Vikan


Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 45

Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 45
SÖGU- LOK fjallshlíðamar. Luke og Rhiannon hlupu í áttina til Nancy, sem stóð kvfðin á hlaðinu ásamt gestunum. „Rhiannon!” Nancy faðmaði dóttur sína að sér. „Hvar hefurðu verið?” Þegar hún tók eftir Luke, kom hik á hana. „Við verðum að koma dýrunum i burtu.” Luke stóð einn og fylgdist vel með öllu sem gerðist í kringum hann. Lög- reglumaðurinn ráðlagði gestunum að yfirgefa bæinn, ef eldurinn skyldi ná þangað. Luke efaðist ekki um að svo hlyti aðfara. En það gagnaði litið að hafa áhyggjur af því núna. Hann sneri sér að Nancy. „Ég tek kálfana út úr hlöðunni.” Hann hljóp af stað, án þess að biða eftir svari. Þegar hann hafði borið eða dregið kálfana niður á neðsta engið, höfðu Nancy og Rhiannon náð öllum öðrum dýrum út. Luke hljóp aftur til Nancy. „Hvar eru hinir mennirnir?” spurði hann stuttaralega. „Þeir eru farnir upp í fjallshlíðarnar með brunaliðinu. Þeir ætla að hittast við gamla tuminn.” Luke leit örvæntingarfullur upp í hliðamar. Nú voru engin horfin i þéttan vegg eldsins, sem nálgaðist með ógnar- hraða. t beinni línu fyrir framan eld- súlurnar stóðu útihúsin, full af heyi og hálmi. Hann vissi að þau myndu fuðra upp. „Það er best að ég fari líka þangað upp.” Luke hraðaði sér af stað en Rhiannon greip um handlegg hans. „Þú þarft ekki að fara Luke! Brunaliðsmennirnir eru þrautþjálfaðir....” „Hugsaðu um mömmu þlna.” Rödd hans var höstug og hann hristi hana af sér. „Fáðu hana til að fara héðan ásamt gestunum — og þú ferð líka!” HaNN hraðaði sér i burtu og hljóp til mannanna sem stóðu og börðust við æðandi eldinn. Þeir virtust litlir og litils megnugir, þar sem þeir stóðu í mjórri röð sem bar við hvæsandi eidinn. Hann kom að tuminum, þar sem óeinkennisklæddur maður og lögreglu- maður störðu út yfir eyðilegginguna. Niðri á jörðinni stóðu nokkrir mannanna og revndu að berja niður eldtungumar sem teygðu sig út frá skóg- areldinum. Luke greip nokkra poka og fór þangað sem enginn mannanna var fyrir og sló frá sér til að kæfa eldinn. Hitinn var óþolandi. Hann leit við og við órólega ..Norðurskóginum? En það er rétt við bæinn!” .,Já, og vindurinn stendur beint á hann!” Haydn tvísteig órólega. „Ertu að koma? Bíllinn er hér fyrir utan.” „Farðu bara á undan,” sagði Luke á- kveðinn. „Ég kem með Rhiannon.” Haydn hreyfði sig ekki. „Jæja, þú heyrðir hvað hann sagði!” hvæsti Rhiannon. Farðu heim til mömmu. Við komum líka!” Þau óku upp fjallaveginn með ofsa- hraða og Luke hafði augun á fiutninga- bílnum sem var rétt fyrir framan hann. Flutningabíllinn var fullur af mönnum, sem komið höfðu frá Abermorvent. Það virtist ekki skipta neinu máli lengur, að erjur og slagsmál höfðu staðið yfir fyrir tæpri klukkustund síðan. Rhiannon þagði og kreppti hnefana i skauti sér. Þegar þau komu upp á hæðina við Rhydewel, sáu þau eldinn. Himinninn var allur glóandi rauður. Það virtist ekki vera mikill reykur, en eldtungurnar sleiktu fjallshlíðarnar við Rhydewelbæinn. Luke fann hvernig óttinn læstist um hann. Hann þekkti allt of vel eyðileggingarmátt skógareldsins, og það lék enginn vafi á, að hann nálgaðist bæinn. Loksins námu þau staðar fyrir framan bæjarhúsin. Lögreglubíll og brunaliðið var þegar mætt á staðinn, og mennirnir sem komið höfðu með Haydn Hopkins lögðu strax af stað- upp i Framha/dssaga eftir Ma/co/m Williams 26. tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.