Vikan


Vikan - 23.08.1979, Síða 23

Vikan - 23.08.1979, Síða 23
r - >.< Syrgfandur í Amsterdam fy/gja gamla bHnum sínum siðasta spöiinn. Þair viija minna okkur á það að við kveðjum oft bílarta okkar á nöturlogan hátt eftir dygga þjónustu. Þessir Hollendingar vildu kveðja bílinn sinn á þann hátt sem hann átti skilið. Góður vinur fær þau endalok sem hann á skilið Hvað gerðir þú við gamla bílinn þinn? Seldirðu hann eða hent- irðu honum bara á haugana og gleymdir honum? Nokkrir Hol- lendingar voru trúir gamla bíln- um sinum út yfir gröf og dauða. Þeir jörðuðu hann með viðhöfn — hálft I gamni og hálft í alvöru. Kannski finnst ykkur þetta hlægilegt. Syrgjendur sem fylgja gömlum bíl til grafar. En þessum Hollendingum fannst ósköp eðli- legt að sýna góðum félaga virð- ingu sína að loknu „ævistarfi”. Enda eru áhöld um hvort við eyðum ekki meiri tíma í að hugsa um bílana okkar en vini og fjölskyldu. Við hlustum áhyggjufull eftir aukahljóðum frá vélinni, hirðum hann vand- lega og sjáum um að hann skorti aldrei rétt „næringarefni”. Við verjum hann gegn skemmdum af mikilli hörku og menn fyllast eldmóði er þeir lýsa öllum þeim kostum sem nýi bíllinn þeirra hefur til brunns að bera — eða sameiginlegum ævintýrum. Og hvað gerist svo þegar tímans tönn vinnur á þessum góða vini? Við sendum hann á haugana. Skiljið þið nú hvað við eigum við þegar við segjum að Hol- lendingarnir hafi nokkuð til sins máls? 34* tbl. Vikan 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.