Vikan


Vikan - 23.08.1979, Qupperneq 44

Vikan - 23.08.1979, Qupperneq 44
Með kaldhæðnislegri röddu kynnti Barbara hana fyrir Nick, sem „fjöl- skylduvin”. Jill Sanderson roðnaði en sagði ekki orð. Hún leit spyrjandi á fylgdarmann sinn í von um hjálp. Það losnaði um málbeinið hjá Nigel. „Barbie, þetta er stórkostlegt! Mér datt alls ekki í hug að — ég á við,— hvenær komstu?” Hún virti hann napurlega fyrir sér. Hann sneri sér að Nick. „Hr. Dexter, mikið er ég feginn að sjá yður aftur. Ég hef verið viti minu fjær af áhyggjum. Mér skilst að það hafi verið vandræði handan landamæranna. Ungfrú Sander- son er nýkomin frá Njongwe. Landið virðist loga i óróa.” Nick leit ekki á framrétta hönd Far- sons. Hann var að springa. Hann hafði leynt Barböru sannleikanum allan þenn- an tíma. Nú varð hún að fá að vita hvers vegna eiginmaður hennar hafði ráðið hann. Hann opnaði munninn en fékk ekki tækifæri til útskýringar. Barbara setti fyrirlitningarstút á var- irnar. „Nigel Farson! Mér býður við þér!” „Barbie, ástin min?” „Auðvitað ert þú undrandi að sjá mig! Þú ert undrandi að sjá okkur bæði!” Nasavængir hennar þöndust út. „Og hættu að látast, þú yrðir lélegur leikari." „Barbie, ég skil ekki...” „Skilur ekki! Þaðsem þú skilur ekki er hvernig nokkurt okkar komst aftur til Kilumba á lífi. Ekki þegar þú ætlaðir að láta drepa mig!” Einhver greip andann á lofti. Bar- þjónninn hætti að þurrka glösin. Allir i herberginu fylgdust með. Farson leit órólegur í kringum sig. „Barbie! Talaðu lægra. Þú ferð með tóma vitleysu!” „Það tók mig langan tíma að sjá það út, Nigel,” hélt Barbara miskunnarlaust áfram. „Þú sást til þess að litla kvikindið hann Kareem yrði varaður við því að ég myndi reyna að flýja úr stofufangelsinu. Vafalaust hefur Jill hérna séð um það. Svo, þegar Nick og vinir hans komu, þá var herbíllinn tilbúinn hinum megin við hornið. Fullur bill af stjórnarher- mönnum. Guð minn góður, þvílíkt sam- særi!” 44 Vikan 34. tbl. Hún tók sér hlé til þess að ná andan- um, augu hennar glóðu enn af reiði. Nick horfði á hana fullur undrunar — og aðdáunar. Hún hafði þá vitað það og ekki sagt honum það. „Barbara! Andlit Farsons var nú dökkt af reiði. „Þú ferð með hina mestu vitleysu núna. Hvers vegna í ósköpun- um ætti ég að vilja þig feiga?” „Vegna þess,” hvæsti hún, „að þú vilt HANA. Og peningana mina og þjóð- félagsstöðu mína ... svo fólk geti borið virðingu fyrir þér og vorkennt þér eftir að hafa gert svona frækilega tilraun til þess að ná mér aftur. Nú, jæja, hérna er ég. Og þaðer Nick lika. Og Lilli Selkirk!" Það varð löng áhrifamikil þögn. Hendur Farsons skulfu. Hann marði smávindil- inn í öskubakkanum. Hásum rómi stakk hann upp á: „Sjáið nú til, við skulum öll fara eitthvað og ræða þetta á siðmenntaðan hátt. Dext- er," hann beindi máli sinu til Nicks, „þér eruðsanngjarn maður.” „Siðmenntaðan hátt!” sagði Barbara hvasst. Reiði hennar braust nú út og hún sló Nigel Farson fast í andlitið. Skellurinn bergmálaði í vínstofunni. Farson starði, æðarnar tútnuðu á enni hans og rauður blettur breiddist út yfir kinnina. „Þetta,” sagði Barbara með ískulda i röddinni, „er fyrir vesalings mann, sem hét Stefan Donska! ÞÚ myrtir hann!” Hún opnaði vinstri höndina og sýndi honum giftingarhringinn. „Ég læt þig fá hann — í annað sinn. Héma!” Hún henti hringnum í hann og leit svo á Jill Sanderson með takmarkalausri fyrirlitn- ingu. „Þið eigið hvort annað skilið!” Barbara snerist á hæli. Allir horfðu á þegar hún gekk. með höfuðið hátt, yfir salinn, há, bein og virðuleg. Barþjónn- inn flýtti sér fram fyrir afgreiðsluborðið og opnaði dyrnar fyrir hana. Hún gekk fram í anddyrið og hvarf. Axlir Farsons sigu. „Gerðu eitthvað!” sagði Jill Sander- son gremjulega. Hann tók upp smávindil og kveikti skjálfhentur í honum. Fólk starði enn á hann. „Jæja, Farson?” sagði Nick með ýtni. „Ég hef haldið minn hluta samningsins. „Samningsins?” „Auðvitað. Ég hef komið með konu yðar heila á húfi. Hún þurfti að gjalda hátt verð. Nú er komið að yður að gera slíkt hiðsama.” „Borga!” Farson riðaði. „En ég er ekki meðslika upphæðá mér hérna.” Fyrirlitning Nicks gegnsýrði alla vín- stofuna þegar hann leit á Jill Sanderson. „Farson,” sagði hann, „þér eigið ekkert. Þér munið aldrei eiga neitt!” „Ég skal borga yður, Dexter. Ég er maður orða minna.” Rödd Nicks varð ógnandi. „Farson. Ég fer núna. En ef þér verðið enn í Kilumba i fyrramálið, þá kem ég á eftir yður, með byssu!” Þjónninn hélt enn opnum dyrunum þegar Nick strunsaði út úrsalnum. Barbara sat við hlið Jimmys í bílnum. Tár voru í augum hennar og hún starði ut um bílgluggann. Nick settist við hlið hennar og þau óku í burtu. „Barbara.” Nick kreisti hönd hennar. „Þú varst stórkostleg.” Hún hristi höfuðið og tárin streymdu niður kinnar hennar. „Þetta var hræði- legt!” sagði hún með ekka, „niðurlægj- andi...” „Hæ!” Hann sneri andliti hennar að sér. „Ég sagði að þú hefðir verið stór- kostleg!” Hann tók upp vasaklút og rétti henni. Hún lét nú huggast, þurrkaði sér um augun og hallaði höfðinu að öxl hans. „Þakka þér fyrir að koma með mér, Nick. Ég hefði ekki getað ...” „Þú hefðir getað!” mótmælti hann. „Með mér eða án mín hefðir þú getað!”
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.