Vikan


Vikan - 07.06.1979, Síða 38

Vikan - 07.06.1979, Síða 38
Eykur blóðrásina og örvar tíðir, séu þær tregar. Fennel er það mild jurt, að fennelte er líka óhætt börnum. ROSE HIP t gamla daga voru katalón- ískar mæður vanar að búa til sultu úr þessari jurt og gefa hana börnum sínum gegn ormasýki. Sem betur fer tilheyrir ormasýki liðinni tíð í hinum siðmenntaða heimi, en enn hefur jurt þessi fullt gildi gegn öðrum kvillum. Hún verkar blóðhreinsandi, er mjög styrkjandi og eykur mótstöðuafl líkamans gegn smit- andi sjúkdómum, eins og t.d. inflúensu, þar sem hún er mjög auðug af C-vítamíni. Hún er mjög gott ráð við blæðandi gómum og losar um iðraslím, þannig að hún er einnig notuð gegn niðurgangi. Ráðlegt er að drekka einn bolla af rósatei eftir hádegismat og kvöldmat. CHAMOMILE Gott ráð við meltingar- truflunum, vindgangi og svefn- leysi. Dregur úr verkjum, sem fylgja inflúensu, mígrenu fyrir tíðir, krampa og gigtarverkjum. Te þetta skal drekka fyrir máltíðir. MALVA Til forna var malva ræktuð sem garðplanta og lækningar- máttur hennar mjög rómaður. Pythagoras og lærisveinar hans álitu að hún héldi ástríðum í skefjum og hreinsaði bæði anda og maga. Cicero minnist á hana í einu af bréfum sinum og telur sig hafa hlotið algjöra innan- hreinsun með því að borða stöppu af mölvu og rófum. Horace og Martial sögðu hana auka gáfnafarið og örva menn til dyggða. Nú á tímum er hún talin gott ráð gegn kvillum í öndunar- færum, maga, þvagfærum, við hósta, bronkitis, astma og hægðatregðu. Að lokum má geta hér um hina frægu djöflakló, en það er rótartegund, sem kemur til okkar alla leið frá Afríku. Hún er talin frábært ráð við öllum tegundum gigtar, lifrar- nýrna- og blöðrusjúkdóma, maga- og þarmakvillum og hrörnunarsjúkdómum, þar sem hún mýkir slagæðarnar. íslenskt grasamjöl er og talið eyða blóðfitu og því heppilegt kransæðasjúklingum. Við spurðum Guðmund Oddsson hjartasérfræðing álits á íslensku grasamjöli sem lyfi. Hann taldi ekki vísindalega sannað og afar hæpið að það eyddi blóðfitu, en benti hins vegar á að grasafæði lækkaði yfirleitt kólestrólinnihald blóðsins. FEGRUNARLYFIÐ RÓSMARÍN Enginn veit lengur gjörla uppskriftina að hinu fræga „vatni drottningar Ungverja- lands”. Það eina, sem við vitum með vissu er, að aðaluppistaðan var rósmarín. Drottningin fékk þessa uppskrift á 14. öld eftir mjög svo dularfullum leiðum. Ýmsar útgáfur eru til af þeirri sögu, en þetta er sú elsta: „Þessi uppskrift fannst í borginni Buda í Ungverjalandi á tímum hennar hátignar, Donnu ísabellu, drottningar Ungverja- lands: Ég, Donna ísabella, drottning Ungverjalands, 72 ára gömul, fótfúin og þjáð af liðagigt hef í heilt ár notað eftirfarandi upp- skrift, sem var gefin mér af einsetumanni, er ég hafði aldrei augum litið. Afleiðingarnar urðu þær, að ég hef endurheimt heilsu mína, krafta og fegurð að auki, sem leiddi til þess að konungur Póllands bað um hönd mína. Ég hafnaði bónorðinu vegna ástar minnar á Jesú Kristi, þar sem ég trúi því að uppskrift þessi sé frá engli komin: Takið 950 grömm af vínanda, eimuðum fjórum sinnum (hreinn vínandi) og 660 grömm af rósmarín. Setjið þetta í ílát með þéttum korktappa, og látið siðan standa í 50 klukkustundir. Síðan er eimingu haldið áfram í íláti með heitu vatni. Drekkið eitt staup (4 grömm) af þessu að morgni til einu sinni í viku með einhverjum öðrum vökva eða mat. Þvoið andlitið úr þessu á hverjum morgni og nuddið stirða limi með því.” Rósmarín var þó löngu þekkt jurt fyrir daga ísabellu. Róm- verjar litu á hana sem helga jurt, er færði þeim lifandi hamingju og hinum dauðu frið. Þess vegna báru þeir sveiga af rósmarín við hátíðleg tækifæri, sérstaklega brúðkaup, og lögðu hana gjarnan á grafir. Þeir notuðu hana líka sem reykelsi við trúar- athafnir. Seinna tengdu kristnir menn jurtina við heilaga Mariu. Hún er sögð hafa hvílst undir rósmarínrunna á flóttanum til Egyptalands og þurrkað reifar Jesúbarnsins á greinum hans. Síðan segir þjóðsagan, að blómið hafi tekið á sig lit himinsins og springi út í dymbilviku. Þaðan kemur einnig sú trú, að fólk sem úði heimili sitt rósmarínilmi, njóti sérstakrar verndar. En rósmarín hefur ekki síður verið notuð sem matar- krydd og lyfjajurt. Hún er álitin auka blóðrásina og notadrjúg í baráttunni við ýmiss konar hrörnunarsjúkdóma, og í sárasmyrsl. Ef fólki finnst uppskriftin hennar ísabellu nokkuð flókin til eftirbreytni er hér önnur einfaldari: Leggið rósmarínblóm í bleyti í vínanda í glerkrukku, og gætið þess að lokið sé vel þétt. Látið krukkuna standa í sól í að minnsta kosti mánuð og hristið hana oft. Síið síðan vökvann gegnum finofinn klút. Annars fæst bæði rósmarín- baðvatn og rósmarínsjampó keypt í Náttúrulækningafélags- búðunum. Samantekt: JÞ 38 Vikan 23. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.