Vikan - 23.08.1979, Side 11
á íslandi:
Er
líknarmo
besta
lausnin?
— Við hófum ekki neina fastmótaða
stefnuskrá ennþá, sögðu þær Andrea Þórð
ardóttir, forstöðumaður, og Sigriður Þor-
steinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, en þær
féllust á að ræða þessi mál við blaðamann
Vikunnar ásamt nokkrum aðstandendurn
geðsjúkra og sjúklingum, sem af eðlilegum
ástæðum vilja ekki láta nafns síns getið.
— Aðaluppistaðan og reyndar kveikjan
að þessu félagi eru aðstandendur og svo ailt
það fólk sem hefur áhuga á að leggja þessu
máli lið. Við trúum því að með aukinni
fræðslu sé hægt að minnka þá fordóma sem
hingað til hefur verið svo grunnt á í sam-
bandi við þessa sjúkdóma og að okkur tak
ist að fá fleiri til að leggja hönd á plóginn til ■
að bæta aðstöðu þessa fólks sem er tvi
mælalaust einhver sú versta er sjúku fólki
er boðið upp á í þjóðfélagi okkar.
— Hér er allt of lítið um almenna
fræðslu í sambandi við geðræna sjúkdóma.
Þess vegna óttast fólk þá og hættir til að
taka sjúkdóminn fyrir manninn. Félaginu
er líka ætlað að létta nokkru af hinni þungu
byrði aðstandenda, sem oft búa við slíkan
kvíða, vonleysi og sektarkennd að það er
nánast furða að það skuli ekki á endanum
fara sómu leið sjálft. Það er þessu fólki
ómetanlegur stuðningur að geta komið
saman og rætt vandamál sín í fullri hrein-
skilni við aðra með sömu reynslu. Kannski
er það þessi þörf sem er hvað mest knýjandi
í svipinn.
Sjúklingar „settir
inn" fyrir sjúkdóm
sinn
— Síðast en ekki síst er ætlunin að
reyna að leggja sem mest af mörkum til
samvinnu við geðlækna og sálfræðinga,
þessar allt of fámennu stéttir sem eru svo
yfirhlaðnar störf jm að nánast er vonlaust
að þær geti sinnt öllum þeiin þáttum er
sjúklingur þarf sér til hjálpar. Enda skortir
svo mikið á að þeir hafi yfir að ráða öllu
sem þarf til að fylgja eftir endurhæfingu að
sjálfri sjúkrahúsmeðferð lokinni. Og það er
þar sem við viljum koma inn í myndina.
Við gerum okkur fulla grein fyrir að sjálf
meðferðin er á engra valdi nema þeirra. En
við vonumst til að okkar hjálp geti nýst til
að grynnka á vandamálunum eftir sjúkra
húsmeðferð.
— Einnig viljum við beita okkur fyrir
stofnun neyðarstöðvar, en hingað til hafa
yfirfull sjúkrahús oft ekki haft önnur ráð
handa aðstandendum geðsjúkra en að vísa
þeim á fangageymslur lögreglunnar verði
sjúklingur árásargjarn. Þannig fá þessir
sjúklingar oft að „sitja inni” fyrir sjúkdóm
sinn í stað þess að fá nauðsynlega læknis-
hjálp og er það sjálfsagt einsdæmi. Á
meðan hefur hin nýja geðdeild I.andspítal
ans staðið auð sakir hreppakryts.
34* tbl. Vikan XI