Vikan


Vikan - 07.06.1979, Síða 45

Vikan - 07.06.1979, Síða 45
Abermorventnáman var sú stærsta á svæðinu, hafði faðir þinn tekið á leigu lítinn námukofa í nágrenninu. Við vorum óumræðilega hamingjusöm saman. Hann var alltaf svo tillitssamur, skapgóður, örlátur. Og hann dansaði dásamlega....” Nancy lokaði augunum, niðursokkin í minningarnar. Það varð löng þögn áður en Luke tók til máls. „Ég sá föður minn aldrei þannig. Það er eins og þú sért að tala um einhvern annan.” Hún leit spyrjandi á hann og rödd hennar varð allt í einu ellileg. „Við breytumst öll með árunum. Og nú er heil ævi síðan þetta gerðist. En þó virðist það svo nálægt. Þú minnir mig líka mikið á föður þinn.” Luke var lágmæltur. „Faðir minn, og maðurinn þinn? Þekktust þeir?” „Já. Þeir unnu saman í námunum. Þeir voru vinir. Ég held aldrei, að þeir hafi verið ósammála, nema vegna mín.” Hún hló gleðilausum hlátri. „Þetta hlýtur að hljóma sjálfumglatt. 1 þá daga var ég kærulaus og fjörug stúlka, sem hafði gaman af slíku. En faðir þinn var sá eini, sem skipti máli.” „Jæja, svo að föður þínum leið illa? Það undrar mig ekki!" Orð Gareth Jenkins voru þrungin fyrirlitningu. „Mér hefði einnig liðið illa, ef ég hefði haft það sama á samviskunni." „Maðurinn þinn, Geraint?” „Já. Hann eltist líka við mig, og ég gaf honurn stundum undir fótinn til að stríða föður þínum. Hann var stór og sterkur, en þó svo blíður og viðkvæm- ur....” LuKE horfði á Nancy. Hún var þögul og tárin runnu niður kinnarnar. „Mér þykir leiðinlegt að koma þér úr jafnvægi, en ...” „Það er allt í lagi,” hún tók fram i fyr- ir honum. „Ég skal segja þér frá föður þínum. Þú átt rétt á því.” Hún studdi sig þreytulega við girðinguna. „Það var einkennilegt, en bæði í ástum og starfi hafði faðir þinn alltaf aðeins betur en Geraint. Þeir voru þó alltaf vinir, þó þeir kepptu hvor við annan. En Enoch hafði betra starf. Hann var eftirlitsmaður i námunni.” „Eftirlitsmaður?” Þýö : Steinunn Helgadóttir 5. HLUTI „Já. Hann var sá námumannanna, sem gæta átti öryggis þeirra. Það var ábyrgðarmikið starf. Það þurfti hugrekki til. Sem eftirlitsmaður átti faðir þinn að fara fyrstur niður. Hann fór einn til að gæta að hættum. Gasið var það versta. Baneitrað og eldfimt. Allavega er það banvænt. Og það getur sprungið á einu augnabliki. Aðalstarf eftirlitsmannsins var að sjá til þess, að ekkert gas væri þar sem mennirnir voru að vinna. Einn morguninn áttu þeir að byrja við nýja æð. Faðir þinn hefði átt að fara fyrstur niður og kanna hana.” „Hvað gerðist?” spurði Luke spenntur. Augu hennar voru full ótta og efa. „Var ekki nóg fyrir þig að lesa blaða- greinina?” Rödd Lukes var ákveðin og biðjandi. „Þar stóð ekkert um föður minn.” Hún kyngdi. „Faðir þinn trassaði skoðunina í þetta eina skipti. Göngin höfðu ekki verið athuguð. Gas hafði lekið inn í þau. Einn námumannanna rak exina i vegginn og neistarnir ollu sprengingu. Fjórir menn voru að vinna á svæðinu, þegar göngin féllu saman vegna sprengingarinnar. Þrír þeirra létust samstundis. Sá fjórði, Gareth Jenkins. . . Hann var ekki kominn eins langt niður. En hann heyrði sprenging- una, og auðvitað flýtti hann sér til að athuga, hvort hann gæti hjálpað til. Hann var einn þarna, þar til hann kom auga á föður þinn...” Rödd hennar brast, en síðan hélt hún áfram. „Það var niðadimmt, og rykið þyrlaðist upp, en hann vissi, að það var faðir þinn. Eftirlitsmaðurinn var með sérstakan rauðan hjálm. Hann hrópaði á föður þinn til hjálpar, en hann hreyfði sig ekki. Þá hrundu göngin aftur og Gareth Jenkins varð undir. Faðir þinn snerist á hæli og hljóp...” Tárin streymdu nú niður kinnar hennar. „Fyrirgefðu. . . þetta var eina leiðin til að segja þér þetta...” Luke hristi höfuðið. „Það er allt í lagi. .. ég varð að fá að vita... þú hefðir ekki getað sagt þetta á annan hátt. En hvers vegna gerði faðir minn ekki skyldu sína þennan dag? Hann hlýtur að hafa haft íbyrgðartilfinningu, skyldurækni...” Nancy yppti öxlum og forðaðist að torfast i augu við hann. 23. tbl. Vikan 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.