Vikan


Vikan - 07.06.1979, Síða 35

Vikan - 07.06.1979, Síða 35
Fimm mínútiir með ^ WILLY BREINHOLST HARMLEIKUR í MURMANSK Munið þið eftir ensk- rússneska leiðangrinum sem fór í loftbelg til norðurpólsins 1899? Þetta var hinn svonefndi Finkelton-leiðangur. Jæja, svo þið munið ekki eftir honum. Þarna sjáið þið hvernig mikil afrek falla í gleymsku og dá. Ég hef ekki gleymt honum. Ég man þetta meira að segja alveg eins og það hefði gerst i gær. Ég er Finkelton, Alexander Finkelton, stjórnandi leið- angursins og sá eini sem eftir lifir af leiðangursmönnum. Það er að segja, Ruskisnovski er lika á lifi. En ég vissi það ekki fyrr en ég stóð allt í einu augliti til auglitis við hann í vínveitingastofu í Murmansk. Hann rak fúlskeggjað fésið beint framan í mig og stakk byssu á ntilli rifja mér. Langar ykkur til að heyra söguna? Jæja, við ætluðum að fljúga frá Spitsbergen yfir Franz •lósefsland til norðurpólsins. Loftbelgurinn var framleiddur hr gljábornu, kínversku silki og að utan þakinn ítölsku hamp- neti. Dráttarlínurnar voru 800 metrar á lengd og allt vigtaði betta 750 kiló. Nú hafið þið fengið allar mikilvægustu uPplýsingarnar, svo við getum Hgt af stað. í Murmansk fékk ég sem leið- sögumann heimskautaveiði- manninn Ivan Ruskisnovski, sem þekkti þarna alla staðhætti. Hann óð ekki í vitinu, en var hinn mesti kraftakarl. Við gengum um borð að m°rgni hins 13. september 1899. i Ég gaf skipun um að skera á Hndfestar. Síðan hífðum við trossurnar 'nn, belgurinn hófst á loft og sigldi tignarlega i norðurátt. 17. SePtember tók hann skyndilega að tapa hæð og 18. september Köstuðum við siðustu kjöl- festunni mitt i íshafið. Samt hélt helgurinn áfram að lækka sig og i°ks náði sjórinn inn í körfuna. Hm hádegi stóðum við í sjó og krapa upp í mitti, selir, sæljón og hvalir glefsuðu græðgislega til okkar. — Þetta er vonlaust, sagði ég. ~~ Eftir hálftíma nær sjórinn okkur í höku og þá er úti um okkur. Ég fiskaði blautan eldspýtu- stokk upp úr vasanum, tók tvær eldspýtur og braut aðra þeirra í tvennt. Svo faldi ég þær í hnef- anum, eina stutta og eina langa, og rétti hnefann að Ruskisnovski. — Dragðu, sagði ég. — Það er sú langa, sagði hann. Nú dró ég sjálfur. — Það er sú stutta, sagði ég. — Um hvað erum við að draga, spurði hann. — Við erum að draga um hvor okkar eigi að hoppa út í sjóinn til selanna. Þá nær belgurinn nógu mikilli hæð til að komast til Franz Jósefslands með annan okkar. Sá sem dró löngu eldspýtuna hefur tapað. Ruskisnovski horfði áhyggju- fullur á eldspýtuna sína. — Þá hef ég... — Já, sagði ég alvarlegur í bragði. — Þú hefur tapað. Hann tók þessu eins og sönnu karlmenni sæmir, þrýsti hönd mína, sveiflaði sér yfir brúnina á körfunni og hvarf í hafið. — Gæfan fylgi þér, kallaði ég á eftir honum. Mér til mikillar ánægju hækkaði loftbelgurinn sig um 200 metra. Nýlega sat ég svo á þessari vínveitingastofu i Murmansk með drykk í hönd þegar stór, skuggalegur og svartskeggjaður maður í bjarnarfeldi kom skyndilega inn úr dyrunum, hristi af sér snjóinn og rak byssu á milli rifja mér. — Manstu eftir mér, sagði hann. — Ruskisnovski, sagði ég. — Þér hefur þá tekist að bjarga þér. — Já, sagði hann þunglega. — Mig rak í land á Hvítu eyju. Þar dvaldist ég í mörg og einmanaleg ár, uns mér tókst að komast hingað. Ég hef hugsað mikið um þetta bragð þitt með eldspýturnar. — Hérna, sagði ég tauga- óstyrkur. — Fáðu þér glas. Ég ýtti vodkaglasi til hans. — Værir þú því mótfallinn að sýna mér þetta bragð þitt aftur, spurði hann og þrýsti byssunni betur á milli rifja mér. Ég tók tvær eldspýtur, braut aðra í tvennt og faldi þær í hnefanum, eina langa og eina stutta, og rétti síðan hnefann að Ruskisnovski. — Dragðu. Hann dró ... — Það er sú stutta, sagði hann. Ég dró hina. — Það er sú langa, sagði ég. — Um hvað erum við að draga, spurði hann. — Við erum að draga um hvor okkar eigi að borga vodkað, sagði ég. — Sá sem dró þá stuttu hefur unnið. Hann horfði með athygli á hálfu eldspýtuna sína. — Og það þýðir.. — Já, sagði ég. — Þú hefur unnið. Hann brosti svo andlitið ljómaði og þrýsti hönd mína innilega. — Þú ert þá enginn svindlari, sagði hann og tæmdi vodka- glasið. Á minn kostnað. 23. tbl. Vlkan 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.