Vikan


Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 5

Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 5
væntanleg á markaðinn um næstu jól á vegum Almenna bókafélagsins. — Vertu velkomin, segir hún þýðlega og á góðri íslensku, þegar blaðamaður Vikunnar hringir til hennar og biður um viðtal. Hún tekur á móti okkur sem kær- komnum gestum. Hún yfirgaf ísland fyrir tæpum 40 árum. Á dapurlegan hátt. Samt þykir henni vænt um land og þjóð. Hún hefur engu gleymt — ekki heldur Gunnlaugi. — Ég hóf nám við Listaakademíuna 1927, 18 ára gömul, segir hún. — Ári síðar kynntist ég Gunnlaugi Scheving. Hann hafði orðið að hverfa frá námi um tíma vegná fjárskorts. Fór heim til að vinna. — Hann var alltaf kallaður Islendingur- inn, við áttum svo erfitt með að bera íslensku nöfnin fram. Hann var laglegur, en ákaflega hlédrægur og ómannblendinn. Ég var nú ekkert sérlega félagslega sinnuð heldur. Ég hafði aðeins gengið í stúlkna- skóla þangað til ég fór á Akademíuna og var ákaflega barnaleg. — í teiknitímunum þurfti ég að festa stóra pappírsörk á ramma og mér tókst það ósköp óhönduglega. Gunnlaugur, sem var einstaklega hjálpsamur, kom mér til bjargar. Eftir það tókum við tal saman og fór vel á með okkur. Trúlofunartilkynning í Magasin du Nord — 16. apríl komu belgísku konungs- hjónin í opinbera heimsókn til Kaupmannahafnar. Við Gunnlaugur fylgdumst með dýrðinni ofan af efstu hæð Akademíunnar. Skyndilega dró hann mig að sér og kyssti mig. Ég var eins og ég sagði áðan ákaflega barnaleg og áleit þar með að við værum trúlofuð. Ég spurði hvort ég mætti ekki segja foreldrum mínum frá því og hann játti því. Ég bauð honum heim næsta sunnudag. Faðir minn, Helge Linck rithöfundur, hafði kvænst aftur eftir lát móður minnar. Stjúpa mín leyfði okkur bömunum aldrei að bjóða vinum okkar heim. Ég átti því þarna í tvöföldum vandræðum, bæði að segja frá trúlofuninni og heimboðinu. — Ég notaði tækifærið til að segja þeim þetta í Magasin du Nord þegar þau fóru með mér þangað að velja á mig kápu. Það reyndist rétt hjá mér að taka þau þannig með áhlaupi. Þau voru allt of undrandi til að hreyfa nokkrum mótbárum. Enda féll þeim ákaflega vel við Gunnlaug þegar þau hittu hann. — Á þessum tíma voru þeir listmálararn- ir Sveinn Þórarinsson og Jón Engilberts líka við nám þarna. Sveinn var afar kátur og skemmtilegur félagi. Jóni kynntist ég lítið sem ekkert, en hann var þá þegar trú- lofaður danskri stúlku. Hann var svo mikið glæsimenni að við héldum fyrst að hann væri Ameríkani. Með stór hornspangar- gleraugu og töfrandi tannburstabros eins og kvikmyndaleikari. Eftir að ég trúlofast Gunnlaugi hugsa ég lítið um það að ég þyrfti að flytja til íslands, þó að það hlyti að koma að því. Við vorum ung og ástfangin og höfðum engar áhyggjur af framtíðinni. Árið 1932 legg ég svo af stað til íslands með Lagarfossi. Gunnlaugur var farinn á undan mér til að undirbúa komu mína. Við ætluðum að setjast að í heimabæ hans, Seyðisfirði. Ég var hræðilega sjóveik alla leiðina. Eftir langa og þjáningarmikla siglingu lagði skipið loks að landi á Seyðisfirði, umkringd- um háum fjöllum með snæviþakta tinda þó komið væri fram í júlí. Ég skalf í þunnu sumarfötunum mínum. En Gunnlaugur beið mín á bryggjunni og mikið voru litirnir tærir og fallegir. Salernisaðstaða í fjósinu — og koppar liggja ekki á lausu — Við höfðum fengið leigt í útjaðri þorpsins hjá fiskimanni sem hét Guðfinn-' 26. tbl. Vikan 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.