Vikan


Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 34
Með þvottaklemmur í hárinu Komdu sæll, kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að ráða tvo drauma fyrir mig og svona eru þeir. Mig dreymdi að ég, bróðir minn og einhver stelpa færum í Húsafell og að bróðir minn hefði komið í staðinn fyrir systur mína, því hún er veik (hún er veik núna). Svo þegar ég kom uppeftir og ætlaði I sund þá hafði ég ekki tekið föt með mér. Þá fór ég að leita I skápum ogfann fullt af pilsum en þau voru öll svo lítil nema eitt grænköflótt og plíserað. Égfór I það en faldurinn var alltaf að detta niður. Svo vaknaði ég- Svo er það hinn draumurinn. Mig dreymdi að ég hefði farið út á land með pabba, systur minni og fleira fólki á rauðum bíl. Við stoppuðum í ein- hverjum skála þegar við vorum á heimleið og pabbi fór út úr bílnum. Við vorum búin að bíða heillengi þegar ég fer út úr bílnum og fer að skoða og gleymi mér. Þegar ég ætla að fara aftur I bílinn eru þau farin. Égfer að leita mér að fari heim og hitti þá strák, sem ég er hrifin af. Hann er með tvo hjálma og spyr hvort ég vilji ekki sitja aftan á hjólinu heim og ég segi já. Hann fer burtu og ég held áfram að skoða. Svo kemur fullt af krökkum í alls konar fötum — leður- buxum, leðurjökkum og stelpurnar með allavega litt hár — grænt, rautt og fleiri litir. Hár þeirra var úfið og þvottaklemmur í hárinu. Allt í einu kemur vinkona mín til mín og ég fer til hennar og segi hæ. Hún horfir furðulega á mig og segir svo hæ. Hún var í pilsi og hárið allt úfið og toppur- inn I slöngulokkum og með blómum í. Svo kemur strákur hlaupandi og spyr hvort ég þekki strák sem hann þekki. Ég sagði jú. Svo spyr hann hvort ég ætli ekki heim með stráknum á mótor- hjólinu. Ég segi já. Þá segir hann að það sé stelpa, sem sé að reyna við hinn strákinn til þess að fá að sitja aftan á hjólinu heim til sín. Ég fer að leita að honum ogfer út. Þá eru þau að kyss- ast. Þegar hann sér mig hleypur hann I burtu og ég öskra og öskra á hann. En svo hvarf hann og ég vaknaði. Þetta er strákur, sem ég er búin að vera með nokkrum sinnum. Ég er ofsa- lega hrifin af honum og ég held að hann sé líka hrifinn af mér. Jæja, ég Mig dreymdi œtla að vona að þú ráðir úr þessu fyrir mig. Með fyrirfram þökk. Ólöf Fyrri draumurinn boðar smávægileg veikindi og ýmis vandkvæði því sam- fara, sem leysast þó á fremur auðveld- an hátt. Forðastu samt allar fljótfærn- islegar ályktanir. Sá síðari er fyrirboði fremur viðburðaríkra unglingsára og táknar að mörgu leyti mismunandi lífs- kjör sem bíða hvers einstaks þeirra unglinganna. Vinkonu þinni, sem var með slöngulokkana og blómin í hárinu, er þetta góðs viti en þó gætuð þið öll haft gott af því að sýna meiri varkárni. Líklega áttu fremur auðvelt með að koma því sem þú vilt á framfæri en þér verður á næstunni gert eitthvert tilboð sem þú skalt yfirvega vel og af alvöru. Vil ekki giftast B Kœri draumráðandi! Ég vona að þú getir svarað þessu bréfi fyrir mig, því mig dreymdi furðu- legan draum um daginn. Mig dreymdi að það væri verið að ferma mig og um leið sagði sóknarpresturinn við börnin að ég myndi giftast strák (sem við skulum kalla B) eftir nokkra daga. Ég var mjög á móti því að giftast B því ég ann öðrum. Svo að strax eftir ferming- una fór ég rakleiðis heim til að bíða eftir mömmu því að hún hafði ráðstaf- að þessu öllu. Það hafði enginn komið I fermingarveisluna svo ég var þar ein. Eftir dálítinn tíma kom mamma og við rifumst mikið. Ég sagði að mig langaði ekkert að giftast þessum B en mamma stóð fast á sínu ogsagði að ég ætti að giftast honum vegna þess að hann væri ríkur og við þörfnuðumst pen- inga. Ég man ekki meira af draumnum en ég vona að þú svarir þessu bréfi. Bæ bæ, 6226—6821. P.S. Fyrirfram þakklæti fyrir birting- una. Óvæntir atburðir verða til þess að raska áformum þínum um tíma og erfiðleikar því samfara reynast þér þungir í skauti. Öll él birtir upp um síðir og líklega öðl- ast þú aukinn þroska og sjálfstæði af þessu og í framtíðinni hefur þú mikið gagn af þessari reynslu. Dreymdi að mig væri að dreymá Kæri draumráðandi. Mig dreymdi draum aðfaranótt 26. apríl sem mér þætti vænt um að fá ráðningu á, þar sem hann veldur mér kvíða. Draumurinn er þannig. Mér fannst ég vera fyrir sunnan en ég bý úti á landi. Ég er rétt komin er ég frétti að mamma væri dáin en hún er aðeins 46 ára. Ekki komst ég að þvi úr hverju hún dó, en bróðir mömmu minnar var þarna líka og var hann að reyna að hughreysta mig en ég grét óskaplega. Svo fannst mér ég vakna og upp- götva að þetta væri draumur og ég sá þá mömmu sprelllifandi og spræka að vanda, og fyrrnefndur bróðir mömmu var að segja eitthvað á þessa leið: Þetta sýnir bara hvað hún elskar mömmu sína og nú er hún búin að fá útrásfyrir taugarnar. Svo sagði hann eitthvað spekingslegt, sem ég man því miður ekki. S.E. Draum sinn að ráða í svefni eða segja öðrum er fyrir markverðum tíðindum og að dreyma sjálfan sig dreyma boðar oftast óvænt gleðitíðindi eða góða vini. Þessi draumur er þér vafalaust fyrirboði góðs og móður þinni fyrir langlífi. 34 Vikan 26. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.