Vikan


Vikan - 07.06.1979, Page 40

Vikan - 07.06.1979, Page 40
ÁKVÆMLEGA klukkan sjö óku Wheeler hjónin upp heimkeyrsluna að Mackenzie- húsinu. Þeim var boðið þangað klukkan hálf sjö, og þá komu þau auðvitað klukkan hálf sjö. Almátt- ugur, hugsaði Jim Wheeler. Það hafði gert skúr, rök mölin dempaði hljóðið frá hjólbörðunum. Framan við húsið, sem var í gömlum nýlendustíl — vafningsjurtirnar þöktu framhliðina — stóð fólksbíll. — Það hefur aldrei skeð áður að Nóra og Arch byðu fólki með okkur, sagði Elín Wheeler. Það er alls ekki víst að þau hafi gert það. Þetta er kannski einhver sem þeim hefur ekki tekist að losna við. — Eða sendill frá apótekinu með meðul eða eitthvað slíkt. Elín geispaöi. Hún mátti ekki gleyma þvi að vera hluttekningarfull. Nóru Mackenzie leið víst ekki sem best upp á síðkastið. — Heyrðu, þetta er hún ungfrú Cullen, sagði Elín því nú sáu þau hvar ungfrú Cullen stóð í opnum dyrunum og fátaði eitthvað með skjalamöppu. — Ljóta herfan, sagði Jim. — Uss, bara svolitið ófríð, sagði Elín. — Arch kemst ekki af án hennar, hún sér bókstaflega um allan rekstur fyrir- tækisins. Myndugleikinn leyndi sér ekki þar sem ungfrú Cullen stóð nú og lagaði pappírana sína, áður en hún kom þeim fyrir í skjalatöskunni. — Hún er ekki illa vaxin, sagði Elin i viðurkenningartón. — En þvílíkt greppitrýni. Hún er hökulaus. — Ó, halló, ungfrú Cullen. Það er hætt að rigna. Birtan í forstofunni var skerandi. Elín og Jim kipruðu saman augun. — Er ekki allt gott að frétta, ungfrú Cullen? — Ég hefi ekki yfir neinu aö kvarta, herra Wheeler, svaraði ungfrú Cullen stuttlega. Hún renndi upp rennilásnum. Brjóstin stóðu lítil og stinn út í regn- kápuna. En hún var vissulega hökulaus. Fyrrmátti nú vera. LÍN Wheeler lagaði hárið framan viö spegilinn. Hún var nýkomin úr hár- greiðslu og gekk illa að fá hárið til að falla eðlilega á ný. — Jæja, góða nótt, sagði ungfrú Cullen. Þegar hún brosti sáu þau rétt sem snöggvast glampa á gullfyllingu. Bara lítið, varla meira en eina eða tvær fyllingar. Hún varð strax alvarleg aftur og sleikti varirnar aðeins, eins og hún hefði veriö að sjúga bragðgóðan mola. Ungfrú Cullen gekk út og lokaði hurðinni hægt en ákveðið á eftir sér. — Þetta var ungfrú Cullen, sagði Nóra Mackenzie. Hún kom ofan stigann til að taka á móti þeim. — Hún er einka- ritari Archs. — Hann kæmist ekki af án hennar, bætti hún við, rétt eins og þau vissu það ekki. ögn líkt Nóru. Elín botnaði ekkert i því hvernig vinskapur þeirra Nóru haföi enst öll þessi ár. — Hún er nú ekki beint falleg, sagði Jim. Nóra hnyklaði brýnnar, henni gast 40 Vikan 23. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.