Vikan


Vikan - 23.08.1979, Síða 27

Vikan - 23.08.1979, Síða 27
Övenjumikil þátttaka í sumargetrauninni: Þrjár konur hirtu öll verðlaunin Þátttakan í sumargetraun Vikunnar var óvenjulega mikil í ár og bárust okkur fjöldi lausna, sem flestar voru laukréttar, enda má segja, að getraunin hafi ekki verið strangt gáfnapróf, enda alls ekki ætlunin. Verðlaunin voru þrenn, allt ferðir með ferðaskrifstofunni Úrval til fjarlægra sólar- stranda, hálfsmánaðarferðir fyrir tvo. Urslitin urðu sem hér segir: 1. Guðlaug Magnúsdóttir, Presthúsa- braut 33, Akranesi vann tveggja vikna ferð fyrir tvo til Ibiza. 2. Birgitta Björnsdóttir, Grýtubakka 28, Reykjavík vann tveggja vikna ferð fyrir tvo til Kanaríeyja. 3. Elísabet Svansdóttir, Daibraut 10, Búðardal, vann tveggja vikna ferð fyrir tvo til Mallorka. Allt eru þetta ferðir með ferðaskrifstof- unni Úrval, eins og áður sagði. Vikan þakkar öllum hinum fjölmörgu lesendum sínum, sem þátt tóku í getraun- inni, kærlega fyrir og vonar, að allir hafi haft gaman af: -HP: Sendimaður okkar á ritstjóm, Elva Björk Ellerts- dóttir, dró úr róttum lausnum i sumargetraun- inni. „Ég? Er þad?”... „ÉG? Er það? .... voru viðbrögð Birgittu Björnsdóttur 16 ára við tilkynning- unni um, að hún hefði unnið tveggja vikna ferð til Kanaríeyja með ferðaskrifstofunni Úrval i sumargetraun Vikunnar. Hún sagðist hafa komið til Mallorka áður, en aldrei til Kanaríeyja. Hún hefði tekið þátt í getrauninni að gamni sínu og ekki látið sér til hugar koma, að hún myndi vinna til verðlauna. „Það var gaman að taka þátt í þessu og ég þakka bara fyrir mig,” sagði Birgitta. „Hef aldrei veriö erlendis” ... „Ertu nokkuð að gera grín?” spurði Elísabet Svansdóttir í Búðardal er við höfðum samband við hana. Hún vann þriðju verðlaun í sumargetrauninni, tveggja vikna ferð fyrir tvo til Mallorka á vegum ferðaskrifstofunnar Úrval. „Nei, ég hef aldrei komið út fyrir landsteinana fyrr og ætla svo sannarlega að grípa tækifærið. Eg þakka fyrir mig...” „Og ég sem er svo flughrædd...” „Það er aldeilis! Maður hefur aldeilis fréttir að færa manninum, f>egar hann kemur heim,” sagði Guðlaug Magnúsdóttir á Akranesi er við tilkynntum henni, að hún hefði unnið 1. verðlaun í sumargetraun Vikunnar. „Það er verst, hvað ég er ferlega flughrædd, ég efast um, að ég þori að fara neitt.” Guðlaug sagði, að þau hjónin, en maður hennar er Valur Þór Þóroddsson, háseti á togaranum Krossvík frá Akranesi, hefðu nýverið farið í stutt ferðalag um landið, „en það reynum við að gera á hverju ári,” sagði Guðlaug. „Ég hef hins vegar aldrei komið til útlanda á æfi minni, svo ég veit ekki hvað verður nú, þegar ég fæ þetta svona upp í hendurnar.” 34. tbl.VIKanZ7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.