Vikan


Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 47
PÍLAGRÍMSFERÐ TIL FORTÍÐARINNAR Luke snarstansaöi. Gryfjan var litið meira en ilöng hola í jörðina, u.þ.b. sex feta djúp. Enn eitt tré féll með miklu braki einhvers staðar nálægt. Neistarnir flugu allt I kringum hann. En Luke tók varla eftir þvi. Hann neri aum augu sín og starði niður i gryfjuna. Á botninum lá Gareth Jenkins hreyfingarlaus. Óhugnanlega hreyfingarlaus... Rhiannon var einmitt að yfirgefa bæinn ásamt hinum, þegar hún frétti um Gareth Jenkins. „Ég fer upp, mamma,” sagði hún á- kveðin. Nancy hikaði ekki. „Ég kem með þér!” Þær hröðuðu sér i áttina til mannanna, sem enn unnu að greftrinum. Þær fengu fréttirnar frá Haydn Hopkins. „Hafa þeir fundið Gareth Jenkins?” hrópaði Rhiannon. „Nei,” svaraði Haydn beisklega. „Við höfum misst alla von um að finna hann. Og Luke Owen.” Haydn leit í augu hennar. „Hann er þarna líka.” Rhiannon greip andann á lofti. „Þá verðum við að fara að leita að þeim!” Einn karlmannanna greip strax um axlir hennar. „Þú ferð ekki þarna inn, góða min. Við ætlum ekki að hætta fleiri mannslífum!” „En hann er að leita að Gareth Jenkins. Ég veit það! Við getum ekki bara staðið hér aðgerðalaus!” „Aðgerðalaus!” Yfirmaðurinn benti á mennina í kringum þau. „Þessir menn eru að niðurlotum komnir við að reyna að bjarga eigum ykkar!” „Þiö hafið gert allt sem þið getið hér!” sagöi Rhiannon þrjóskulega. „Logarnir komast ekki yfir moldarvegginn og gryfjuna. En nú eru tveir menn i lifs- hættu. Þeir skipta meira máli en bærinn!” Yfirmaðurinn hikaði. Mennirnir höfðu hætt að grafa og biðu spenntir eftir svari. Hann leit á þreytuleg andlit þeirra. „Hún hefur rétt fyrir sér,” sagði Haydn Hopkins. „Við getum ekki gert meira hér. En okkur gæti kannski tekist að finna Gareth Jenkins — og Luke Owen.” Yfirmaðurinn virtist enn hika en færði sig þó til hliðar. Rhiannon sneri sér strax að Haydn. „Hvar sástu Luke siðast?” Það er best að við hefjum leitina þar!” Orðalaust héldu þau af stað, og hinir fylgdu allir á eftir. Norðurskógurinn var eins og geysistór eldsúla, þar sem hann bar við himininn. Þegar mennirnir bentu í þá átt sem Luke hafði haldið, byrjaði hjarta Rhiannon að slá hraðar. Hún hélt aftur af tárunum og starði inn i skóginn, en móðir hennar þrýsti handlegg hennar. Mennirnir leituðu hratt en vonleysis- lega. „0, mamma.” Rhiannon grét. „Hvers vegna kom hann hingað! Hann hefði ekki þurft....” Einn mannanna kallaði eitthvað upp. Hin hröðuðu sér til hans. Rhiannon sá ekkert óvenjulegt í fyrstu. En þegar hún hafði troðist í gegnum mannþröngina, sá hún Luke Owen koma reikandi með Gareth Jenkins á bakinu. Hann var óhugnan- lega veikiulegur útlits. Andlit hans var svart og föt hans rifin og brunnin. Um leið og Rhiannon hljóp til hjálpar, féll Luke niður og Gareth Jenkins ofan á hann. Hún teygði fram handleggina og hjálpsamar hendur hjálpuðu henni að draga þá á öruggan stað. „Luke!” Hún lagði handleggina um háls hans. Hann svaraði ekki, en tókst þó að opna augun áður en hann missti meðvitund. F RÁ glugganum á bæjarsjúkra- húsinu sá Luke að fjöllin voru jafnblá og nokkru sinni fyrr. Það var sólarlag. Hann mundi ekki mikið af því sem gerst hafði frá því hann var fluttur á sjúkra- húsið eftir martröðina í skógareldinum. Hann gat séð það sem eftir var af Norðurskóginum. Hann virtist svartur, og j>að rauk enn úr öskunni. Eldurinn hafði dáið út af sjálfu sér, og Rhydewel bænum var borgið. Hann lokaði augunum, en minning- arnar eltu hann enn. Hann var illa haldinn og marinn, hendur hans og fætur voru vafin umbúðum og andlit hans þakið skrámum. En Gareth Jenkins var úr allri hættu. Luke hafði ekki séð hann eftir að þeir komu á sjúkrahúsið, en hjúkrunarfólkið hafði fullvissað hann um að Gareth