Vikan


Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 35

Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 35
Fimm minútur með WILLY BREINHOLST KAKTUS-KIDDA VEITT EFTIRFÖR Þýð: Eiríkim Jónsson Sam Slade var liðþjáifi í K.K.F.L., konunglegu kana- dísku fjallalögreglunni, en það er sá hluti kanadísku lögregl- unnar sem ferðast um á hestum og gengur daglega undir nafninu Rauðjakkarnir. Sam Slade hafði verið í K.K.F.L. í meira en 10 löng ár án þess að hljóta stöðu- hækkun. Samt var Sam sniðugur náungi, sjálfum sér samkvæmur, samviskusamur og góður félagi þótt hann væri ekkert sérstakt gáfnaljós eins og best kom í ljós þegar yfirmaður hans, Steve Taylor, sendi hann af stað til að veita Kaktus-Kidda eftirför. Kaktus-Kiddi var eftir- lýstur í 48 fylkjum og hafði verið á flótta undan lögreglunni í sjö ár og alltaf séð við henni. Nú hermdu siðustu fréttir að Kaktus-Kiddi hefði tekið stefn- una inn í kanadísku skógana og nú var það hlutverk Sam Slade að ganga endanlega frá honum. Sex vikum síðar sneri Sam Slade aftur til höfuðstöðva sinna í Fort Nelson og yfirmaður hans, Taylor ofursti, hlustaði með stakri athygli á frásögn hans af eltingarleiknum. Hálfdauður af þreytu hafði Sam dregist inn á skrifstofu ofurstans og nú stóð hann og dæsti á miðju gólfinu á meðan ljósaperan í loftinu kastaði smáglætu yfir bleikfölt andlit hans og mánaðargamlan skegg- hýjunginn. — Ég sé að þú hefur staðið í ströngu, sagði Taylor og rétti hinum þreytta manni sígarettu, — en Sam var of máttfarinn til að geta sett hana sjálfur upp i sig þannig að það kom í hlut ofurstans sjálfs. Síðan gaf hann honum eld. Sam dró nautnalega að sér reykinn og nokkrum mínútum síðar þegar honum var farið að líða ögn skár hóf hann frásögn sína: — Ég komst á slóð Kaktus- Kidda upp við Firehole Canyon og fylgdi henni í þrjá daga og þrjár nætur þar til ég tapaði henni við Chugach Mountains. Nokkrir indíánar sem urðu á vegi mínum fræddu mig á því að þeir hefðu séð hann halda upp Cooper River á einæringi sem hann hefði stolið frá þeim. Eftir töluverða erfiðleika, sem of langt mál væri að rekja hérna, tókst mér að verða mér úti um lítinn bát með utanborðsmótor þannig að ég gat haldið eftir- förinni áfram. Það var í námunda við Kuskowim Falls sem ég kom auga á hann aftur. í nafni laganna, Kaktus- Kiddi! hrópaði ég á eftir honum, gefstu upp! Þú hefur ekki nokkra möguleika á þvi að sleppa. En hann komst undan á ein- æringnum sínum, því báturinn minn varð bensínlaus og áður en ég gæti orðið mér úti um meira var Kaktus-Kiddi horfinn fyrir næsta nes. En þá komu indí- ánarnir mér aftur til hjálpar og með aðstoð þeirra fylgdi ég slóð hans í sex daga í gegnum Yokonskógana, án árangurs þó. Ég var orðinn máttfarinn af þreytu, en ég hugsaði málið þannig að ef Kaktus-Kiddi gæti haldið þetta út þá gæti ég það líka. 1 heila viku hafði ég ekki fengið matarbita þangað til að ég rakst á bjarnadrápara á hæð einni nærri Buffalo Ridge og hann gaf mér smá kjötbita og hálfdós af hvítum baunum. Við þá næringu tvíefldist ég og gat haldið eftirförinni áfram. í Lower Post gekk ég fram á McGurk liðþjálfa liggjandi í sárum sínum í skýli skógar- höggsmanna. Kaktus-Kiddi hafði sent kúlu í gegnum brjóst- kassa hans. — Það eru settir 10.000$ til höfuðs Kaktus-Kidda hvort sem maður færir hann til byggða dauðan eða lifandi, sagði ég. — Ekki er ég maður til að vera með 1 þeim leik! sagði McGurk. — I hvaða átt stefndi hann? spurði ég. — í norður, svaraði McGurk, hann stefndi í norður í átt að White Horse Canyon. Þú verður að lofa mér því að hætta ekki eftirförinni, Sam, og gefast ekki upp fyrr en þú hefur hendur í hári hans. Hann er plága hér í hreppnum, rænir og, ruplar, drepur og brennir hvar sem hann fer um. Þú verður að lofa mér þessu, Sam. Ef það er einhver sem á þessa 10.000$ skilið, þá ert það þú, því þú hefur verið á hælunum á honum í heilan mánuð og átt peningana skilið. Að þessum orðum sögðum féll höfuð McGurk niður á bringuna og hann gaf þar með upp öndina. Ég hélt áfram ferð minni gegnum White Horse Canyon, upp með Lewis River og Pellington Crossing og 14 dögum síðar kom ég til Dawson City nær dauða en lífi. Þar fann ég Kaktus-Kidda sitjandi að spilum á Jerrys Bar & Pool Room ásamt nokkrum kúa- þjófum. Sexhleypan hans lá á borðinu hjá honum. Ég laumaðist inn bakdyra- megin án þess að hann yrði mín var. — Ókey, Kaktus-Kiddi, þrumaði ég að baki hans. Nú átt þú engra kosta völ, — þú ert búinn að vera. Upp með hendurnar eða ég salla þig niður á milli gólffjalanna! Ég ætlaði að grípa til byssunnar, — en þá komst ég að því að ég hafði gleymt henni hérna í höfuðstöðvunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.