Vikan


Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 41

Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 41
því. Ég var bara venjulegur — en siðlaus — slæpingi, og hann hjálpaði mér. Hann kenndi mér . . . og ég gerði eins og hann sagði mér að gera. Hann skipulagði, en við framkvæmdum sameiginlega. Það var . . . það var ekki fyrr en við — fyrr en ég hitti þig . . . að allt varð öðruvisi. Ég varð hrifinn af þér ... ég elska þig, Jenny .... Hún var lágmælt. — Ég veit það, Martin. Ég veit það. Ég á Thomasi einnig skuld að gjalda. Ég á honum að þakka þessa fjóra mánuði. Ég vil gjarna þakka þér, Thomas — og ég er ekki þinn dómari. Éarðu bara, Thomas — en komdu aldrei hingað aftur. Éyrir aftan Martin sló klukkan tólf högg. — Orð, sagði Thomas. — Bara orð. Og þau hafa engin áhrif á mig. Áttuð þið von á því? Komdu, Jenny, við höfum ekki alla nóttina fyrir okkur. Þu ferð á undan,Jenny ... Hún hreyfði sigekki. Thomas steig eitt skref í átt til hennar. — Ef þú snertir hana, Thomas, þá drep ég þig. Thomas brosti. — Aha — hinn vemdandi eiginmaður með byssuna i efstu skúffu lil hægri i skrifborðinu. Enga heimsku, Martin. Martin — leggðu byssuna frá þér! Ég er betri skytta .. eins og þú veist...! Hann steig eitt skref enn. Bæði skotin hljómuðu svo til samtimis. Um stund var hún alveg dofin. Svo heyrði hún kyrrðina aftur. Og lítinn fugl, sem söng, og bárurnar, sem brotnuðu við ströndina. Hún reis á fætur og gekk út um dyrnar á bak við sófann. Hún gekk niður stigann niður í anddyrið og hringdi til lögreglunnar úr hinum símanum, sem stóð þar á borði. Svo opnaði hún stóru forstofudyrnar. Hún gekk aftur upp stigann, inn í stofuna og settist á sófann miðjan. Hún sat kyrr — og hugsaði. SéGIÐ okkur allt, sagði lögreglu- fulltrúinn. Hún gerði það. Lögreglu- læknirinn stóðog horfði á hana. — Hvor skautfyrst? — Maðurinn minn. Skotin komu svo að segja á sama andartaki, en maðurinn minn hleypti af á undan. Hún laut aftur höfði. — Ég hef mjög skarpa heyrn, sagði hún. — Þó að ég þyrfti ekki á því að halda i þetta sinn. Ég hef einnig mjög næmt timaskyn. Lögregluþjónn kom inn úr garðinum. — Við fundum þetta, sagði hann. — Þetta er trjábútur. Honum hafði verið komið fyrir á milli tveggja af þrepunum, sem liggja niður að sjónum. Þetta eru þrjátíu og fjögur þrep. Þau eru afar brött og afar mjó — og afar hættuleg. — Mér datt það í hug, sagði hún. — Ég var einmitt að hugsa um það, meðan ég beið eftir ykkur. Milli. .. milli þriðja og fjórða þreps... ? — Milli fimmta og sjötta, frú. — Má ég ganga út núna? spurði hún. — Ég fer alltaf niður að sjónum, áður en ég geng til náða. Ég stend þar — og hugsa um manneskjurnar — hvernig ekkert okkar lifir af lifið. Og ég hlusta á hafið og hugsa um, að öllu er haldið í jafnvægi — I eigin jafnvægi — og að ég er mjög þakklát. Hún reis á fætur úr sófanum. — Ég veit ekki, hvort það væri . . . skynsamlegt, frú. Þetta hlýtur að hafa komið yður úr jafnvægi. — Já, en ég vil gjarna fara. Það er það eina rétta. Ég kem aftur eftir hálftíma. Þið hafið ekki hreyft við neinu þarna úti? — Nei, frú, við tókum bara bútinn. Lögreglulæknirinn stóð og horfði á hana. Hún hefur allt, hugsaði hann. Rósemi, yfirvegun og gáfur. Og kærleika. Hún spjarar sig. — Leyfið henni að fara, sagði hann. Hún lokaði dyrunum á eftir sér, og þeirfóru aðvinna. Eftir hálftíma kom hún aftur. Hún stóð í dyrunum. — Hafið þið tekið þá burt? spurði hún. Lögregluþjónninn horfði á hana. — Afsakið, sagði hann. — Ég skil víst ekki... — Manninn minn og Thomas? — Já, sagði læknirinn. Hún sneri sér að honum. — Ég er blind, sagði hún. — Það er þess vegna, sem ég verð að treysta svo mjög á önnur skilningarvit mín. Þið vilduð kannski athuga að skilja við allt eins og það var, þegar þið komuð.. á sömu stöðum, bæði úti og inni... — Við skulum athuga það, sagði lögregluþjónninn. — Góða nótt, sagði hún. Svo stansaði hún andartak í opnum dyrunum. — Við Martin vorum mjög hamingju- söm, sagði hún. — Ég veit það, sagði lögreglulæknir inn. —... mjög hamingjusöm. Þýð. K.H. jm • * • Ridgeway X fOFS1 tjo J 1711. & Jones Mér er bölvanlega við þetta, en það er eina ráðið til þess að síminn hríngi. X*. tbl. Vlkan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.