Vikan


Vikan - 07.06.1979, Síða 43

Vikan - 07.06.1979, Síða 43
Hún var óskaplega skjálfhent. Brakið og brestirnir voru enn verri núna. — Arch verður brjálaður... Hún slökkti á þessum skelfilega grip, og það var vissulega lofsvert framtak. Eitt andartak datt Elínu i hug að Nóra ætlaði að fela snælduna undir kjólnum. En svo setti hún hana á eitt af þessum óþörfu borðum. — Það gæti verið eitthvað að sjálfu tækinu, sagði Jim. upp þegar ég fór til mömmu. Hann fór einn nokkrar helgar. Nóra hefði sennilega fallið í trans ef Arch hefði ekki snögglega staðið þarna í dyrunum. Blóðið draup úr hendi hans. — Helvísk peran sprakk þegar ég ætlaði að skrúfa hana úr, sagði hann. — Ó, ástin mín! Hjartað mitt! hrópaði Nóra. Wheeler hjónin störðu heilluð á upp- þotið. Blóðið lak niður á ljóst gólfteppið. — Aumingja gamli Arch. Það blæðir Maríuerlur í tunglsljósi — Nei, nei, sagði Nóra. — Það er snældan. Ég er viss um það. Ég neyðist til að spila eitthvað annað fyrir ykkur. — Ég botna ekkert í þvi hvernig þér hefur tekist að læra á þetta, Nóra, sagði Elín og brosti. — Ef áhuginn er nægur þá tekst það, sagði Nóra. Hún laut einbeitt yfir tækið á borðinu. — Ef þú vilt eitthvað þá tekst það. Hún lagði aðra snældu á. — Við erum svo hrifin af fuglunum. Og sunnudagsferðunum út í skóg. ANDIÐ var nú aftur komið í gang. Nóra reis snögglega upp, eins og henni hefði verið gert illt við. Tveir eða þrír tónar, háir og skærir, bárust gegnum brestina og brakið á bandinu. — Þetta hefi ég ekki heyrt áður, sagði hún. Svo hlustaði hún brosandi og af athygli til að heyra hvaða fugl þetta væri. — Maríuerla, sagði hún. — Arch hlýtur að hafa tekið þetta úr þér eins og gris, sagði Jim og hló hjartanlega. — Við neyðumst til að hlýöa á mariu- erluna alein. Það var líka ágætt. Þau gátu slakað á um stund. Elín fór úr skónum. Þeir særðu hana. Þarna heyrðist aftur í maríuerlunni. — Ég held að ég gangi af göflunum, sagði Jim. — Heyrðu nú bara i þessum helvítis fugli. ALLT i einu heyrðist hlátur. Á snældunni. Jim og Elín risu upp í sætunum. Þau stein- þögðu. „Þrir fjórðu úr flöskunni!” Brak, brestir. „Arch Mackenzie, þú ert meiri karlinn!” Og aftur hljómaði klingjandi hlátur. — Þetta er það svæsnasta .... sagði Jim. — En . . . þetta er ungfrú Cullen, sagði Elín. „Úff, það er alltof hart undir hér,” hélt snældan áfram. „Auk þess erum við í leit að maríuerlum.” Það var aldeilis að ungfrú Cullen gat hlegið. „Mariuerlur i tunglsljósi, þvílíkt.” Og enn var tíst og hlegið. Það var erfitt að heyra hvað Arch sagði. Brestir, brak, sagði snældan. „Nei, hættu nú, það má ekki hneppa þessa hnappa frá. Hættu, Arch! ARCH! Þú rífurfötin mín!” Þetta miskunnarlausa tæki fékk öll yfirráð í stofunni. Þarna sátu Wheeler hjónin agndofa. Elínu datt Harry Edwards i hug og það sem skeði bak við gerðið eitt sinn. Hún minntist þess að til að byrja með hafði henni ekki verið vel við það. Allt i einu var gáskinn horfinn úr rödd ungfrú Cullen. Segulbandið spýtti hljóðum eins og færiband. Bara að þau vissu hvernig ætti að slökkva á bölvuðu tækinu. Jim Wheeler starði niður í gólfið. Ótal smáatvik komu upp í hugann og nöguðu samviskuna. T.d. konan sem hann hafði hitt á járnbrautarhótelinu eitt sinn og Elín vissi ekkert um. „Þetta er nú gott og blessað,” sagði ungfrú Cullen á snældunni, „en nú verðum við að haga okkur skynsamlega. Ertu viss um að rata til bílsins?” Brak, brestir, murr. En svo heyrðist í blessaðri maríuerlunni á nýjan leik. — Þau hafa kannski gleymt að segul- bandið var í gangi? JÆJA, nú er Arch búinn að fá plástur, sagði Nóra og kom að framan. — Hann er rólegri. Ég gat talið hann á að fá sér koníaksglas. — Þá líður honum sjálfsagt strax betur, sagði Jim. En Nóra var að hlusta á maríuerluna. Hún var alveg hugfangin. Hún var stödd úti í skógi. Hlýddi á fuglasöng, kliðandi eins og foss. — Það jafnast ekkert á við fuglasöng, ekkert er eins hreint og skært og fugla- söngur, sagði hún dáleidd. — Nema Schubert, bætti hún við. Hún var feimin og sæl yfir að detta i hug að segja þetta. Elín og Jim sátu orðlaus. Og Nóra hvarf aftur út í tunglskins- bjartan skóginn. Hún hugsaði um að alltaf hefði hún verið einmana, meira að segja með Arch. En hún var þakklát fyrir einmanaleikann. — 0, þarna ertu, sagði Nóra. Það var Arch. Hann stóð og teygði fram særðu höndina, stirðlega. Hann var eins og fangi fyrir herrétti. — Ég missti af maríuerlunni, sagði Nóra. — Þú verður að spila snælduna fyrir mig einhvern daginn, við tækifæri. Og þá verðum viðaðeinbeita okkur. Það var eins og Elín og Jim væru ekki nálæg. Segulbandið stoppaði. Arch tautaði að nú væri gott að fá sér í glas. Jim sagði að það væri Ijómandi hugmynd. — Frábær, alveg tilvalið, sagði Elín. Endir Við vorum að fá ferðavinning fyrir tvo til Costa Brava! að kynnast þeim á skipinu, þá vœri þetta allt miklu auðveldara núna. 23. tbl. Vikan 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.