Vikan


Vikan - 07.06.1979, Qupperneq 20

Vikan - 07.06.1979, Qupperneq 20
Margaret Trudeau Forsætisráðherrafrúin sem varð þreytt Margaret Trudeau hefur mikið verið í fréttum undanfarið vegna endurminninga sinna sem hún hefur þegar skrifað þó ekki sé hún enn nema þrítug. Hér á eftir fer útdráttur úr viðtaii sem franska blaðakonan Magda Palacci-Bleier átti við hana ekki alls fyrir iöngu. Þar ræða þessar tvær konur saman eins og konum einum er lagið um eftirsjá, iðrun og vonir Margaretar Trudeau. — Margaret Trudeau, hvers vegna varst þú að skrifa þessar endurminningar þínar? — Fólk var sífellt að dæma mig, fólk sem var ekki fært um það, einfaldlega vegna þess að það þekkti mig ekki. Ég var búin að fá nóg af óréttmætri gagn- rýni, og stundum hreinum móðgunum. Þannig að ég ákvað að segja sannleikann um sjálfa mig í eitt skipti fyrir öll. Það tók mig 8 mánuði að skrifa þessa bók og ég býst við að hafa um 1 milljón $ upp úr krafsinu. Það þýðir með öðrum orðum að ég verð loks fjárhagslega sjálfstæð og þarf ekki lengur að vera upp á karlmenn eða fjölskyldu mína komin með þá hluti. Ég hef þegar heyrt að margar konur sjái sjálfa sig í þeim lýsingum sem ég dreg upp í bókinni. Þær hafa margar þurft að ganga í gegnum það sama og ég — þessa hræsni, mismunun, og skylduna að sitja heima og gæta bús og barna. Við erum allar ásakaðar um eigingirni ef okkur dettur í hug að leita okkur frama utan heimilisins. — Var ekki erfitt að skilja við Pierre og börnin? — Nei! Það útheimti miklu meira hugrekki að halda hjóna- bandinu gangandi áfram heldur en að fara. Annars hafði ég allt sem á að gera eina manneskju hamingjusama: Börnin mín, þjóna á hverjum fingri, ferðalög eins og mig lysti en ég hefði ekki getað haldið áfram degi lengur en ég gerði. Hlutverk eiginkonu stjórnmálamanns eins og forsætisráðherra Kanada er mjög takmarkað. Maður átti að vera falleg, fullkomin í útliti og haga sér óaðfinnanlega — það var allt sem ætlast var til af manni. — Þú segir að þú hafir átt að haga þér óaðfinnanlega, en hvers vegna varst þú þá til dæmis að syngja ástarsöng\>a í kvöldverðarboði sem frú Perez, forsetafrú í Venesúela, hélt þér... ? — Það er rétt, ég söng ástar- söngva í þessu ágæta kvöld- verðarboði, og svo mætti ég eitt sinn i allt of stuttum kjól í Hvíta húsið. En hvað um það, varla eru þetta glæpir! Gætir þú hugsað þér að snúa aftur til Pierre og byrja upp á nýtt? — Nei, aldrei. Til þess erum við of ólík, og svo er aldursmun- urinn þungur á metunum. Pierre er hinn dæmigerði menntamaður, vísindalega þenkjandi og í litlum tengslum við hversdagsleikann. Hug- myndir hans og öll gildi eiga sér litla samsvörun í því daglega lífi sem við venjulegt fólk lifum. Ég hafði það aldrei á tilfinning- unni að ég væri jafningi hans — svo hátt upp komst ég aldrei. Hann var stundum alveg for- viða ef ég þekkti ekki nafn ein- hvers tónskálds og hvað þá ef hann komst að því að ég hafði ekki lesið einhverjar sígildar franskar bókmenntir. Þá var hann vanur að segja: „Hvar endar þetta eiginlega með þig, Magga mín?” Pierre var einnig yfirskipulagður í öllu daglegu lífi. Eftir hverja máltíð varð hann að slappa af í 45 mín. til þess að meltingin gengi fullkom- lega fyrir sig, fyrr var ekki hægt að hefja neinar samræður. Hann kom alltaf heim klukkan 18.45 til að fá sér 17 mín. sund-' sprett í lauginni okkar. Ég er andstæða hans í þessum efnum, mig þyrstir í ævintýri af og til, og þá óvænt og óskipulögð ævintýri. Sambúð okkar var því ekki möguleg. Frá því að við skildum höfum við sést reglu- lega, og ég fer til Ottawa í hverjum mánuði og dvel í tvær vikur hjá börnum okkar. Ég á ekkert hús í Ottawa þannig að ég dvel í bústað forsætis- ráðherrans á meðan ég er þar. Ég vil taka það fram að við Pierre sofum sitt i hvoru her- berginu þegar þannig stendur á. — Þú segir að þið Pierre hafið alltaf átt lítið sameiginlegt og LINGUAPHONE tungumálanámskeió henta allri fjölskyldunni LINGUAPHONE tungumálanámskeið eru viðurkennd sem auðveldasta og ódýrasta leiðin til tungumálanáms LINGUAPHONE fæst bæði á hljómplötum og kassettum Við veitum fúslega allar upplýsingar og póstsendum hvert á land sem er Hljódfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96 - Sími 13656 rb 20 ViKan 23. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.