Vikan


Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 48

Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 48
PÍLAGRÍMSFERÐ TIL FORTÍÐARINNAR Luke. En eftir örstutta stund hvarf Rhiannon og þau voru tvö ein eftir. „Mér....mér þykir fyrir, að ég skyldi ekki koma í heimsókn til þín á sjúkra- húsið,” sagði hún hikandi. „Mig langaði til þess, — en ég gat ekki fengið mig til þess.” „Það hefði glatt mig,” sagði Luke rólega. Hún hélt af stað út úr eldhúsinu, og Luke elti hana. Hún reyndi að tala um eitthvað hversdagslegt. „Við vorum heppnar að eldurinn skyldi ekki ná bænum...... við höfðum ekki of mikið af vatni hér....” Luke greip ekki fram í fyrir henni. Það var auðséð að hún átti í erfiðleikum með að komast að efninu. Hún leit hægt framan í hann. „Manstu nóttina sem við stóðum hér og ég sagði þér frá föður þínum?” Hann kinkaði kolli. „Ég sagði þér ekki ósatt, Luke. Trúirðu því?” Hann kinkaði aftur kolli. „En ég sagði þér ekki allt.” Hann varð stífur, en sagði ekki neitt. „Þegar þú lást á sjúkrahúsinu hugsaði ég mikið um þetta. Ég gladdist vegna þess að fólkið hér hafði tekiö þér. Og ég held að þú hafir lært margt hér. En....” Hún hikaði. „En ég get ekki látið þig fara héðan án þess að þú þekkir allan sannleikann.” Hún andvarpaði. „Námuslysið. Þaö var ekki föður þínum að kenna. Það var maðurinn minn, Geraint, sem átti sökina á því.” Nú hljómuðu þau. Orðin sem hann hafði farið svo langt til að heyra, orðin sem hann hafði misst alla von um að fá að heyra. En hann var gjörsamlega mállaus. „Nei, Luke. Faðir þinn var alltaf hugaður og sterkur, en Geraint — hann átti ekki þennan styrk. Hann var góður maður og tilfinninganæmur, en eftir slysið átti hann erfitt með að afbera sekt sína. Það hefði drepið hann ef ég hefði sagt frá þessu.” „Hvað gerðist?” Luke hafði fengið málið. „Hvernig gat það verið mannin- um þínum að kenna?” Tárin runnu niður kinnar hennar, en hún hélt áfram. „Geraint tók að sér vaktina fyrir föður þinn. Hann varð að heimsækja sjúkan föður sinn þennan dag. „£n rækti hann þá ekki starfið sem skyldi?” „Nei. Allir treystu föður þínum það vel, að engum datt í hug að göngin hefðu ekki verið athuguð. Svo var það einkennisbúningurinn og hjálmurinn, það voru allir vissir um, að það hefði verið faðir þinn, sem var niðri i göngunum.” „En hvers vegna gerði hann ekki skyldu sína?” „Ég veit það ekki. Ég býst við að mannlegur veikleiki hafi átt sinn þátt í því. Við getum ekki öll verið jafnsterk og faðir þinn var, Luke. En staðreyndin var sú, að Geraint athugaði ekki göngin, og eftir sprenginguna greip hann ofsa- hræðsla og hann hljóp á brott. Við getum aldrei verið viss um að við myndum ekki bregðast eins viö.” „En hvernig gastu borið virðingu fyrir honum eftir þetta. Þú þekktir sannleikann. Hvers vegna fékkstu hann ekki til að játa þessi mistök sín?” Hún hristi höfuðið sorgmædd. „Ég frétti þetta fyrst mörgum árum eftir slysið. Fyrst varð ég skelfingu lostin, en ef þú hefðir aðeins séð sektina og óttann sem þjáði hann. Hann greiddi fyrir mis- tök sín. Og hvaða gagn hefði verið að sannleikanum eftir öll þessi ár? Svo virðist sem faðir þinn hafi beðið eftir að Geraint segði frá því sem gerst hafði, og þegar hann gerði það ekki, var Enoch of mikill maður til að segja neitt. Hann tók á sig skuldina. Og skömmina. Hitt veistu.” Luke starði lengi á hana sem lamaður. Síðan gekk hann orðalaust af stað í áttina að heiðinni. Það liðu tveir tímar þar til hann kom aftur, og hann kom að Rhiannon inni í eldhúsinu þar sem hún huggaði móður sína. Hann stóð í dyrunum eins og steingervingur. Nancy starði lengi á hann áður en hún tók til máls. „Jæja..... Luke? Hvað hefurðu hugsað þér að gera? Segja fólkinu sannleikann?” „Nei,” sagði hann hljóðlega. „Ég mun ekki segja þeim neitt. Það er tilgangslaust. Þú sagðir sjálf að faðir minn hefði verið mikill maður. Ég býst við, að hann geti hvílt i friði núna. Hann langaði alltaf til að koma aftur til Wales, og á vissan hátt held ég að hann hafi gert það.” Rhiannon sleppti móður sinni og tók utan um Luke. Nancy horfði á hann með hlýju og þakklæti i augunum. Síðan stóð hún einnig upp og tók utan um hann. Þau gengu öll þrjú út i sólskinið, í áttina að fjöllunum, hinum bláu fjöllum föður hans. Og nú var faðir hans loksins kominn heim. Heim til gamla landsins, þar sem sonur hans átti nú einnig heima. ENDIR. LabbaKútarnir EFTIR Bud Blake Ég fann jólagjöf inni í skáp hjð mömmu. 48 Vikan 26. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.