Vikan


Vikan - 07.06.1979, Síða 6

Vikan - 07.06.1979, Síða 6
i lengi að bíða eftir svari. Gömul nunna kemur til dyra, og eftir að hafa sagt henni erindi okkar gengur hún með okkur eftir löngum gangi og vísar okkur inn í lítið herbergi þar sem hún biður okkur að bíða. Hurðinni lokar hún vendilega á eftir sér og það er ekki laust við að einhver ónotatil- finning fari um mann, svo mikil er þögnin. Við ljósmyndarinn gátum hlustað á hvorn annan kyngja. En þögnin var rofin svo um munaði þegar þrjár galvaskar nunnur birtust í dyrunum, talandi hver í kapp við aðra og heilsuðu komumönnum innilega. Þetta Hér er fyrsta myndin, sem birt er opinberiega af herbergi nunnu í karmelftaklaustrinu í Hafnarfirði. Lítið, iburðarsnautt en fallegt i einfaldleik sinum. Kaffi í klaustrinu Það er erfitt að komast að karmelíta- klaustrinu i Hafnarfirði, ef maður þekkir ekki leiðina. Múrveggur umlykur 3/4 hluta byggingarinnar, en framhliðin snýr út að götu, sem nú heitir Ölduslóð, en hét ekkert, þegar klaustrið var byggt. Það er gert ráð fyrir því, að einhverjir komi í heimsókn í klaustrið, því til hliðar við aðaldyrnar er dyrabjalla. Þegar henni er hringt þarf ekki Þær þj og bið íslendí reyndust vera þær systir Veronika, systir Miriam og systir Ólöf og þær vildu endilega hreint bjóða upp á kaffi og kex. Klaustur í 40 ár Systir Veronika er búin að vera hér lengst af þeim stöllum, eða allt frá því að klaustrið var byggt. — Upphafsmaður klausturstofnunarinn- ar var kaþólskur prestur sem starfaði í Landakoti, sagði systir Veronika. Ég kom hingað strax og ráðist var í bygginguna og fylgdist með framkvæmdum. Það mun hafa verið 1939 og við vorum þrjár saman og bjuggum hjá St. Jósefssystrum. Þegar byggingunni var lokið var skollið á stríð og það kom í veg fyrir að fleiri bættust við í bráð og það er ekki fyrr en 1946 að klaustrið er fullskipað. Þá voru 13 nunnur búnar að koma sér fyrir í klaustrinu og sú tala hefur haldið sér síðan. Þó rúmar klaustrið 21 nunnu ef vel er raðað. Nunnurnar eru enn 13, aðeins 1 af þeim 6 Vikan 23. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.