Vikan


Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 12

Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 12
Lrtil stúlka i stóru skipi. Sigríður EHn, dóttir greinarhöfundar, ein af ótal mörgum hótelgestum á síðasta ári. Sýnishorn af rfýrðinni um borð. Kvikmyndin um Poseidonslysið var tekin um borð í Mariu. k Daimler 1935, einkabifreið hennar hátignar, Maríu drottningar. tólf þiljum Maríu finnst allur munaður, sem hugurinn stendur til. Glæsilegar káetur rúma vel um tvö þúsund farþega á Atlantshafsleiðum. Til að ferja þann fjölda frá skipshlið þarf 65 stóra járnbrautarvagna. Það yrði seinlegt verk að tíunda þá þjónustu, sem farþegum stendur til boða. Frystigeymslur eldhúss- ins metta til dæmis auðveldlega þarfir 15.000 vísitölufjölskyldna. Þeir, sem notið hafa, segja, að för með slíkum farkosti líði seint úr minni. Eigandinn Cunard fjölskyldan flutti um miðja sautjándu öld frá Wales í Bretlandi til Fíladelfíu vestan hafs. Síðar tók einn ættboginn sig upp og hélt norður til Halifax í Kanada. Þar óx Samúel Cunard úr grasi og dreymdi stóra drauma um farþega, skip og lystisiglingar. En Samúel Cunard var ekki spámaður í sínu föðurlandi, heldur máttu dagdraumar hans þola háð og spott í kunningja- hópi. Því axlaði hann brátt skinnin og hélt árið 1838 til Bretlands að freista gæfunnar. Nokkrum árum seinna hljóp fyrsta skipið hans af stokkunum og hét Britannia. Þar með hófust fastar siglingar Cunard skipa yfir Atlantshafið með bet- ur megandi farþega i vellysting- um pragtuglega. Líklega hefði Samúel Cunard brugðið illa í brún á sínum tíma, hefði hann órað fyrir, að öld seinna gæti Britannia gamla rúmast vel í einum reykháfi nýju Maríu. Styrjöldin Þótt María væri gerð fyrir farþegasiglingar á friðartímum, lagði hún sinn hlut af mörkum í seinni heimsstyrjöld. Breski herinn tók hana fljótlega til handargagns og breytti til herflutninga. Skipið ferjaði hermenn til ýmissa vígstöðva og þeirra á meðal kærkominn liðsauka í baráttunni við Rommel í Afriku. Síðar flutti hún bandariska hermenn til Evrópu og þýska stríðsfanga vestur um haf. Á ófriðartímum flutti skipið um 15.000 manns í hverri ferð, og Sir Winston Churchill gat þess eitt sinn, að Marían hefði vafalaust flýtt fyrir endalokum stríðsins. Samtals flutti hún um 800.000 12 Víkan 26. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.