Vikan


Vikan - 23.08.1979, Side 12

Vikan - 23.08.1979, Side 12
Við höfum meira að segja mjög ákveðn- ar hugmyndir um það hvernig leysa má þetta mál. Nú stendur til að göngudeild Flókadeildar flytji niður á Landspítala og geðdeildin þar komist loks i gagnið. Þar með losnar heilt hús og það viljum við fá til að sinna neyðartilfellum. Og ekki skal standa á okkur félögunum að leggja fram sjálfboðavinnu við gæslu og umhirðu þess- ara sjúklinga. — Við vonumst fastlega til að einhverjir fleiri séu tilbúnir að leggja máli þessu lið eftir lestur þessarar greinar og viljum þá benda á að símanúmer okkar eru: 66234 (Andrea) og 54383 (Sigríður). Á þessum umræðufundi komu fram ótal dæmi um hrikalegar aðstæður geðsjúkra sem of langt mál yrði að rekja hér. Við höfum því valið að taka tvö þeirra séð frá sjónarhóli aðstandenda og eitt frá sjónar- hóli sjúklingsins: Guðný, 42 ára gömul, einstæð móðir 19 ára gamallar stúlku: Þegar ég hugsa um framtfðina óska ég þess oft að hún fengi að deyja — Dóttir mín flosnaði upp úr mennta- skóla 16 ára gömul, strauk til Kaupmanna- hafnar og lenti þar I eiturlyfjum. Hún kom heim eftir tæpt ár og eftir að ég hafði haft hana heima um tíma algjörlega sinnulausa fór ég með hana til sálfræðings. Hann viðurkenndi fúslega að hún væri meira en lítið sjúk en gaf fyllilega í skyn að vanda- mál hennar væru að meira eða minna leyti mér að kenna. Kannski er það satt, ég hef verið ein um uppeldi hennar og þegar litið er til baka er auðvitað ósköp auðvelt að finna ýmislegt sem betur hefði mátt fara. — Það hefur ekki verið auðvelt að rísa undir þessari sektarkennd og það er kannski einmitt hún sem gerir hlutverk okkar aðstandenda geðsjúkra svo gjörólíkt hlutverki aðstandenda líkamlega sjúkra. Sýkist maki eða barn líkamlega áttu samúð allra, sé aftur á móti um andlegan sjúkdóm að ræða vaknar strax sú spuming: Hvað hef ég gert rangt? Og það jafnvel án þess að ýtt sé undir það af sérfræðingum. Og samúð ætt- ingja og vina er fljót að þverra þegar sjúklingurinn fer að „ónáða” þá. Ég hafði t.d. í nokkur ár búið með manni þegar dóttir mín veiktist en hann yfirgaf mig af því að hann treysti sér ekki til sambúðar með henni í kaupbæti. Það er varla hægt að lá fólki þessa afstöðu. Samneyti við geðsjúkling í kasti er þvílík skelfing að hún er illskiljan- leg öðrum en þeim sem sjálfir hafa reynt hana. Samt er heilbrigðisþjónustu hér þannig háttað að fái manneskja illkynjaðan líkamlegan sjúkdóm á hún visa aðstoð bæði frá ættingjum og læknum þar til hún annaðhvort læknast eða deyr. Sé um geð- sjúkdóm að ræða er í hæsta lagi hægt að koma henni inn á spítala þar til mesta rugl- ið bráir af henni. Síðan er hún send heim til ættingja, ef þeir þá vilja taka við henni, eða „í herbergi úti í bæ” þar sem hún á að sjá um sig sjálf þó að hún sé engan veginn fær um það. Og ábyrgðina ber enginn. Fyrrverandi eiturlyfja- neytandi sendur heim með kynstrin öll af lyfjum — Ég ætla mér síst af öllu að gagnrýna þá lækna sem ég hef átt samskipti við frá því að dóttir mín veiktist. Ég dreg ekki í efa að þeir gera jafn vel og hægt er við svo hróplega lélegar aðstæður að það er sjálf- sagt leitun á öðru eins í heilbrigðisþjónustu okkar. En ég get ekki látið vera að drepa hér á nokkur atriði sem hafa hvað mest vakið furðu mína. — Þrátt fyrir að vitað sé að hún var í eiturlyfjum er hún send heim með kynstrin öll af lyfjum sem henni er ætlað að taka inn á eigin spýtur. Og svo er auðvitað undir hælinn lagt hvort hún tekur þau yfirleitt eða öll í einu. Enda hefur hvort tveggja komið fyrir. Enginn hefur heldur af sjálfs- dáðum hirt um að útskýra fyrir mér hvaða lyf þetta séu, hvaða tilgangi þau þjóni eða hugsanlegar aukaverkanir. — Annað er hið fullkomna iðjuleysi sjúklinganna á þeirri stofnun sem dóttir mín hefur dvalið á. Að vísu er þeim boðið upp á föndurtíma, utan þess er ekki um annað að ræða en ráfa um ganga og setu- stofu. Dóttir mín er mesti klaufi í höndun- um og hefur lítið gaman af föndurtímun- 12 Vikan 34. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.