Vikan


Vikan - 23.08.1979, Síða 7

Vikan - 23.08.1979, Síða 7
skilnað. Þið þurfið að vita að það er við skilnaðinn að allir verðleikar og gallar manneskjunnar koma fram og raskast.” Það ætti að vera mögulegt fyrir tvær manneskjur, sem eiga barn saman og komast að raun um að þær geta ekki lengur búið saman, að finna skynsamlega lausn á framkvæmd umgengnisréttar við skilnað. Það krefst hinsvegar þess að foreldrar geti unnið saman. Orðið samvinna er mjög mikilvægt í þessu sambandi. Hún reynist mörgum erfið. Það sem ætti að vera sam- vinna er oft hrein deila. Deilan getur orsak- ast af mörgu. Ef til vill er annar aðilinn mótfallinn skilnaði og vinnur þess vegna gegn hinum aðilanum. Ef til vill er framhjá- hald og ný sambúð annars orsökin. Og ef til vill hefur svo mikið gengið á í langan tíma að skilnaður er endir á eilífu ósamkomulagi og rifrildum. Samvinna er útilokuð. Hver svo sem ástæðan kann að vera, er það staðreynd að slæm samvinna er háð því að skilnaðaraðilarnir sitja uppi með óleyst tilfinningamál sem halda áfram að móta þá eftir skilnað. Þessi tilfinningamál koma sífellt upp á yfirborðið og hafa áhrif á framkvæmd umgengnisréttar. Barniðskipt- ir hér oft litlu máli. Tilfinningamál hinna fullorðnu sitja í fyrirrúmi. Þess vegna reynir svo sannarlega á persónulega eigin- leika foreldra við skilnað. - ■ Á barnið að fá sinn lögfræðing? Erlendis hefur verið mikið rætt og ritað á undanförnum árum um hvort barnið eigi sjálft að fá eigin lögfræðing til að sjá um að högum þess sé sem allra best borgið. Þetta er sennilega í mörgum tilvikum bæði æski- leg og nauðsynleg lausn, þar sem lögfræð- ingur m.a. tryggir réttarstöðu barns. Slíkur lögfræðingur gæti t.d. krafist þess fyrir hönd barns að það þyrfti ekki að hafa samband við móður/föður eftir skilnað ef það þjónaði þörfum barnsins betur. Eða gagnstætt: lögfræðingur getur krafist að barn hafi samband við föður/móður þrátt fyrir að annað foreldrið vinni gegn því. Það er á hinn bóginn augljóst að hug- takið lögfræðingur barns endurspeglar þá afstöðu, að það þurfi lögfræðilega lausn til þess að greiða úr flækjum og tryggja að tekið sé tillit til barna. I þessu sambandi hefur verið bent á, að æskilegra væri að fjölskyldumeðlimir gætu fengið aðstoð til þess að vinna saman, í stað þess að vinna hvor gegn öðrum. Þetta ætti að gerast áður en skilnaður er endanlegur og hefði í för með sér að meira þyrfti að koma til en lög- fræðileg aðstoð. Einnig hefur verið bent á, að lögfræðing- ur barns geti enn aukið á árekstra innan fjölskyldunnar, þar sem þrír lögfræðingar færu að reyna að leysa úr málunum í stað tveggja. Að lokum: Eitt er hafið yfir alla umræðu í umgengnisréttarmálum. Barnið sjálft ætti að hafa áhrif á framkvæmd umgengnisrétt- ar þegar það er komið yfir vissan aldur. Ekki síst vegna þess að það getur aldrei þjónað þörfum barns að þvinga það til ein- hvers sem það vill ekki sjálft. Og það vilja fullorðnireinmitt gera — EÐA HVAÐ? 34. tbl. Víkan7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.