eins og hann hefði fengið staðfestingu á ótta sínum. Þegar Maggie sagði: „Nei, nei, hann er ekki dauður,” fór hjólastóllinn frá. Evans sagði: „Komdu inn, komdu inn,” og vísaði henni inn í bakherbergið. Hún elti og hélt á kettinum, sem var farinn að hreyfa sig. „Svona, gamli minn, svona,” sagði Dick blíðlega, en ákveðinn, og kötturinn róaðist. „Ég skal taka við honum,’ sagði hann, „og þú nærð í sardinurnar — þær eru á borðinu við vaskinn. Eða ætti hann kannski að fá mjólk fyrst? Hún er í ísskápnum.” „Fyrst mjólk, held ég," sagði Maggie. Hún opnaði litla isskápinn, náði i flösku og skimaði i kringum sig eftir skál. „Þarna inni." Hann benti á lágan skáp. Hún náði í gamla skál, hellti mjólk i hana og var i þann veginn að setja skál- ina á gólfið, þegar Evans sagði: „Láttu mig fá hana.” Hann hélt skálinni freist- andi undir nefi kattarins. Kötturinn lapti hægt fyrst í stað og með erfiðismunum, en síðan jafnar og lygndi aftur augunum af ánægju. Það voru bliðir drættir umhverfis munn mannsins, og þvi hefði Maggie ekki trú- að að óreyndu. Hún leit í kringum sig, á meðan hann var upptekinn af kettinum. Staðurinn kom á óvart. Þegar Maggie talaði við Rosie hafði hún ekki séð nema fremra herbergið. Þetta var miðhlutinn, og þar var gluggi, sem snéri út i garð með alls kyns drasli. Þarna var teppi á gólfinu, nokkrir gamlir, en góðir hús- munir og rúm. Þarna var líka kommóða, Bláa nœlan sem öll gömul málning og lakk hafði ver- ið vandlega hreinsuð af. Eftir einum veggnum var vinnuborð með Ijósarönd fyrir ofan, og á bekknum var lampi. Þar voru smágerð verkfæri i röðum, og fyrir glugganum voru þungir rimlar. Hún tók eftir þvi, hversu hreint var þarna alls staðar. „Einkavinnustofa min,” sagði Dick Evans og lagði áherslu á „einka”. Gamla andúðin var aftur komin i rödd hans. Hann var búinn að setja tóma diskinn á borð, en hélt enn á kettinum í fangi sér. „Áttu við vinnustofu, þar sem Jules Nash skiptir sér ekki af þér?” spurði Maggie. „Ég sagði einka, ekki leynileg. Jules og Donna geta komið hingað, þegar þeim sýnist, en aðrir ekki, nema þeim sé boðið.” „En Rosie Bates? Kemur hún, þegar henni sýnist svo, eða er henni boðið?” „Hvað kemur það þér við?” „Það kemur mér við, þegar hún heldur því fram, að hún fái hingað bréf um að þrífa ibúðina okkar.” „Þannig hefur Donna samband við hana. Rosie vinnur fyrir marga.” „Við ræstingar, já. En Donna skildi ekki eftir neinn miða handa henni sið- asta laugardag og heldur ekki peninga, svo ég býst við, að þú hafir notað gaml- an seðil og greitt henni úr eigin vasa?” FyRIRLITNINGARBROS færðist hægt yfir andlit Dick Evans. „Skarplega ályktað hjá þér. Þannig að ibúðin þín var þrifin á minn kostnað. Nákvæmlega hverju viltu mótmæla í þvísambandi?” „Að þú skyldir hafa fengið næluna lánaða án míns leyfis. Og að þú lést Rosie skila henni aftur daginn eftir, á meðan ég var ekki heima. Það var illa gert.” Hann virtist ætla að biðjast afsökun- ar, en yppti siðan kraftalegum öxlunum óþolinmóður og spurði: „Hvað er svona hræðilegt við þetta? Þú fékkst næluna aftur.” „Ég var áhyggjufull, og það hefðu all- ir orðið við svona dularfulla innrás. Og ég ætlaði að nota næluna á laugardag- inn.” „Sagði Donna, að þú mættir nota skartgripina hennar?” „Já, það gerði hún,” hreytti Maggie út úr sér, þung á brún. Dick Evans átti ekkert með að spyrja hana spjörunum úr. „Hún skildi eftir bréfmiða handa mér og næluna. Það vill svo til, að hún fer vel við kjól, sem ég var að kaupa mér.” „Þá skal ég gera handa þér aðra eins.” N ú var hann að hæðast að henni. „Þakka þér fyrir, en ég á skartgripi, sem ég kann betur við, heima hjá mér.” Dick Evans hló óvænt. „Þetta er ein- hver misskilningur," sagði hann. „Kvöldið, sem við hittumst, þá var ég með lugt, manstu?” „Ég gleymi þvi varla fyrst um sinn.” „Nú, ljósglampinn féll á næluna, sem