Vikan


Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 50
Hver talaði? Eins og okkur er öllum kunnugt er þaösameiginlegt einkenni allrar harðstjórnar aö banna mönnum að hugsa og skrifa meö öörum hætti en samræmist full- komlega skoðunum valdsmanna. Þetta beinist aö sjálfsögðu fyrst og fremst gegn þeim sem eru lifandi og hafa með orðum sínum áhrif á hugsanir samtíðar- manna sinna. Þarf ekki að lýsa fyrir Islendingum hvernig komið er fram gagnvart slíku fólki í harð- stjórnarríkjum og það engu siður þótt þau vilji kenna sig við lýðræði. Slíkir menn eru gerðir óvirkir með ýmsum hætti. Ef þeir eru ekki beinlínis drepnir og þá fyrir lognar sakir, þá eru þeir fangelsaðir og neitað að hafa samband við fólk utan fangelsa sinna, auk þess sem þetta fólk verður iðulega fyrir pyndingum sem hafa þann tilgang að neyða það til þess að breyta skoðunum sínum og afneita opinberlega sannleikan- um, eins og það skilur hann. Þeir sem komast úr landi og halda áfram baráttu sinni eru einnig oft myrtir af útsendurum þeirra valdsmanna sem þeir berjast gegn, eins og sjónvarpið okkar hefur sýnt okkur greinilega með sérstakri kvikmynd sem sýndi þennan ófögnuð. Andófsmenn nútimans hafa margir hverjir sýnt blátt áfram ótrúlegt hugrekki. Þá er að finna í hópum í fangelsum allra harðstjórnarríkja heims og þá ekki síður þeirra sem kenna skoðanir sinar við mannúðar- stefnu og frið í nafni sósíalisma. Alþjóðasamtökin Amnesty International vinna af alefli að þvi að hjálpa þessu fólki til frelsis. Þetta eru mjög alvarleg mál. Hins vegar er erfitt að verjast brosi þegar þessir þröngsýnu stjórnmálamenn hefjast handa um það að ráðast á skoðanir manna sem löngu eru horfnir af jarðlífssviðinu. Ástæðurnar til þess eru auðvitað að slikir menn hafa skilið eftir sig svo magnþrungin áhrif að þeir hafa sett mark sitt á siðmenningu og hugsun- arhátt heilla meginlanda, sem helst öldum eftir að þeir eru sjálfir horfnir héðan. Gott dæmi um þetta voru broslegar tilraunir kín- verskra kommúnista til þess að eyða áhrifum á þjóð sína af skoðunum manns sem var uppi fyrir rúmum 2400 árum, Konfúsiusar. Að þessir ofstækismenn hafa talið sér nauðsynlegt að hefja sérstaklega árásir á skoðanir manns, sem uppi var fyrir svo óralöngu, sýnir ljóslega ótrúlegan mátt mannlegrar hugsunar. 1 þessum þætti ætla ég að segja ykkur frá atburðum sem gerðust I Bandaríkjunum fyrir um hálfri öld og snerta nafn þessa fornfræga spekings. Konfúsiusar. Um 1925 var í Bandaríkjunum maður að nafni George Valiantine. Þaðsem skyndilega vakti sérstaka eftirtekt á honum var, að sú skoðun var einhvers staðar látin uppi að gegnum þennan miðil hafi kín- verski spekingurinn Konfúsíus talað. Sá maður sem síðar rannsakaði þessi efni rækilegast var enski mál- fræðingurinn dr. Neville Whymant. En hann var, auk málakunnáttu sinnar, sérfræðingur í kínverskum fornbókmenntum og heimspeki. Frá þessum rann- sóknum skýrði hann svo í fyrirlestri sem fluttur var í Lundúnum i desembermánuði 1928. Þar sagði dr. Whymant frá þvi, að meðan hann dvaldi i Bandaríkjunum var honum eitt sinn boðið á tilraunafund hjá miðlinum George Valiantine. Sá sem útvegaði honum aðgang að þessum fundi kvað raddir hafa komið fram á undangengnum fundum á ýmsum tungum og þar á meðal á einhverju austurlandamáli, sem enginn viðstaddur skildi. En dr. Whymant var tjáð að hans væri alls ekki óskað til þess að dæma um sanngildi fyrirbæranna yfirleitt. Fundarmenn töldu sig hafa fengið ýmsar þær sann- anir um nærveru látinna vina sinna sem á engan hátt yrði undan komist. Það var beinlínis til þess að fá skil- ið hina ókunnu austurlandatungu að óskað var nær- veru málfræðingsins. „Ég hugsaði til þessa fundar með nokkurri ánægju," sagði fyrirlesarinn, „þvi enda þótt ég sé eng- inn óvinur spíritismans hafði ég aldrei gefið mér tíma til þess að rannsaka þau efni. Ég hugsaði því til kvöldsins sem ánægjulegrar, hressandi tilbreytni.” UNDARLEG ATVIK XXXV ÆVAR R. KVARAN Algjörlega kaldur og athugull sat Whymant fund- inn. Ýmsar raddir töluðu — á ensku — við fundar- menn um alger einkamál. Sumar þessara radda voru svo opinskáar „að mér fannst ég standa á hleri og roðnaði af blygðun". Þá heyrist sagt á ítölsku: „Christo de