Vikan


Vikan - 07.06.1979, Side 19

Vikan - 07.06.1979, Side 19
kúlnahríðina dynja á jörðinni og flugvél- unum sem stóðu á vellinum. Það greip um sig hræðileg angist. Fólkið hljóp í allar áttir. Ég sá hvergi móður mína. Ég missti bakkann og stóð alveg stjörf þar til einhver tók í höndina á mér og öskraði: ..Niður með þig, niður með þig, bjáninn þinn.” Það var hrifsað harkalega i mig svo að ég datt og rankaði við mér við hliðina á Anne-Marie Perrier. Önnur svarta vélin flaug yfir með mikilli kúlnahrið og ég reyndi að standa á fætur til þess að hlaupa í skjól við trukk. Hún dró mig niður. „Nei, við erum öruggari á bersvæði.” Það var enn meiri skothrið, en loksins hurfu vélarnar á braut. Eftir þvi sem ég komst að siðar var þetta vandlega skipu- lögð skyndiárás. Vélamar lögðu upp frá Hollandi og eltu Lancastervélarnar á heimleið og biðu með að ráðast á þær þar til þær voru lentar. Það var ráðist á ellefu bækistöðvar við Norfolk og Lincolnshire á sama hátt þennan hræðilega morgun. , Siðan varð þögn. Ekkert heyrðist nema brakið i eldinum og slökkviliðið og brunabilarnir fóru aftur af stað. Allt i kringum mig lá fólk, ruglað og máttvana eftir öll lætin. Árásin tók áreiðanlega ekki meira en þrjár eða fjórar minútur. Alls staðar var reykur og einhvers staðar var hrópað. Vindhviða blés reyknum af brennandi trukki. Það var maður inni í honum. Ég kom auga á andlit hans á glugganum, þar sem hann var að reyna að opna dyrnar. Anne-Marie stökk á fætur og hljóp af stað. Hún reyndi af öllum kröftum að opna dyrnar. Á sömu stundu heyrði ég vélarhljóð og önnur óvinavélin flaug lágt yfir. Einhver varð að hjálpa henni. en allir lágu kyrrir þar sem kúlnahriðin steyptist niður. Trukkurinn stóð i björtu báli. Ég held ég hafi aldrei nokkurn tima orðið jafn hrædd, en samt hljóp ég af stað i áttina til hennar. Þýska vélin var hinum megin við bílinn, svo nálægt að ég sá mennina tvo í flugstjórnarklefanum. Þá var gripið í mig. „1 guðanna bænum, leggstu niður." Það var Johnny og Richie hljóp á undan honum. Anne-Marie var búin að opna dyrnar, datt aftur fyrir sig og dró ökumanninn með sér i fallinu. Richie rak hana í burtu og þegar Johnny kom tóku þeir manninn upp og hlupu á brott. Anne-Marie hljóp einnig af stað og greip í höndina á mér og rak á eftir mér. Flugvélin hvarf á braut. Andartaki siðar sprakk bensíntankur bílsins. Þeir lögðu bílstjórann á bekk í kaffi- vagninum og Richie þaut af stað til að ná í sjúkrabíl. Ég leit örvæntingarfull i kringum mig. Ég kom hvergi auga á móður mína og ruddist i gegnum þvög- una til að leita að henni. Alls staðar var reykur og logar i fel- um. Flugvélaflökin lágu um allt, eitt flugvélaskýlið var gjörónýtt — ryki þak- in hrúga. Og yfir öllu saman lá reykur. Mér varð illt af rammri reykjarstybb- unni, alls staðar voru menn, deyjandi, særðir og ruglaðir. Þeir horfðu á rúst- irnar eins og þeir tryðu ekki sínum eigin augum. Slökkviliðsmennirnir voru byrjaðir að vinna aftur og sjúkrabilarnir komnir á ferð. Ég fór aftur að kaffivagninum og fann móður mina samstundis. Hún var svört í framan og hafði skurð á enninu. Hún faðmaði mig og þrýsti mér að sér. „Hvað með pabba?” spurði ég. „Það er allt í lagi með hann. Hann hafði miklar áhyggjur af þér en varð að fara uppásjúkrahús." Hliðardyrnar opnuðust og Johnny kom út. Hann var enn í flugbúningnum, hann var svartur af reyknum og augun voru tryllingsleg. Hann greip um hand- leggina á mér. „Bjáni getur þú verið.” Ég ýtti honum frá mér, enn rugluð. Ég var þreytt. Allt of þreytt til að rifast. Mig langaði aðeins til að leggjast niður. Ég greip um hurðarhúninn á vagninum. Johnny dró mig til baka. „Ekki fara þarna inn.” „Hvers vegna ekki?” sagði ég. „Vörubílstjórinn er dáinn.” Það var merkilegt hvað Upton Magna komst fljótt i samt lag aftur. Eftir fáeina daga voru komnar nýjar Lancastervélar i stað þeirra sem voru of skemmdar til að það borgaði sig að gera við þær og lyftarar og jarðýtur unnu kraftaverk á flugbrautunum. Morgunninn eftir hörmunganóttina var erfiður. Faðir minn kom mjög þreyttur heim frá hersjúkrahúsinu, þar sem hann hafði verið alla nóttina að hugga hina særðu og deyjandi. Hann leit mjög illa út, fölur og kinnfiskasoginn. Þetta var líklega i eina skiptið sem mér fannst hann jafnellilegur og aldurinn sagði til um. Ég og móðir mín vorum frammi í eld- húsi. Hann kyssti hana lauslega, en ég tók eftir því að þau héldust lengi í hendur. Siðan sneri hann sér að mér og breiddi út faðminn. Eftir góða stund sagði hann: „Ekki meira, góða mín.” Ég leit framan i hann. „Áttu við að þú viljir ekki að ég hjálpi lengur til i kaffi- vagninum?” „Einmitt.” „Hvað um mömmu? Þú vilt líklega ekki heldur að hún sé þar.” Hann andvarpaði þunglega. „Það er ekki nema hálfur mánuður þangað til þú verður sautján ára, Kathie. Ég myndi gjarnan vilja að þú lifðir það.” „Er þetta spurning um aldur? Er allt í lagi að mamma fari en ekki ég?” Hann virtist hálf undrandi. Þá sagði móðir mín rólega: „Hún hefur rétt fyrir sér, George. Við stöndum öll saman.” Framhald í nœsta blaði. Enskir fótboltaskór WINIT Malarskór Grasskór m/skrúfuflum tökkum Otrúlegt verð Grasskór m/skrúfuðum tökkum Júpiter stœrðir 34-38 kr. 5.950. Comet stœrðir 36-42 kr. 6.980. Wolf stœrðir 39-44 kr. 9.500 EINNIG: Æfingaskór Æfingagallar Æfingapeysur Æfingabolir Æfingabuxur. ’nsTuno Er sportvöruverzlur AUSTURVERI Háaleitisbraut 68 Simi 8 42-40 Næg bílastæði Póstsendum 23. tbl. Vlkan 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.