Vikan


Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 24

Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 24
Vikan skoðar hótel og veitingahús í Þýskalandi 3. Frankfurt Hugljúfar vínstofur og hressilegar eplavínkrár I miöri Frankfurt er litil vin. þar sem sjá má falleg og merkileg mannvirki frá fyrri öldum. Við þelta torg er dómkirkja frá þrettándu og fjórtándu öld, þar sem margir þýskir keisarar voru krýndir. Þarna er einnig Pálskirkja og húsið Römer, gamla ráðhúsið i Frankfurt. Þar voru í eina tið haldnar krýningarhátiðir keisaranna. Römer er oft notað sem einkennistákn Frankfurt, enda eitt fallegasta hús borgarinnar. Fyrir utan þetta er Frankfurt að mestu leyti Ijót borg, byggð upp í flýti eftirstriðsáranna. Þangað koma menn ekki i rómantiskum hugleiðingum. heldur til að gera viðskipti eða skoða að minnsta kosti vörusýningar. Ágæt hótel í nágrenni járn- brautarstöðvarinnar Virðulegasta hótel borgarinnar er STEIGEN BERGER HOTEL FRANKFURTER HOF við Kaiser- platz 17, mjög vel i sveit sett. Þetta er risastórt 460 herbergja hótel. Herbergi með morgunverði kostar 95-139 mörk fyrir einstaklinginn og 140-180 mörk fyrir hjónin. Kunnugir peningamenn vilja heldur búa á HESS-ISC'HER HOF við Friedrich-Ebert-Anlage 40. Það er mun minna og notalegra með aðeins 109 her- GafMnn fyrir miðju er Römer, hið gamla róðhús og veislusalur keisara. bergjum og er þar að auki andspænis vörusýningasvæðinu. svo og stutt frá járnbrautarstöðinni. Þarna kostar einstaklingsherbergið 85-140 mörk og tveggja manna herbergið 175 mörk. Ein sérgrein Hessischer Hof er, að í morgunverðinum getur maður auk annars valið milli sextán mismunandi tegunda af tei, Darjeeling, Oolong, Lapsang Souchong og margra fleiri, sem ég kannekkiað nefna. Matstofan á hótelinu er ágæt. Þar fékk ég einu sinni humarsúpu og rauöa nautasteik, skorna við borðið. Eftirminnilegast var þó hvítvinið Pies porter Goldtröpfchen, Riesling Kabinett, af árgangi 1976, sem þarna fékkst á skaplegu verði. Þægilegasta lúxushótelið i Frankfurt er sennilega PARKHOTEL FRANK- FURT við Wiesenhuttenplatz 36, þar sem járnbrautarstöðin er. Á því hóteli er einnig eitt besta veitingahús borgar- innar. Herbergisverðið er 65-125 mörk fyrireinstaklingog 175 mörk fyrir tvo. Gamlar stoðir og bitar ó Hahnof-vin- stofu i Frankfurt. Allt er rosalega dýrt i Frankfurt, en þó eru til mun ódýrari hótel en þessi. Við járnbrautarstöðina er NATIONAL, Baseler Strasse 50 með 95 herbergjum. Herbergið kostar 50-85 mörk fyrir ein- staklinga og 85-125 mörk fyrir hjón. Flest herbergin eru með baði. Enn ódýrara er LUXOR við Allerheiligentor 2 og þar eru öll her- bergin með baði. Þetta er litið 46 herbergja hótel og kostar 55 mörk fyrir einn og 85 mörk fyrir tvo. í svipuðum flokki er WESTFÁLING- ER HOF við Dússeldorfer Strasse 10, nálægt járnbrautarstöðinni. Þar eru 60 herbergi, helmingurinn með baði. Verðið er 37-50 mörk fyrir eins manns herbergi og 76 mörk fyrir tveggja manna. Frægast, skemmtilegast og dýrast Frægasta, skemmtilegasta og dýrasta veitingahúsið í Frankfurt er WEIN- HAUS BRUCKENKELLER við Schútzenstrasse 6. Þaðer niðri í gömlum kjallara og státar 20 þúsund lítra vínámu frá 1731. Hún sést til vinstri á myndinni. Myndin sýnir, að þarna er borðað i einkar óvenjulegu umhverfi undir 24 Vikan 26. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.