Vikan


Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 42

Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 42
Af hveiju fást karlmenn ekki við bamauppeldi? Ábyrgð karlmanna á börnum hefur verið fjárhagsleg, en ekki tilfinningaleg. Tilfinn- ingar hafa komið í hlut kvennanna. Uppeldi karlmanna og uppbygging atvinnulífsins hafa ekki tekið mið af til- finningum. Mikið hefur verið rætt og ritað urn tvöfalt vinnuálag kvenna og togstreitu á milli þess að eiga börn og vinna úti. Sjónarmið karlmanna um þessi efni hafa lítt komið fram. Spurningin um hvað börn þýða fyrir feður sína hefur verið vanrækt. Karlmenn — börn — tilfinningalíf Vinnuaðstaða feðra breyttist með þróun iðnvæðingarinnar. Þegar feður fóru að vinna i verksmiðjum og skrifstofum minnk- uðu tengsl þeirra við börnin. Börnin urðu verkefni konunnar. Konan var imynd öryggis, þegar feðurnir fóru út af heimilinu, sú sem alltaf var hægt að leita til, sú sem alltaf átti að vera til staðar og sú sem átti að sjá um tilfinningatengslin viðbörnin. Feður hafa verið lítið spurðir um hvað börn þýða fyrir þá. Nútímasamfélag hefur á engan hátt gert ráð fyrir að feður eigi líka að vera foreldri. í sumum löndum, m.a. Svíþjóð, veita menn föðurhlutverkinu æ meiri athygli. Menn hafa m.a. komist að því að það er bæði óæskilegt fyrir börnin og feðurna hve lítil tengsl eru yfirleitt á milli þeirra. í kjöl- far slíkra skoðana var farið að spyrja feðurna sjálfa, hvað kæmi í veg fyrir að þeir fengjust meira við barnauppeldi en raun ber vitni. í eftirfarandi er komið inn á nokkur atriði úr sænskri rannsókn er fjallar um hvað karlmenn álíta að hafi komið í veg fyrir að feður hafi verið virkir í barna- uppeldi. 1. Ein orsök er spurning karl- mannsins um eigin sjálfsmynd Karlmanninunt hefur verið innrætt að það sé ein af dyggðum karlmanns að geta séð fyrir fjölskyldu. Þeir sem geta séð fyrir fjölskyldu — konu og börnum — hafa sönnun fyrir því að þeir séu fullorðnir og hafi einhvern manndóm. Það er erfitt að breyta þessum hugsunarhætti, ekki á yfir- borðinu en gagnvart persónuleika karl- mannanna sjálfra. Sjálfsmynd, þ.e.a.s. hvernig maður lítur á sjálfan sig, er hluti af persónuleika hvers og eins. Sjálfsmyndin mótast að miklu leyti af því sem aðrir ætlast til af manni og hvaða skoðun aðrir hafa á manni. Það er ekki auðvelt fyrir karlmann að missa þann hluta sjálfs- myndar sinnar sem segir „þú átt að sjá um konu og barn”, enda þótt það sé skilyrði, ef þeir ætla einhvern tíma að kynnast börnum sínum. 2. Feður eru oft útkeyrðir eftir vinnudaginn Kröfur atvinnulífsins og heimilisins eru oft ósamræmanlegar. Vinnuaðstæður iðnaðarsamfélagsins eru oft erfiðar og til- breytingarlausar. Atvinnulifið krefst svo mikils af karlmönnum og tekur ekki tillit til, vanrækir og neitar mörgu sem er nauð- synlegt sálrænni heilsu karlmanna. Þess vegna eru margir þeirra ekki færir um að inna neitt af hendi þegar heim kemur. Þeir leita frekar eftir friði og ró á heimilinu og vonast til að losna við þvinganir og kröf- ur. Heimiliðverðursá staður þarsem reynt er að slappa af og cndurnýja kraftana. Margir karlmenn eiga enga aukakrafta af- lögu. Það er búið að nota þá. Þeir hafa farið í atvinnulífið. Þess vegna eru margir karlmenn pirraðir, árásargjarnir og skap- vondir, jregar þeir eru heima hjá sér. Margir karlmenn hafa gaman af börnum og vilja vera meira með þeim, en þeir eiga erfitt með að standa sig á öllum stöðum. Peningaáhyggjur, víxlar og afborganir hanga sífellt yfir þeim. Sumir grípa til flösk- unnar. Mæðurnar reyna gjarnan að koma í veg fyrir að börnin trufli pabba þegar hann er þreyttur, skapvondur eða fullur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.