Vikan - 23.08.1979, Síða 3
gjalda eða telja slíkar aðgerðir
vænlegri tii árangurs en aðrar.
Sendiráð risaveldanna hér
uppi á litla Islandi eru í þessum
efnum engin undantekning enda
eru þau ekki berskjölduð. Varn-
ir þeirra felast ekki í háum múr-
veggjum eða vopnuðum vörðum
sem spígspora á gangstéttunum
frammi fyrir sendiráðunum,
heldur ýmiss konar tækniútbún-
aði sem lítið fer fyrir. Slá má
föstu að enginn hermdarverka-
maður, hversu þjálfaður sem
hann er, leikur sér að því að her-
taka sendiráð Sovétríkjanna,
Bandaríkjanna eöa V-Þýska-
lands í Reykjavík. Sjá myndir.
reiðslumeistari í Bakhúsinu hjá
Þorsteini Viggóssyni í Kaup-
mannahöfn og síðar á pizzastað
á Strikinu en það var einmitt þar
sem hann fékk hugmyndina að
þeim stað sem nú er kominn í
fullan gang. Pizzurnar eru gerð-
ar eftir leyniuppskrift Jakobs og
eru því hvergi annars staðar á
boðstólum þó víða væri leitað í
veröldinni. Auk þess mun stað-
urinn vera með alls kyns mat
annan þó svo að uppskriftirnar
að honum séu ekki leynilegar.
í kjallara hússins mun ætlun-
in að starfrækja gallerí fyrir list-
Allt kostar peninga og peninga fá
kaupsýslumenn i bönkum. Hér má
sjá útibússtjórann í Múlaútibúi
Landsbankans, Bjarna Magnússon,
sem kom til að sjá i hvað peningarnir
hefðu farið, ræða við föður annars
eigandans, Erlend Vilhjálmsson. Sá
sem situr er Ágúst Guðmundsson,
kvikmyndagerðarmaður.
Jónmundsdóttir.
34. tbl. Vikan 3
Sú var tíðin að ef húsnæði
losnaði í miðborg Reykjavíkur
var þar óðar búið að standsetja
tískuverslun. Nú hefur sú breyt-
ing orðið á að þegar tískuversl-
anirnar fara á hausinn þá er
rokið upp til handa og fóta og
komið upp matsölustöðum.
Sumir koma sér upp tækja-
kosti til að framleiða hundruð
hamborgara á klukkustund
(hver á að torga þeim?), aðrir
einbeita sér að náttúrulækninga-
fæði (hver verður saddur af því?)
og svo eru það enn aðrir sem
opna pizzuveitingahús (pizzur
geta allir borðað).
Einn slíkur staður var opn-
aður nú síðla sumars, staðsettur
í miðju Hafnarstræti í Reykja-
vík, og hlaut nafnið HORNIÐ.
Eigendurnir eru tveir ungir
menn á uppleið, þeir Guðni
Erlendsson, kaupmaður, og
Jakob H. Magnússon, mat-
reiðslumaður. Sá síðarnefndi
starfaði um tíma sem yfirmat-
verHJ að segja við Jón Hjaltason, Óðalsforstjóra.
sýningar og hefur Ríkharður
Valtingojer verið ráðinn list-
ráðunautur staðarins.
Og svo er það vínið! Góð vín
eru ómissandi með góðri pizzu
og eru þeir félagar nú í óða önn
að reyna að útvega sér tilskilin
leyfi fyrir slíkar veitingar. Þegar
þar að kemur verður menningin
meiri í miðbænum.
EJ.
Hér skála eigendurnir og frúr þeirra
fyrir HORNINU. Talið frá vinstri:
Steinunn Skúladóttir, Valgerður Jó-
hannsdóttir, Jakob Magnússon og
Guðni Erlendsson.
Á sólrikum sumardegi sat þessi
kona í garði sovéska sendiráðsins í
Reykjavik og prjónaði lopapeysu.
Garðurinn er girtur með vírneti sem
enginn kemst yfir nema fuglinn
fljúgandi. Ljósmyndarinn þurfti að
klrfra upp á þak á nærliggjandi húsi
til að sjá inn i garðinn og gifta hans
fólst i þvi að Rússarnir sáu ekki til
hans. Hvað unga konan er að hugsa
vitum við ekki, en hún er ein af 77
manneskjum sem dvelja hér á landi
á vegum sovéska sendiráðsins sem
starfað hefur á íslandi allar götur
siðan 1944. Starfsmenn eru 35 og
þeim fylgja 42 fjölskyldumeðlimir.
(DE/T
UmFÓLK
Núeruþað á undanhaldi?
„KÚLTÚRPIZZUR"