Vikan


Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 18

Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 18
Ég veit vel að þér eruð þarna, herra Pradel. Þetta á eftir að verða yður dýrt. Þetta er níunda sprautan. laus, alveg dofin eins og ég var búin aö vera síðan við fundum hann. Liðsforingjarnir úr sveitinni stóðu hinum megin og Johnny aðeins til hliðar. Hann var í besta einkennisbún- ingnum sínum og bar orðurnar sínar eins og allir hinir. Hann var fölur, dökk- ir baugar undir augunum og hann virtist þreytulegur. Berlin nóttina áður. Átta tímar. Hann leit ekki einu sinni til min, starði aðeins niður á kistuna með hend- urnar hvora ofan á annarri fyrir framan sig. Faðir minn stóð fyrir framan með orðurnar nældar í kuflinn. Ég minnist þess hve sólin glampaði á þær á meðan hann talaði hárri, hugrakkri röddu. „Ég er upprisan og lifið. Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi...” Bænabókin geymir mörg fegurstu orð enskrar tungu, en þennan morgun voru þau meiningarlaus fyrir mér, gjörsam- lega þýðingarlaus. Þar var enga huggun að fá. Þau skullu á mér eins og sjávar- föllin á fjörunni. Augu mín voru brenn- andi heit en ég gat ekki grátið. Skipun var kölluð, skotið var af rifflum, krák- urnar hófu sig til flugs og görguðu reiði- lega. Fáninn var tekinn af kistunni, brotinn vandlega saman og réttur til major Parker, sem afhenti hann Harvey hers- höfðingja. Kistan seig. Skyndilega breyttust orðin, urðu aftur skiljanleg. Það sem faðir minn var að segja nú af sinni óendanlegu visku var, að ég held, jafnmikið fyrir mig og fyrir Richie. „Ég var baráttuglaður og þetta var besta orrustan — og sú sið- asta. Ég hataði að dauðinn byrgði mér sýn og hefti mig. Og neyddi mig til að skriða tii baka." Major Parker stóð fyrir framan mig og heilsaði að hermannasið. Ég sá að hann var einnig með vængi Konunglega flughersins fyrir ofan hægri brjóstvas- ann. „Harvey hershöfðingja langar að fá að tala við yður.” Ég starði rugluð á hann. Hann vék til hliðar og hershöfðinginn gekk fram. Hann hélt á borðunum og stjörnunum, sem höfðu legið á kistunni. „Ungfrú Hamilton,” sagði hann, „það er venja við slíkar sorgarathafnir að afhenda þetta nánustu ættingjum. En i bréfi, sem fannst meðal muna Richauds flugstjóra, kvað hann á um að þær skyldu ganga til yðar.” Ég tók við fánanum sem í draumi og hann steig aftur á bak og kvaddi. „Góður liðsforingi, ungfrú. Hugrakkur heiðursmaður.” Ég stóð með fánann i höndunum og horfði á Johnny yfir opna gröfina. Nú horfði hann líka á mig. Augu hans voru dökk. Það var eins og hann horfði í gegnum mig, langt út á sjóinn. Allt í einu snerist hann á hæli og gekk í burtu á milli legsteinanna. Eitthvað brast. Ég Sumarið sem var var ekki lengur í draumi. Þetta var veru- leikinn, þetta var að ske og Richie var dáinn. Johnny sást hvergi, þegar við komum til baka á prestssetrið, en þá var ég komin með háan hita og móðir mín heimtaði að fá að koma mér í rúmið og kalla á lækninn. Ég barðist gegn því en árangurslaust. „Ég fer ekki í rúmið,” sagði ég. „Verð að fara í kaffivagninn í kvöld. Kannski verður Johnny á vakt.” Það var faðir minn sem leysti málið, harður og ákveðinn, á besta hugsanlega hátt. „Hann fór núna, Kate. Skilurðu það? Dagárás á Kiel. Þess vegna fór hann svona skyndilega. Hann hafði ekki tíma til að vera lengur. Það hlýtur að hafa liðið yfir mig þvi að það næsta sem ég man var að gamli doktor Soames sat á rúmstokknum með hlustunarpípu um hálsinn að rannsaka mig. Móðir mín var þar líka. Eftir því að dæma sem hann sagði við hana skildist mér að sundspretturinn um morguninn, þegar við fundum Richie, hefði ekki gert mér neitt gott. Hann hélt glasi að vörum mér. Ég veit ekki hvað var í því, en allt fjarlægðist og hvarf síðan. Augu mín lokuðust. Þegar ég opnaði þau aftur var kvöld og Johnny stóð við gluggann, reykti sígarettu og horfði út í garðinn. Ég hreyfði mig aðeins. Hann sneri sér við og kom til mín um leið og settist á rúm- stokkinn. „Þú gerðir okkur áhyggjufull.” „Þú komst aftur,” sagði ég veiklulega. Hann virtist undrandi, siðan rann upp fyrir honum ljós. „Frá Kiel? Ó, já.” Mild kvöldsólin smaug inn milli gluggatjaldanna, sem voru hálfdregin fyrir. Fyrir utan bar svört trén við koparlitan himininn. „Hvað er klukkan?” spurði ég. Hann leit á úrið. „Átta.” Hann brosti niður til mín. „Átta á mánudegi.” Ég leit undrandi á hann og reyndi að átta mig. „Er mánudagur?” „Það er rétt. Þú hefur verið meðvit- undarlaus í þó nokkurn tíma.” Dyrnar opnuðust og faðir minn leit inn. Hann þaut yfir gólfið þegar hann sá höfuð mitt á koddanum. „Elsku Kathie, við höfðum öll svo miklar áhyggjur af þér. Hvernig líður þér?” „Ég er þreytt," sagði ég. „Mjög, mjög þreytt. Hvað var að mér?” „Hár hiti — einhvers konar hitasótt.” Þegar ég lít til baka skil ég að ég var einfaldlega búin að fá nóg. Ég hafði 18 Vikan 26. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.