Vikan


Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 15

Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 15
7 HLUTI saman í flugbúningunum og bíða eftir nýjum skipunum eða að veðrið lægði. Ég sá vitaskuld meira af Johnny. Hann var jafnleiður og hlédrægur og áður en reyndi augsýnilega að vinna bug á þvi þegar hann var með mér. Ég held að hann hafi veriö óhamingjusamur vegna þess hvernig var milli hans og Richies. Þeir höfðu ekki talað saman síðan daginn sem við skoðuðum Lincoln dómkirkjuna. Richie lét ekki sjá sig á prestssetrinu. Með því var hann einungis diplómatisk- ur og það virtist ekki vera til neins að bjóða honum til kvöldverðar til að koma þeim saman. En ég gat ekki látið þetta halda svona áfram. Þeir áttu nógu erfitt þess utan og þegar allt kom til alls var þetta min sök. En hvað átti ég til bragðs að taka? Að lokum leystist þetta af sjálfu sér, eins og oft vill verða raunin. Þeir voru að fara aftur til Genoa aðfaranótt hins átjánda. Önnur stór. Niu þreytandi klukkutímar. Yfir þvera Evrópu og aftur til baka. Og þessi var sérstök. Áttugasta og áttunda ferð Richies. Síðan voru aðeins tvær eftir og fimm hjá Johnny. Ég var á vakt i kaffivagninum þessa nótt. Hefði ekki viljað missa af þvi, hvað sem í boði hefði verið, á þessu stigi máls- ins. Brottför var ráðgerð klukkan átta, en það varð klukkutíma töf á síðustu stundu. Við vorum skyndilega önnum kafnar. Áhöfnin þyrptist að borðinu til að fá heitt te og samlokur. Mér hafði liðið hálf illa og var með slæman höfuðverk. Ég hafði oft þjáðst af honum undanfarið og var fegin annríkinu. Ég leit yfir þvöguna í hléi sem varð og sá Johnny standa einsamtan og reykja sígarettu, með fall- hlífarpakkann við fætur sér. Richie stóð skammt frá og horfði í hina áttina. Þetta var svo heimskulegt að mig langaði mest til að springa af reiði. En ég setti tvær te- könnur á bakka, gekk út og mjakaði mér í gegnum þvöguna til þeirra. „Te, liðþjálfi?” sagði ég við Johnny. Hann var undrandi á svipinn þegar hann tók aðra könnuna. Ég rétti Richie bakkann. „Flugstjóri?” Hann sneri sér hægt við, leit á bakk- ann, síðan á Johnny. Hann brosti. „Ó, þakka yður fyrir, frú,” sagði hann með sterkum suðrænum áherslum, eins og honum einum var lagið. Johnny brosti líka og ég vissi að allt myndi lagast. Ég varð að halda aftur af mér til að fara ekki að gráta, setti frá mér bakkann og rétti þeim sína höndina hvorum. „Æ, fíflin ykkar,” sagði ég. „Þið megið aldrei framar gera mér neitt slíkt.” Það var kallað í hátalarana og skyndi- lega var allt á ferð og flugi. „Verð að fara, Kate.” Johnny strauk mér létt um vangann, greip fallhlifina sína og fór. „Kate." Richie var að reyna að segja eitthvað við mig en ég heyrði ekki hvað það var fyrir hávaðanum. Munnur hans opnaðist og lokaðist og hann veifaði vonleysislega um leið og hann mjakaðist í burtu með þvögunni. Mér leið hræðilega — ef til vill var það fyrirboði. Eitt var víst, ég gat ekki haldið áfram, því að mér hafði versnað svo migrenið að ég gat varla staðið. Ég lagði mig á bekkinn í vagninum, þegar siðasta vélin var farin, en það var ekki til neins. Eftir svolitla stund fékk móðir mín konu úr sjálfboðaliðssveitunum til að aka mér heim í jeppa. Hún kom mér í rúmið og gaf mér heita mjólk, aspirín og hitapoka. Alveg eins og vanalega. Sagði mér að sofa þetta úr mér og fór aftur til búðanna. Þetta var ein sú versta nótt sem ég hef lifað. Ég bylti mér og sneri, ofsótt af slæmum draumum. Annað slagið grét ég af sársaukanum og loksins sofnaði ég yfirbuguð af þreytu skömmu eftir mið- nætti. Ég vaknaði skyndilega við dagsbirt- una. Ég lá svolitla stund, starði upp i loftið og fann á mér að eitthvað var að, eitthvað hafði breyst. Og þá heyrði ég tónlist i fjarska. Ég flýtti mér fram úr rúminu og fór i sloppinn. Ég opnaði dyrnar. Tónlistin var miklu háværari núna. Hún barst upp stigann frá stofunni. Þegar ég kom niður stóðu dyrnar opnar. Johnny sat við píanóið, frönsku gluggarnir stóðu opnir á bak við hann. Það rigndi og gluggatjöldin bærðust fyrir golunni. Hann var enn í flugjakkanum sínum. Hann var skítugur í framan og það voru greinileg för eftir hlífðargleraugun. Og leikur hans! Ég hafði aldrei heyrt þvílíkt, villt og fallegt, fullt af orku. Það var rapsódían en þó ekki rapsódían. Ég stóð við endann á píanóinu. „Johnny?” sagði ég. Hann leit upp, ákefðin skein úr brosi hans. „Enn ein slátrunin. Þeir sátu fyrir okkur alla heimleiðina. Ég held að hver einasti flugliðsmaður í Þýskalandi og Hollandi hafi verið í loftinu í nótt.” Hjartað i mér kólnaði. Ég átti erfitt um andardrátt. „Allir farnir, Kate, allir þeir gömlu. Við Bunny erum þeir einu sem eftireru.” Það var ný ákefð í leik hans, djúpur bassi sem ég hafði ekki heyrt áður. „Heyrirðu, Kate?” spurði hann. „Það var þetta sem vantaði allan tímann. Sprengjuhríðina. Fjárans sprengjumar.” Leikurinn steig í crescendo, hætti síðan snögglega. Hann skellti lokinu niður, reis hægt á fætur og það voru tár í augum hans. „Skilurðu ekki hvað ég er að reyna að segja?” Ég sagði með erfiðismunum: „Richie?” Hann lét sig falla niður á píanóið, gróf andlitið í örmum sér og grét. Ég heyrði bílhljóð í innkeyrslunni. Augnabliki síðar opnuðust framdyrnar. Ég sneri mér við um leið og faðir minn gekk inn í anddyrið. Ég bar fingur að vörum mér, gekk hratt út og lokaði dyr- unum á eftir mér. „Ég kom um leiðog ég heyrði fréttirn- ar,” sagði hann. „Ég leitaði að honum alls staðar á vellinum. Þeir sögðu mér við hliðið að hann hefði ekið út í MG bílnum. Hvernig er hann?” „Best að lofa honum að vera í friði svolitla stund.” Ég var undrandi yfir því hversu róleg ég var, að ég skyldi ekki gráta. En það kæmi auðvitað seinna. „Hvað skeði?” Hann tók af sér húfuna, þreytulegur í bragði og gekk fram i eldhús. „Móðir þín 26. tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.