myndi halda lífi. Stöðugur straumur gesta hafði verið allan daginn. Rhiannon var þar allt kvöldið, og hún hafði verið bæði föl og þreytuleg, þegar hjúkrunarfólkinu hafði loksins tekist að telja hana á að fara heim og hvílast. Frú Watkins kom og stuttu siðar hópur manna frá Abermor- vent ásamt Morlais Jenkins og Will Prothero. Mennirnir sögðu ekki margt, en nærvera jteirra hafði verið Luke nóg. Haydn Hopkins kom einsamall. Hann hafði einnig verið fáorður, en jrau fáu orð sem hann sagði höfðu snert Luke djúpt. „Fyrirgefðu Luke...." sagði hann klaufalega. „Ég hafði rangt fyrir mér. Og ég skammast mín.” Það hafði ekki verið auðvelt að koma með þessa afsökunarbeiðni, og Luke rétti honum glaður reifaða höndina. Siðastur kom Jack Morgan með koníaksflösku. Því sem næst allir virtust hafa heimsótt hann — nema Nancy Nation. Hann var enn að hugsa um það, þegar einhver bankaði. Luke gat ekki leynt undrun sinni, þeg- ar Gareth Jenkins birtist, I hjólastól sjúkrahússins. Gareth tók eftir undrun Lukes. „Hafðu ekki áhyggjur af mér, hr. Owen,” sagði hann hressilega. „Ég hef þaðfínt.” Hann kom hjólastólnum fyrir við hliðina á rúmi Lukes með titrandi höndunum. „Ég á þér líf mitt að launa. Þakka þér fyrir.” Luke reyndi að mótmæla. „Þú bjargaðir þér best sjálfur, þegar þér tókst að skriða niður i gryfjuna.” Gareth hristi höfuðið.„Nei, hr. Owen. Það er ég, sem á sök á skógareldinum. Og þú varst næstum búinn að greiða fyrir kæruleysi mitt með lífi þínu.” „Kveiktir þú í skóginum?” „Já. Ég reykti pípuna mina. Ég var fremur hugsandi og utan við mig og fleygði frá mér eldspýtunum, þegar ég kveikti í pípunni. Ein þeirra hefur sennilega verið logandi. Ég var staddur þarna til að finna við í stafina mina. Yfirleitt gerir einhver annar það fyrir mig, en...” Hann þagnaði. „Það skiptir alla vega ekki máli lengur. En það er eitt, sem ég vil aö þú vitir. Það sem skeði með föður þinn er gleymt — grafið. Þakka þér enn einu sinni fyrir, og — ég er viss um að faðir þinn hefði verið stoltur af þér.” Það kom kökkur í hálsinn á Luke og hann kom ekki upp orði. Hann varð því þakklátur þegar unga glaðlega hjúkrunarkonan kom inn og skammaði Gareth góðlátlega. Hún ók honum út úr stofunni án þess að hann hreyfði nokkrum mótmælum. Stuttu seinna stóð hjúkrunarkonan aftur við rúm Lukes. „Hr. Jenkins bað mig um að færa þér þetta, hr. Owen. Einhver sótti þetta heim til hans, og hann vill að þú fáir hann.” Luke tók við mjúklega útskornum göngustafnum með báðum höndum. Þetta var stafurinn, sem hann hafði dáðst mest að á verkstæðinu. Stafurinn meðerninum.... FuKE útskrifaðist af sjúkrahúsinu kvöldið eftir. Gareth Jenkins átti að vera jrar einn sólarhring i viðbót til öryggis. Eftir að Luke hafði kvatt hann, ók Rhiannon honum heim að Rhydewel. Luke tók eftir því, að hún leit stundum allt að þvi taugaóstyrk á hann. Hún reyndi þó að spjalla við hann i léttum tón. „Nú ert þú virkilega vel metinn hér í Aberntorvent. Þér hlýtur að líöa töluvert betur nú en þegar þú komst fyrst.” Hann svaraöi henni ekki. „Luke, hvaðer að?” Hann leit beint i augu hennar þegar hann svaraði. „Hvað með móður þina. Kann hún vel að rneta mig? Er ekki best aðég fari beint heim til ekkjunnar?” Rhiannon starði á veginn fyrir framan þau, ákveðin á svip. „Ég er búin að sækja farangurinn þinn.” „Hvað? Hvað segir móðir þín við því?” Það leið nokkur stund áður en hún svaraði, og hún var greinilega taugaó- styrk. „Luke, ég veit, að ég hef veriö að afsaka það við þig, að mamma skyldi ekki hafa komið í heimsókn til þín á sjúkrahúsið. En ef satt skal segja...” Hún herpti saman varirnar. „Látum mömmu segja þér það. Á sinn hátl!” Nancy var ein, þegar þau komu að bænum. Hún tók kurteislega á móti 26. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.