Vikan


Vikan - 07.06.1979, Síða 63

Vikan - 07.06.1979, Síða 63
Kynnast öðrum þjóðum Halló Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér bréf áður og ég vona að þetta bréf lendi ekki í þessari frægu og margnefndu Helgu. Mér finnst Vikan gott blað og við allra hæf, bæði ungra og aldinna. Jæja, þá er best að koma sér að efninu. Þannig er mál með vexti að mig langar til að fá vinnu, passa eða eitthvað svoleiðis, einhvers staðar erlendis, t.d. í Evrópu. Það er oft verið að auglýsa í blöðunum eitthvað slíkt, en ég hef aldrei rekist á neitt við mitt hæf. Getur þú nokkuð bent mér á eitthvað, t.d. blöð erlendis sem ég get skrifað til. Eða veistu um eitthvert blað hérna heima sem auglýsir svona. Ég vona innilega að þú getir hjálpað mér því mig langar til að kynnast erlendum þjóðum öðruvísi en sem ferða- maður. Jæja, þá er best að segja bæ bæ með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Blondie Þú getur skrifað erlendum blöðum og beðið um aðstoð, birtingu auglýsingar eða eitthvað slikt. Líklega væri þó árangursríkara fyrir þig að hafa samband við sendiráð þeirra landa sem þú hefur mestan áhuga á að kynnast og þar færðu örugglega hina bestu fyrirgreiðslu. Bækur um kynlíf Háttvirti Póstur! Ég þakka þér fyrir að birta bréfin sem ég hef skrifað þér á undanförnum árum, ogfyrir- fram þakkir fœrðu ef þú birtir þetta. Að vísu er ég mjög ást- fangin (og hef verið það undanfarin ár meira að segja allan tímann af þeim sama), en ég sturtaði því „ástarævintýri” niður um klósettið með hálf- vitalegri framkomu á síðasta fylliríi. En ég ætla ekki að biðja þig að redda því. Ertu annars klósettkafari? Eg á nóg af öðrum vandamálum sem þú og ég getum glímt við. Það, sem ég valdi handa þér, er eitt af þeim stærstu. Þannig er mál með vexti að ég veit enn ósköp lítið um kynlíf og þó að mamma hafi margoft sagt að ég œtti endilega að spyrja hana um allt sem mig langar að vita um þessi mál, þá á ég óskap- lega erfitt með að tala um kynlíf við hana og alla yfirleitt. Og ekki hefur verið minnst einu orðiáþennan „sóðaskap" í skólanum. En það, sem ég ætla að biðja þig að gera, er að benda mér á einhverjar góðar bækur um þessi efni. Jæja, að næstsíðustu langar mig að biðja þig að segja mér hvað þú lesl úr skriffinnskunni. Þú þarft ekki að segja mér hvað ég er gömul, þú gerðir það í síðasta bréfi, þó þér virðist ekki bera saman við kirkjubækur og þjóðskrá. Inga K. Pósturinn hefur haft hin fjöl- breyttustu stöðuheiti, en klósett- kafari er varla í þeim hópi. Annars er þetta svolítið tvíeggj- að með að sturta niður ævintýrinu. Hvernig fórstu eiginlega að því? Varla hefur það verið mótaðilinn sem þú sendir þá leiðina. Og hvernig væri að i láta fylliri lönd og leið. Það verður víst aldrei of oft sagt að misnotkun áfengis er með því neikvæðasta sem komið getur fyrir á unglingsárunum. Það er samt ekki þar með sagt að Pósturinn sé á móti vínnotkun, síður en svo. En á það þarf að læra eins og svo margt annað, eða hver sest í fyrsta sinn á ævinni undir stýri og ekur svo eftirlitslaust um allan bæ? Bækur um kynlíf getur þú fengið á öllum bókasöfnum og í flestum bókaverslunum. Einnig er mjög góð kynfræðsludeild á Heilsuverndarstöðinni, þar sem þú getur fengið bæði bækur og alls konar bæklinga um þetta efni. Þetta er ekki fyrsta og örugglega ekki síðasta bréfið sem Póstinum berst um þetta efni og Ijóst er að skólarnir hafa illilega brugðist í þessu efni. Úr skriftinni má lesa forvitni, fljótfærni og lífsgleði og mikið er leiðinlegt að Póstinum skuli ekki bera saman við kirkjubækur og þjóðskrá. Við því er bara eitt úr- ræði. Næst þegar þú vilt vita hvað þú ert gömul skaltu ekki spyrja Póstinn heldur hringja beint í Hagstofuna. Mánaðarlega 132 síður af fjölbreyttu lesefni fyrir alla fjölskylduna. 1584 síður á ári - Já, ÚRVAL er bók í blaðformi. 23. tbl. Vikan 63

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.