Angelo". Fylgdi þvi næst viðræða á þeirri tungu. Whymant var þá beðinn að þýða það sem sagt var á ítölsku og þýddi hann fyrir fundarmenn: „Segið hinni virðulegu frú að hún hafi brugðið heiti sínu við mig og að hún verði að lesa svo vel ítölsku að hún geti talað við mig á mínu eigin tungumáli; hún mælir stöðugt við mig á spænsku, en það kæri ég mig ekkert um." Hlutaðeigandi frú játaði að hafa rofið loforð um þetta. Litlu seinna hvarf svo röddin yfir til ókunnrar mállýsku, sem Whymant kvað eftirá að hefði verið sikileyska. Nú heyrðust fleiri enskar raddir. „En skyndilega barst utan úr myrkrinu ömurlegt, sundurslitið hljóð, sem samstundis kallaði fram í huga minn minningar frá Kína,” sagði doktorinn. „Hljóðið virtist einna líkast því sem leikið væri miðlungi vel á flautu, eða eins og tíðar heyrist á vegum „hins himn- eska lands” en nokkurs staðar annars staðar. Því næst heyrðist sagt með lágri og greinilegri rödd orðin: „K’ung-fu-Tzu”. Ræðumaður gat þess nú að þetta væri kínverska táknið fyrir Konfúsíus og væri fremur nafnbót en per- sónuheiti. Það þýddi: heimspekingurinn herra Kung. Ennfremur sagði hann að Kung-ættin væri enn allút- breidd i Kina og margir innan hennar væru afkom- endur hins mikla spekings. Dr. Whymant gat vitanlega ekki af jtessu ráðið neitt um það hvaðan þessi rödd væri í raun og veru runnin. Hitt taldi hann aftur á móti efalaust að frá Kínverja kæmi hún, þar eð naumast væri á annarra færi að bera orðin rétt fram; einkum atkvæðið tzu. „Við eigum ekki einu sinni bókstafi til þess að tákna fram- burðinn,” sagði hann í ræðu sinni, en ókunnu röddina spurði hann: „Hver ert þú?” Aftur heyrðist sagt með nokkrum óþolinmæðiskeim: „K’ung-fu Tzu”. Og dr. Whymant heldur áfram: „Mér kom enn eigi til hugar að halda að þetta væri Konfúsíus sjálfur, heldur bjóst ég við að um einhvern væri að ræða sem tala vildi um líf hans og lærdóm.” Til þess að komast að fljótri vissu um þetta sagði dr. Whymant á kínversku: „Hvert var, eiginnafn þitt?” Svarið kom samstundis: „K’iu”. Og1 fyrirlesarinn bætti við: „Þeir sem lagt hafa stund á kínversk fræði vita að Konfúsius hefir átt þetta nafn.” Þetta var því ekki fullkomin sönnun þótt merkilegt væri. Hann spurði því aftur: „Hvað varst þú almennt kallaður, þegar þú varst fjórtán ára?" Enn kom rétt svar með réttum framburði; svar sem var á örfárra vitorði í heiminum. Því næst fór röddin að tala um sérstakt klassískt rit, samið eða að minnsta kosti gefið út af Konfúsiusi. Hér skýrði ræðumaður frá þvi að í einu frægasta ritverki Konfúsíusar væri kafli sem virtist vera misrit- aður, þar eð efni hans var sem næst óskiljanlegt. Doktorinn afréð því að reyna „andann” með þvi að leita eftir réttri merkingu hins torskilda kafla I þessu fræga riti. Hann þóttist vita að ritskekkjan ætti upp- runa sinn hjá einhverjum seinni tíma útgefenda þessa verks. Þess vegna sagði hann enn á kínversku: „1 einu rita þinna er kafli nokkur sem er víst skakkt skrifaður. Ætti hann ekki að vera svona. Og hér byrjaði ég að vitna til þess úr honum sem ég mundi, eða hér um bil allt til enda fyrstu línu. En um leið var orðið tekið af mér, og I staðinn hafði röddin upp alla áminnsta grein á kínversku, nákvæmlega eins og hún kemur fyrir í höfuðútgáfunni. Eftir nær stundarfjórðungs þögn endurtók röddin sömu grein eða kafla en nú með vissum breytingum. sem gerðu alla merkingu málsins skýra og augljósa. „Svona á að lesa það,” bætti röddin viö. „Verður þýð- ing þess þá ekki augljós?” I lok þessarar setningar varð röddin hraðmælt, en hljóðnaði svo að fullu. Dr. Whymant sótti fleiri slíka fundi og átti frekari samræður við hinn ósýnilega gest eða raddgjafa. Eitt skipti minntist röddin á rit „sem þú (Whymant) samd- ir fyrir Mongóla”. Hér virtist átt við mongólskt mál- fræðirit sem Whymant gaf út en öllum var ókunnugt um að væri hans verk. Naumast verður annað talið en þetta sé allmerki- legt. Ekki kunni miðillinn orð í kínversku og enginn fundarmanna, að undanskildum ræðumanninum sjálfum. Og ekki er það sérlega aðgengileg skýring, að allt þetta hafi miðillinn sótt í vitund dr. Whymants, a.m.k. naumast það sem hann gat ekkert vitað um, SO Vikan 26. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.