þú varst með þá, og ég varð . . . for- vitinn. Mig langaði að skoða hana bet- ur.”' „Og þú komst að þvi, að þetta var ekki sama nælan,” sagði Maggie hratt. „Á hvorri áttirðu von?” Undrunarsvipur færðist yfir andlit Evans, en hann flýtti sér að dylja hann. „Égsáþað, semég vildisjá." „Þú sagðir Rosie, að þú vildir vinna eitthvað við hana. Það var ekki satt, var það?” „Trúleg afsökun, ekki satt?” Maggie var orðin ævareið, en hún vissi, að hún gat ekki meira að gert. Ef til vill hafði Donna eitthvað meira að segja. Kötturinn brölti á fætur i kjöltu mannsins, stökk niður og teygði úr sér. Siðan gekk hann hægt í áttina að borð- inu við vaskinn, hnipraði sig saman, stökk upp og tók til matar sins. „Hvar fannstu hann?” spurði Evans. „1 farangursrýminu á bilnum mínum. Ég skildi það eftir opið um stund, eftir að dimmt var orðið í gærkvöldi. Það virðist hafa verið nægilega lengi fyrir köttinn.” „Ég er þér mjög þakklátur.” Evans var stuttur í spuna, en talaði greinilega af einlægni. Það varð stutt, neyðarleg þögn, og Maggie snéri sér við til að fara. Hún nam undrandi staðar við dyrnar. Aftan á hurðinni var krókur, þar sem á hékk uppvafið reipi. Evans sá hana hika og sagði: „Enn eitt tómstundagam- an mitt. Rosie, sem kennir mér fjölleika- listirnar, segir, að ég sé að verða nokkuð snjall Ég get snarað stól i tiu skrefa fjar- lægð." Hlátur hans var beiskur, og Maggie kom ekkert til hugar, sem hún gæti sagt. Hún stóð kyrr og gat ekki einu sinni farið. Hann gerði henni það léttara fyrir. „Segðu eitthvað, þó það sé ekki annað en bless.” Hún hafði ekki fyrir þvi að brosa að svo gömlum brandara sögðum svona hvasst, en sagði: „Mér þykir vænt um, að það er ullt i lagi með köttinn." Evans svaraði ekki, en hún fann, að hann fylgdist með henni, þegar hún gekkútágötuna. .A.VRIL, vinkona Steve, var á tröppunum, þegar Maggie opnaði. Hún hristi Ijóst hárið frá andlitinu og horfði beint i augu Maggie, þegar hún sagði: „Mig hefur lengi langað til að ræða við þig í einrúmi.” Það hvarflaði að Maggie, að eitthvað leiðinlegt væri i aðsigi. Hún bauð Avril inn, og stúlkan spurði umbúðalaust: „Eruð þið Ross aðskilja eða ekki?” „Hvað kemur þér það við?” Maggie varð öskureið. „Ætlarðu að láta eins og þú vitir ekki tilfinningar mínar til Steve? Ef þú hefðir ekki komið til baka, þá værum við kannski saman núna." „Við Steve skildum fyrir löngu síðan." sagði Maggie. „Þótt ég komi hingað i fá- eina daga, getur það ekki haft nein áhrif á samband ykkar.” „Hvers vegna er hann þá að hætta við mig?” Hljóð frá dyrunum kom þeim báðum til að snúa sér við. Þar stóð Steve sjálfur með bréfmiða í höndunum og reiðilegur á svip. „Þú skalt spyrja sjálfa þig að þvi, Avril,” sagði hann. „hvort það standi kannski ekki i sambandi við uppátæki þin. Ég skelli skuldinni þar, sem hún á heima.” Stúlkan greip andann á lofti og hló svo. Hlátur hennar var eins og bergmál af beiskjunni i rödd Steve. „Er það. Steve? Áttu við DonnU Davis? Það mun heldur betur gleðja Maggie þína, er það ekki?" Steve henti miðanum á kaffiborðið, náfölur í andliti af reiði og stikaði út. „Steve!" hrópaði Avril skelfingu lost- in og hljóp á eftir honum. Maggie varð ein eftir. Hugur henn- ar var i uppnámi. Hvað áttu þau við, og hvar kom Donna inn í myndina? Hún tók miðann upp. Þetta var kvittun fyrir stölnum, sem hún hafði keypt. Siðar um morguninn var Maggie að fá sér kaffi og brauðsneið, þegar hún heyrði hljóðið í bíl Avril, þar sem hann ók burt. Fáeinum mínútum siðar hringdi dyrabjallan hjá henni. Steve sagði: „Mig langar meðal annars að biðj- ast afsökunar.” Þau fóru upp i stofuna, og Maggie sagði: „Þú hefur ekkert að biðjast afsök- unar á, en mig langar að vita, við hvað Avril átti, þegar hún minntist á Donnu.” Framhald í næsta blaði. 44 VIKAN 26. 7BL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.