Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 44
ÚTDRÁTTUR:
Lukc Owen er ekki ennþá ánægður
með þann sannleika, sem borínn hefur
verið á borð fyrir hann sem sá eini
rétti. Hann hafði ekki iagt á sig þessa
löngu ferð frá Zambíu til Abermorvent
í Wales til þess eins aö heyra, að faðir
hans hcfði þrjátíu árum fyrr valdið
dauða þriggja manna og gert hinn
fjóröa örkumla með gáleysi sínu. Það
er honum þó sárabót, að hinn hræðilegi
grunur hans um, að Rhiannon værí
hálfsystir hans, reyndist ekki réttur.
Nancy, móðir hennar, hafði látið hann
halda það, því henni virtist ekki um
samdrátt þeirra gefið. Ibúar
Abermorvent eru óvinsamlegir í garð
Lukes, og þegar hann er einn á ferð
um kvöld, ráðast þeir að honum Gmm.
Luke má sín lítils gegn ofureflinu, en
honum berst hjálp, og þegar Rhiannon
birtist einnig, gleymir hann Ukamlegum
sársauka.
Þýð.: Stm/nunn HeJgmdóttír
Luke leit í áhyggjufull augu hennar.
Síðan tók hann höndunum um andlit
hennar og kyssti hana.
„Það er ailt í lagi, svo lengi sem þú ert
ekki einn þeirra.”
„Luke. . .” Orðin virtust kafna í hálsi
hennar. „Ég . . . ég talaði við mömmu.
Við rifumst alveg hræðilega, en svo
sagði hún mér hvað hafði gerst — hvers
vegna þú hefðir farið. Ó, Luke, þú
hlýtur að óska þess, að þú hefðir aldrei
fariðfrá Afríku!”
„Ég var byrjáður að óska þess
Rhiannon.” Hann þrýsti henni fast að
sér. „Það var versta reynsla lífs míns,
þegar ég hélt að þú værir...”
Spennan hvarf þegar hún þrýsti sér
aftur að honum og tók um háls hans, og
hann gleymdi bæði áhyggjum og
sársauka...
AU gengu þegjandi heim að húsi
ekkjunnar og Luke notaði lykilinn til að
komast inn. Frú Watkins kom fram úr
eldhúsinu, leit sem snöggvast á Luke og
án þess að spyrja neins, lét hún hann
setjast við eldhúsborðið, sótti sára-
umbúðir, sjóðandi vatn og skál. Hún tók
ósjálfrátt við stjórninni.
„Sæktu hreina skyrtu fyrir hann
Rhiannon. Og bómullarpokann inni í
baðherberginu."
Frú Watkins hreinsaði andlit hans
kunnáttusamlega. meðan Rhiannon
sagði henni alla sólarsöguna. Ekkjan
hnussaði fyrirlitlega, en sagði ekki neitt.
Þegar sár Lukes voru hrein og þurr,
hjálpaði Rhiannon honum I skyrtuna.
Frú Watkins rétti honum rjúkandi
tebolla, en yfirgaf þau síðan hljóðlega.
Rhiannon starði hugsandi á hann.
Hún tók stól og settist við hlið hans.
„Þú ert ekki neinn venjulegur
búverkamaður Luke, er það?”
Hann svaraði ekki strax. „Nei
Rhiannon, en ég vinn við búskap...”
„Þitt eigið bú?”
„Ég erfði bæinn eftir föður minn.”
Hún hristi höfuðið þegjandi. „Og
hvað er þessi landareign þín stór?”
Hann hikaði. „Ég veit það ekki alveg
nákvæmlega. En það tekur um það bil
einn dag að aka i kringum hana.”
„Og byggði faðir þinn þetta upp með
tvær hendur tómar?”
Hann kinkaði kolli.
„Og hann starfaði einn við þetta til að
byrja með?”
„Það er rétt.”
Hún þrýsti hönd hans. „Ég get ekki
trúað því að slíkur maður hafi verið
hugleysingi.”
Luke horfði alvarlega á hana. „Þakka
þér fyrir Rhiannon.” Hann beygði sig og
kyssti hana blíðlega.
„Þú heföir ekki þurft að flytjast
hingað Luke. Það var ekki rétt af
mömmu að reka þig á dyr.”
Hann kinkaði kolli. „Hún var reið
Rhiannon.”
„Það hefði getað orðið til þess að þú
hefðir farið og aldrei komið hingað
aftur.”
Hann hristi höfuðið hægt. „Nei. Svo
lengi sem þú ert hér mun ég alltaf koma
aftur.”
Hún leit niður. „Manstu kvöldið
eftir kóræfinguna?”
„Auðvitað man ég eftir því.”
„Þegar þú fórst aftur til London,
horfði ég á þig ofan af hæðinni. Mér
fannst sem þú hefðir tekið hluta af mér
með þér.”
Hann brosti. „En nú er ég kominn
hingað með hann aftur.”
„Já. En hvað um alla þá sem hata þig
hér um slóðir?” Rödd hennar var
áhyggjufull. „Haydn Hopkins, Will
Prothero og jafnvel Gareth Jenkins? Ég
býst við að hann hafi líka verið á
Aubrey kránni.”
„Gareth Jenkins var þar ekki.”
„Ertu viss? Hann var ekki á kóræfing-
unni. Og Gareth er yfirleitt með
Haydn Hopkins.”
.A.LLT í einu var dyrabjöllunni
hringt og þau heyrðu lágværa rödd
ekkjunnar í ganginum.
Þegar frú Watkins kom inn, var andlit
hennar þungbúið.
„Rhiannon, það er kominn maður til
að tala við þig.”
Luke fékk allt i einu hugboð um að
eitthvað væri að. Hann fylgdi Rhiannon
því eftir fram í ganginn. 1 dyrunum stóð
Haydn Hopkins. Hann hafði glóðarauga
og skyrtan var bæði óhrein og rifin.
Luke stillti sér upp við hlið Rhiannon,
en Haydn virti hann ekki viðlits.
Neistarnir fuku allt í kringum Luke. En hann tók
varla eftir því. Hann neri aum augun og starði
niður í gryfjuna. Á botninum lá Gareth Jenkins
hreyfingarlaus. Óhugnanlega hreyfingarlaus ...
„Rhiannon,” sagði hann æstur.
„Nokkuð hræðilegt hefur gerst.
Mamma þín hringdi niður á krá rétt 1
þessu. Hún var að reyna að ná í þig. Ég
lofaði að færa þér skilaboðin, og Jack
sagði að þú værir hérna.”
„Haydn!” Rödd Rhiannon var full
óþolinmæði. „Hvað gerðist? Er allt í lagi
með mömmu?”
„Já. Hún er örugg, enn sem komið er.
En það geisar skógareldur i norður-
skóginum.”
44 Vikan 26. tbl.