Vikan


Vikan - 29.06.1978, Síða 57

Vikan - 29.06.1978, Síða 57
Salat fyrir laukaðdáendur Einstaka fólk er svo óheppið að geðjast ekki að hráum lauk. En það ætti að reyna og vita, hvort ekki sé möguleiki á að skipta um skoðun. í botninn á skál er lagt skorið blaðsalat, siðan 2 grænar paprik- ur skornar i hringi, 1 búnt af hreðkum og 1/3 hluti af agúrku, sem skorin er í sneiðar og loks hringir af skornum lauk. Bland- ið sósu úr 3 hlutum af oliu, 1 hluta af góðu ediki, salti og ögn af sykri, pipar og sinnepi. Hellið yfir salatið og blandið öllu sam- an af gætni. Innlögð síld 4 síldarflök skorin í fallega bita á ská. Lögur: 1 laukur skorinn í fernt. 10 korn aUrahanda, 5 piparkorn. 1 tsk. dillfræ, 1 lárviðarlauf, 1 dl edik, rúml. 1 dl vatn, 1 dl sykur. Við framreiðslu: 1 venjulegur laukur og 1 rauður laukur, ef hann er fáanlegur. 1 púrra, dillgreinar. Lögurinn er soðinn og hellt yfir síldina, þegar hann er orðinn al- veg kaldur. Látið standa í a.m.k. 1 sólarhring, áður en neytt er. Þá er komið að lauknum. Lauk- urinn, sem soðinn var með legin- um, er tekinn burtu, en sildin borin fram með nýskornum hrá- um lauknum og púrrunni ásamt dillgreinunum. Það lítur bæði skrautlegar út og bragðast betur. Lauksúpa Þetta er sigildur franskur réttur. Lauksúpan er búin til á marga mismunandi vegu, og þetta er ein aðferðin. Skerið 1/2 kg af lauk i þunnar sneiðar og látið krauma í smjöri, þar til laukurinn er gulbrúnn. Hellið 1 1/2 ltr. af kjötsoði (ca 6 teningar) yfir og kryddið með salti og pipar, látið sjóða í 15 minútur. Hellið súpunni í eld- fastar súpuskálar og setjið út i ristaðar franskbrauðssneiðar, sem þaktar eru þykku lagi af rifnum osti. Látið bakast undir grilli, þar til osturinn er bráðinn. Það má að sjálfsögðu krydda súpuna á*ýmsa vegu, t.d. með vínskvettu, eða jafna súpuna, ef Ljúffengir laukréttir einhver kýs að hafa hana þykk- ari. Gott er að drekka rauðvín með. Kartöflumauk með lauk Þetta er kartöflustappa að þýskri fyrirmynd. Það er al- kunna, að Þjóðverjar eru manna hæfastir í að búa til mismunandi rétti úr kartöflum, og má nefna, að konuE.þykja ekki færar um að stofna heimili, nema þær kunni nokkra tugi af kartöfluréttum. í staðinn fyrir að klippa graslauk yfir kartöflustöppuna er laukur látinn krauma í feiti, þar til hann er meyr og gulbrúnn, og blandað síðan saman við. Fyrir fjóra má áætla 112 kg af lauk. Að sjálfsögðu má nota kar- töflustöppu úr pökkum, en enn- þá betra er að búa til kartöflu- stöppu úr 7—800 gr af kartöfl- um, þynna með 2—2 1/2 dl af sjóðandi mjólk og hræra vel. Siðan er 1 eggi hrært saman við (má sleppa) og kryddað með salti og pipar. Síðan er smjörsteiktum lauknum blandað saman við. Sérlega gott með pylsum. 26. TBL.VIKAN 57

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.