Vikan


Vikan - 28.06.1979, Qupperneq 7

Vikan - 28.06.1979, Qupperneq 7
Frá Seyðisfirði. Frá Árósum. Þrátt fyrir fallegt landslag og tæra liti átti ég erfitt með að koma mér að því að mála. Ég saknaði lands míns og leitaði því frekar á vit drauma minna með efni. Um tíma málaði ég heilmikið af fjörlegum sirkus- myndum. Ég var einnig mjög dugleg við að skrifa heim. Þegar leið á sumarið minntist pabbi einu sinni á það í bréfi hvort við Gunnlaugur hefðum ekki hugsað okkur að giftast. Brúðkaup í kyrrþey — Ég hafði satt að segja lítið hugsað um það. Mér nægði að vera hjá Gunnlaugi. Ég las samt bréfið fyrir hann og það kom áhyggjusvipur á andlit hans. Ekki af því að hann vildi ekki gjarnan giftast mér. Hann gat bara ekki hugsað sér alla þá athygli sem brúðkaup vekti í svona litlu þorpi. Hans brúðkaup átti að vera hans einkamál. Þá þurfti líka að lýsa með hjónum og það var honum sérstakur þyrnir i augum. Svo komst hann að því að við gátum sloppið við hana með því að greiða 40 krónur. Og það gerðum við þó við hefðum alls ekki ráð á því. Við giftum okkur svo í kyrrþey á sýslumannsskrifstofunni. Það voru því margir þorpsbúa sem héldu áfram að trúa því að við lifðum í synd. Fósturmóðir Gunnlaugs bjó á Seyðis- firði, elskuleg kona en mikið voru lífshættir okkar ólíkir. Hún átti líka bágt með að sætta sig við að hennar ástkæri Gunnlaug- ur hefði valið sér erlenda eiginkonu. Hún hafði sérstakar áhyggjur af matargerð minni og var oft að færa okkur mat sem ég gat alls ekki borðað. Ég gleymi því aldrei er ég drakk kaffi hjá henni í síðasta sinn. Hún hafði ekki rennandi vatn í íbúð sinni, en á kommóðunni stóð vatn í vaskafati. í vatninu lágu gervitennurnar hennar. Hún fiskaði þær upp úr vatninu, stakk þeim upp í sig og hellti síðan vatninu í kaffiketilinn. Þá var mér allri lokið. Ég afþakkaði kaffið og bar við ógleði. Ég eignaðist þó góðar vinkonur á Seyðis- firði, en það voru þær frú Ellerup, frú Johansen og frú Sigurðsson, kona raf- veitustjórans. Frú Sigurðsson var dönsk og hafði þetta ekta, danska skopskyn sem er svo gjörólíkt því íslenska. Enda var hún oft töluvert misskilin. Við Gunnlaugur fluttum síðar í hús þeirra hjóna þar sem allar aðstæður voru miklu betri. Sígur á ógæfuhlið — Síðustu tvö árin bjuggum við svo í Reykjavík. Ég þjáðist af heimþrá og Gunnlaugur hélt að mér mundi líða betur þar. Það var líka skemmtilegra að búa í Reykjavik, en þá var þegar farið að síga mjög á ógæfuhlið fyrir okkur. Við höfðum 26. tbl. Vikan 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.