Vikan


Vikan - 07.06.1979, Qupperneq 34

Vikan - 07.06.1979, Qupperneq 34
Um bola, bilada snúru og ball Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig þrjá drauma. Draumur 1: Mig dreymdi, að það var stór kvíguhópur úti á stóru túni, sem var afgirt á þrjá vegu, en stór skurður á einn veginn. 1 þessum kvígu- hópi var gríðarlega stórt naut. Ég var beðin um að ná í kvígurnar, og gerði ég það. Kom þá bolinn á móti mér og var allvígalegur. Ég komst einhvern veginn á bak við eina kvíguna og tókst þannig að skýla mér fyrir bola. Þegar færi gafst, hljóp ég að girðingunni og var komin hálfa leið yfir hana, þegar boli kom ragnandi og bölvandi, en ég slapp með naumindum. Draumur 2: Ég var stödd í eldhús- inu heima. Ég bað bróður minn að laga einhverja snúru (á lampa), mér fannst hún vera öll í bútum, en leiddi þó þannig að það kom smátýra á peruna. Éannst mér snúran öll vera einhvern veginn tjösluð saman með límbandi. Þegar ég kom inn í eldhúsið, var bróðir minn að tala við einhvern (ég held, að það hafi verið mamma) og hann sagði: Mikið er harðfiskurinn orðinn dýr. Hann er jafndýr og áfengið. En við þessi orð vaknaði ég. Draumur 3: Ég var á balli í samkomuhúsi hér í sýslunni. Mér fannst alveg ógeðslega leiðinlegt á þessu balli. Þar var enginn, sem ég þekkti, og ég var alltaf að gá að kærastanum, en fann hann ekki, hvernig sem ég leitaði. Fór ég þá að leita að bróður mínum, sem átti að vera þarna, en fann hann ekki heldur. Svo var farið heim í blindhríð, og voru þá að koma stœrðar skafar á veginn. Um morguninn, þegar ég vaknaði, spurði ég bróður minn, hvar hann hefði verið. Hann sagðist hafa verið hjá kærastanum mínum. Þá spurði ég hann, af hverju þeir hefðu ekki komið á ballið, og hann sagði: Við ætluðum, en áttuðum okkur ekki á, hvað klukk- an var orðin margt, fyrr en hún var orðin tvö, og þá fórum við á ballið. En þá voru allir farnir, og löggan var bara að keyra af stað. Draumurinn varð ekki lengri. Það skal tekið fram, að bróðir minn er sjómaður, 3 árum eldri en ég og náinn vinur kærasta míns. Kær kveðja. XXXXX = 5X Mig dreymdi Fyrsti draumurinn er varla nægilega greinilegur, en þó má segja, að hann sé ekki líklegur til að vera fyrirboði mikilla vandræða. Oft eru naut fyrirboði heimsóknar valdamanna og fer þá erindi þeirra eftir hegðun nautanna. Miðað við endi draumsins ættir þú ekki að óttast málalok í því efni. Annar draumurinn er líklega fyrir smáatvikum í heimilislífinu, en þar má búast við peningaleysi og öðrum erfiðleikum um tíma. Þriðji draumurinn er þér líka fyrir erfiðleikum sem þú munt þó yfirstiga af eigin rammleik. Þær drukknuðu allar í slýi Kæri draumráðandi. Ég vona, að þú ráðir þennan draum fyrir mig, sem mig dreymdi síðastliðna nótt. Ég á ægilega bágt með að lýsa þessum draumi, en ætla samt að reyna. Mig dreymdi 6 eða 7 íslenskar söngkonur, þar á meðal Ragnhildi Gísladóttur og Ellen Kristjánsdóttur, ásamt 4 eða 5 öðrum sem voru víst nýlega orðnar þekktar. Ég man, að 2 voru ofsalega líkar ABBA-stúlkunum. Hinar þekkti ég ekki, en ég man, að ein minnti mig á Þuríði Sigurðar- dóttur. Ég man ekki, hvað þær hétu, en mundi það í draumnum. Þær ætluðu allar að fara að synda og fóru að læk. Frá læknum var bugða inn í vatn, og stúlkurnar syntu þangað hver á eftir annarri nema Ellen K. Hún fór löngu seinna. Þegar hún var komin þangað, var þarna ekkert nema ógeðs- legt slý. Ellen átti bágt með að halda sér á floti. Hún sökk alltaf dýpra og dýpra. Það höfðu líka hinar stúlkurnar gert. Þœr drukknuðu allar í slýi. Löggan og allt sjúkraliðið var komið á slysstaðinn. Ég man, að ég stóð og horfði niður í slýið, og þá kom Ellen K upp og sagði: Tosið hinar upp, þær eru ofan í, ég sá þær. Síðan sökk hún aftur. Hún var dáin, þegar hún sagði þetta. Ég man, að ég reyndi ásamt fleirum að ná þeim upp úr, en án árangurs. Ég man líka, að einn maður sýndi okkur plakat af þeim látnu. Á því voru nokkrir karlmenn. Ég spurði: Dóu þeir líka? Maðurinn kinkaði kolli. Ég fór heim, og þar beið mín póstur, þar á meðal pakki. Ég kíkti aðeins í hann og sýndist ég sjá nokkra upptak- ara með fánum á. Ég fór heim til vinkonu minnar, en mig minnir, að við höfum ekkert minnst á dauðu stúlk- urnar. Við vorum samt báðar sorg- mœddar. Ég fór aftur á slysstaðinn og sá, að Ragnhildur kom ögn upp. Ég horfði stíft á hana, og mér brá heldur meira en lítið, er ég vaknaði við að heyra sjálfa Ragnhildi syngja: Tíminn er að líða, ég má aðeins bíða, í laginu Eina ósk með Björgvini Halldórssyni. Ég vona, að þú ráðir þennan draum fyrir mig. Með kærri þökk. Andrea Þessi draumur virðist ekki boða neitt tengt þessum ákveðnu söngkonum, heldur vera þér aðvörun um að gæta betur að athöfnum þínum. Sérstaklega skaltu gæta þess að fara varlega í öllum samskiptum við fólk tengt poppheim- inum, því það gæti reynst þér skeinu- hætt, og reyna að skerpa eigin dómgreind. Öll dýrkun ákveðinna manngerða veldur þér vandræðum, því þú ert alls ekki nægilega sterk til að standast ýmislegt, sem þvi getur fylgt. 34 Vikan 23. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.