Vikan


Vikan - 07.06.1979, Qupperneq 14

Vikan - 07.06.1979, Qupperneq 14
Útdráttur: Sumarið Þýð: Hrafnhildur Valdimarsdóttir Framhaldssaga eftir Söruh Patterson sem var Kate er ekki enn orðin sautján ára, og foreldrar hennar, prestshjónin, vilja gjarna hlífa henni við að kynnast hörmungum stríðsins sem geisar af hörku. En það reynist þcim um megn. í grennd við prestssetrið í Norfolk er bækistöð breska flughersins, og dag nokkurn hittir Kate Johnny Stewart, sem er skytta i flughernum. Með þeim tekst vinátta, sem þó cr ekki þrautalaus, því Kate gengur illa að skilja Johnny. Hún er aðeins saklaus, góð stúlka í vernduðu umhverfi, en rcynsla hans í ótal árásar- ferðum hefur gert hann mörgum árum eldri. Skyndilega hættir Johnny að koma í heimsókn, og Kate er örvingluð og hjálparvana. Vinur Johnnys, Riehie, reynir að auka skilning hennar á starfi þeirra. „Ég býst við þvi." Hann yppti öxluni. „Hvað sem þvi líður, komdu þér inn- fyrir.” Hann ýtti á eftir mér upp i vélina. „Áfram með þig og gættu að jrér að meiða þig ekki." Þegar ég kom inn barst að vitum mér undarleg lykt og ég spurði hvað það væri. Hann gretti sig. „Það er svona lykt í öllunt Lancaster vélunum, það er sam- bland af málningu, lyfjum, málmi, olíu og súrefni. Það er ekki gott fyrir þá sem hafa viðkvæman maga.” Ég fálmaði mig áfram í myrkrinu fram i klefa siglingamannsins og síðan í flugstjórnarklefann. Til að komast fram í nefið, þar sem sprengjumiðarinn hafði aðsetur, varð ég að klöngrast undir aðstoðarflugmanns- sætið. Mér leist ekki vel á mig þar niðri, þó hlýtur útsýnið að hafa verið stórkost- legt á flugi. „Af öryggisástæðum er ætlast til að þeir séu ekki hér við flugtak og lendingu, en flestir gera það samt. Það cr ekki svo þægilegt að komast hingað frani með fallhlifina spennta á sig." Ég settist í flugstjórnarsætið og virti fyrir mér mælaborðið sem samanstóðaf alls konar skifum sem ég botnaði ekkert i. Hann reyndi að skýra fyrir mér, hvaða tilgangi þær þjónuðu og síðan héldum við aftur í. Þar var Elsan skápur og loks stélturninn sem gægðist út á milli væng- barðanna. „Þeir segja að þetta sé einmanaleg- asti staðurinn i vélinni. Gakktu inn og fáðu (rér sæti. Þú getur lokað dyrunum, ef þú vilt endilega fá að vita hvernig er að vera þarna." Það var hæðnishreimur i röddinni. Ég svaraði ekki en fór inn og lokaði dyrunum vandlega á eftir mér. Það var undarleg tilfinning að sitja þarna og horfa á gólfið fyrir neðan sig. Ég sá ekki vel út. Glugginn var rispaður og regnið streymdi niður hann. Ég snerti vélbyssumar gætilega. Ég var dauð- hrædd um að ég myndi hleypa af. „Þegar þú ert komin þarna inn ertu lokuð frá umhverfinu nema einhver líti til þín.” Ég heyrði ógreinilega í Richie. Ég sat þarna góða stund og reyndi að gera mér í hugarlund hvernig það væri að vera i háloftunum og sjá flugvél koma fljúgandi beint á sig, hvernig það væri að vera hér aleinn um niðdimma nótt. Þögnin var óbærileg.. Þetta var örugglega einmanalegasti staðurinn á jarðríki. Ég opnaði dyrnar. Richie sat á hækj- um sér og reykti, þótt [tað væri harð- bannað, eins og ég komst að síðar. „Það getur orðið mjög kalt hérna — jafnvel — 40°C, jtegar lokan er tekin frá. Það er því mikil hætta á kali. Johnny er í upp- hituðum búningi, en stundum bilar hita- kerfið og þá verða hendurnar ómöguleg- ar.” „En hvers vegna er lokan tekin frá?" „Þaðsést illa í gegnum hana. Margar skyttur hafa látið lifið vegna jtess að þær sáu ekki óvinavél sem nálgaðist, héldu að það væri rispa á rúðunni.” „En Johnny hlýtur að vera mjög góður fyrst hann hefur komist af svona lengi,” sagði ég. „Við byssurnar?" hann kinkaði kolli. „Það finnst enginn betri. Fyrst fór hann á flugmannsnámskeið og flaug sóló, en það átti ekki við hann. Þá buðu þeir honum að fara á siglingamannsnám- skeið í átján mánuði eða skyttu í átta til tíu vikur. Og Johnny valdi að ana beint í opinn dauðann.” „Hvemig fékk hann flugorðuna?" spurði ég. „Það skal ég segja jrér. Ég skrifaði skýrsluna. Við vorum í tuttugustu og sjöundu árásinni okkar. Að næturlagi, auðvitað. Það var í Ludvigshaven. í sex og hálfa klukkustund. Það gekk illa frá byrjun. Við vorum á eftir áætlun sökum veðurs og urðum fyrir skoti á bakborða. ME 109 vél réðst á okkur einhvers staðar yfir Hollandi. Johnny var ófær um að skjóta vegna þess að hitinn hafði farið af, en hann gat gefið mér merki um yfirvofandi hættu. Strákurinn veitti okkureftirför." „Og Johnny?” „Hann fékk einhvern undramátt, þrátt fyrir kalið á báðum höndum. Honum tókst að skjóta vélina niður." Ég þreifaði á byssunni og ímyndaði mér hvernig það væri að vera magnlaus af kulda. „Ég hélt að þar með værum við sloppnir en yfir miðjum Norðursjónum kom allt i einu ein Fw 190 og skaut á okkur." „Hvað skeði?” 14 Vikan 23. tbl,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.