Vikan


Vikan - 07.06.1979, Síða 24

Vikan - 07.06.1979, Síða 24
Vikan prófar léttu vínin 23. grein: Ýmis rósavín Ekki mælt meö neinu rósavíni Ósköp er gott aö vera kominn á leiðar- enda i gæðaprófun Vikunnar á léttum vínum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Margt sæmilegt og sumt jafnvel gott hefur flotið með, en hæst gnæfa þó dapurlegar minningar um léleg, vond og ódrykkjarhæf vín. 1 síðustu Viku var sagt frá portú- gölsku rósavínunum, sem eru 11 að tölu í Ríkinu. Nú er röðin komin að hinum rósa.vínunum, sem eru aðeins fjögur, tvö frönsk, eitt italskt og eitt frá Kýpur. Sagt þýskt, en er franskt Það má hafa til sanninda um fáfræði ráðamanna Ríkisins, að þeir halda því fram á verðskrá, aðeitt þessara rósavína sé þýskt og heiti Rosé d’Anjou. 1 rauninni er það franskt og heitir Rosé du Val de Loire. Og það væri líka franskt, þótt það héti Rosé d’Anjou. ROSÉ DU VAL DE LOIRE, CUVÉE REVE D’OR, af árgangi 1977 frá Fischer, er upprunnið frá Touraine svæðinu miðja vega við ána Loire. Á þessum slóðum er ræktað mikið af rósa- víni, sumu vel frambærilegu. Þetta er líka skásta rósavínið í Ríkinu, þótt það fái ekki nema sex í einkunn eins og þrjú önnur rósavin. Þetta reyndist gullinbrúnt vín án loft- bóla, fremur ilmdauft og fremur sætt. Heildarmyndin var sú, að þetta væri einkar hlutlaust og persónusnautt vin, án áberandi galla. En það var mun minna í það variðen i rauðvínin og hvít- vínin, sem fengið hafa sjö í einkunn i gæðaprófun Vikunnar. Þess vegna verða sex að duga. Verðið er 2.300 krónur. Rauðvín eða rósavín? Næst í röðinni og betra en portú- gölsku rósavínin tvö, sem fengu sex í einkunn, er DOMAINE DE MONT- FORT, án árgangs, frá Henri Maire, upprunnið i Arbois-héraði í Júrafjöll- um. Einkunnin var sex og verðið er 2.500 krónur. Arbois-vín eru yfirleitt talin best Júra- vína. En það er matsatriði, hvort telja á þau til rauðvína eða rósavína. Og vínið í Ríkinu er ekki undantekning á því. Það var hreinlega rautt á lit, ilmaði dauflega eins og rauðvín og var á bragðið eins og rauðvín. Nokkru síðra með fimm í einkunn var ROSATO DI BOLGHERl, af árgangi 1977 frá Antinori á Chianti-svæði ltalíu. Það var ljósrautt, með smáum bólum, daufum ilm og of súru bragði. Verðið er 1.800 krónur. „Semi-dry” þýðir „sætt”! Lestina i þessum flokki rak svo PINK LADY, án árgangs frá fyrirtækinu Ethko á Kýpur. Það fékk líka fimm í einkunn og verðið er 1.700 krónur. Liturinn var gulbrúnn, loftbólur voru engar, í lyktinni vottaði fyrir olíu og bragðið var mjög sætt. Það er raunar segin saga, að standi „semi dry” á vínflösku, þá er innihaldið sætt. Að meðaltali voru þessi fjögur vín heldur skárri en portúgölsku rósavínin. Ekkert þeirra náði þó þeirri einkunn, að Vikan geti mælt með því eins og hún hefur mælt með tólf hvítvínum og fjórtán rauðvínum. Þessi vínþráður verður kannski tekinn upp einhvern tíma seinna. 1 næstu Viku verður kvæðinu vent í kross og byrjað að segja frá nokkrum þýskum borgum, dýrum og ódýrum hótelum þeirra, dýrum og ódýrum veitingahúsum, en um leið eingöngu góðum hótelum og veitingahúsum. 1 fyrstu greininni verður sagt frá ttótélum og veitingahúsum í höfuðborg- inni Bonn. Jónas Kristjánsson Síðasta plata Charles Mingusar í formála bókar sinnar, Beneath The Underdog, lýsir Charles Mingus sjálfum sér sem manneskju samansettri úr þremur persónuleikum sem eigi stöðugt í innbyrðis baráttu. Mingus eitt, tvö og þrjú. Þessi persónuklofningur setur einnig sinn svip á nafn síðustu plötunnar hans, Me Myself And Eye, sem var tekin upp um það bil ári fyrir dauða hans, en hann var þá kominn í hjólastól. Meginþráður plötunnar er hug- takið ást og Guð sem sameiningartákn og Mingus valdi henni þetta nafn til að undirstrika lífsspeki þá sem kemur fram í tónlistinni. Hann notar þarna stóra hljómsveit (24-25 hljómlistarmenn) og er þetta eitt af fáum skiptum að Mingus vinnur með svo fjöl- mennri hljómsveit. Á þessari plötu spilar Mingus ekki sjálfur á bassa og tónlistin er skrifuð eftir honum af trompetistanum Jack Walrath. Annaðhvort söng Mingus hana fyrir hann eða spilaði hana á píanó. En hann gekk sjálfur endanlega frá plötunni og á stöku stað má heyra rödd hans blanda sér í kórinn. Þessi plata er mjög athyglis- verð, þó að sumar af fyrri plötum Mingusar hafi kannski gefið betra dæmi um hina miklu sköpunargleði þessa frábæra tónlistarmanns. Wayne County sem náð hefur miklum vinsældum í Englandi og heimalandi sínu, Ameríku, ?r töluvert frábrugðinn þeim rokkstjörnum, sem við eigum að venjast. Hann er kynskiptingur (transvestít) og hegðun hans á sviðinu heldur óvenjuleg. Hann á það til að henda hundamat í áhorfendur eða sprauta á þá með vatnsbyssu, sem er í laginu eins og kynfæri karlmanns. — Ég hef alltaf verið frá- brugðin(n) öðru fólki, segir Wayne. — Þegar ég var barn lék ég Faraó, Sesar og Kleópötru í stað þess að vera í kúreka- eða indíánaleik eins og hinir krakk- arnir. í mínum augum er það eðlilegt að vera smáklikkaður. Hann hóf feril sinn sem skemmtikraftur, en nú eru plöturnar hans einnig byrjaðar að seljast, þó að lagið hans „Fuck off’ hafi verið bannað í öllum útvarpsstöðvum og jafn- vel í mörgum plötuverslunum. 24 Vikan 23. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.