Vikan


Vikan - 07.06.1979, Page 22

Vikan - 07.06.1979, Page 22
Pierre og Margaret ó meðan allt lék i lyndi. fórna mér á sama hátt fyrir Pierre, og ég mætti ekki vera eigingjörn. Alía lést síðar í þyrlu- slysi. Þegar ég frétti það brast eitthvað innra með mér og ég ákvað að fórna mér ekki lengur á þennan hátt. Fram að því hafði ég trúað að ég gæti komið einhverju til leiðar með því að standa við hlið manns míns. En stjórnmálin eru of umfangs- mikil, almenningsálitið of sterkt og fjölmiðlarnir of ákafir þannig að ég sá ekki að ég gæti breytt nokkru í sambandi við alla þá hræsni og ranglæti sem ríkir í heiminum. — Hélstu virkilega að þú gætir fengið einhverju fram- gengt á stjórnmálasviðinu með því einu að vera gift stjórnmála- manni? — Eiginkonur stjórn- málamanna bregðast misjafn- lega við slöðu sinni. Sjáið t.d. Betty Ford og Joan Kennedy sem völdu þá leið að sökkva sér í áfengi til að þrauka. Ég tek marijuana fram yfir (það er alla vega hollara en vodka). Þetta svar vekur líklega eitt hneykslið í viðbót. (Hlær). — Hvernig tók maðurinn þinn því að þú skyldir vera að reykja marijuana? — Mjög illa. Alltaf þegar hann bauð mér góða nótt þá leit hann fast I augun á mér til að sjá hvort ég hefði verið að reykja. Pierre hafði andstyggð á ntarijuana, hann reyndi það aldrei og mun aldrei koma til með að gera það — til þess er hann of gamall. Marijuana veitir mér ró og gerir mig ánægða á meðan það varir. — Þú sagðir fyrir nokkrum mánuðum að Pierre hefði gefið þér glóðarauga. Kom slíkt oft fyrir? — Já, hann sló mig þegar ég kont heim eftir að hafa dvalið á sama hóteli og Rolling Stones, og það leiddi til þess að ég fékk heljarmikið glóðarauga. Hann sagði að ég hefði svert mannorð hans og ég gleymi seint blikinu sem var i augum hans þegar hann sló mig. Daginn eftir neyddi hann mig til að fylgja sér á ballettsýningu, en ég var ófús og sagði honum að allir myndu sjá að ég hefði verið slegin. En þá svaraði hann einfaldlega: — Þá getur fólk séð að ég er sannur karlmaður. Það var aldrei neina iðrun eða eftirsjá að finna hjá Pierre. — / dag ert þú eins og blóm I eggi. Ert þú ástfangin á ný? — Nú geri ég játningu sem ég hef ekki gert áður! Ég er ást- fangin af manni sem ég hitti fyrir nokkrum mánuðum. Ég get ekki sagt hvað hann heitir en hann er frá S-Ameríku, fæst við bílaviðskipti og er á svipuðu reki og ég. Ég held að nú hafi mér tekist að finna manninn sem skilur mig og getur tekið mér eins og ég er. Ég hef í huga að halda áfram að vinna fyrir mér sjálf þannig að ég verði ekki upp á aðra komin því ég vil fyrir alla muni vera sjálfstæð. Ég skil ekki konur sem geta niðurlægt sig með því að biðja eiginmenn sína sífellt um peninga. Ég fer ekki fram á neitt frá Pierre — enda hefur hann aldrei verið rausnar- Ennaukin þjónusta! u Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Húsnæði: Húsaleigusamningar. Smáauglýsingaþjónustan. BIAÐIB Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiösla Þverholti 11, sími 27022 22 Vikan 23. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.