Vikan


Vikan - 03.01.1980, Side 35

Vikan - 03.01.1980, Side 35
ekki staðið þarna úti á miðju gólfi og sofið — það er ekki viðeigandi! Fröken Mortens kom skrifstofustjóranum fyrir í stólnum sinum, lagaði gleraugun hans, sem aftur voru sigin niður á neðri vör, og ýtti stólnum upp að vegg svo hann væri ekki fyrir öðrum. Tveim sekúndum síðar hraut skrifstofustjórinn eins og hrútur. Fröken Mortens stakk skrifblokkinni undir hand- legginn og rölti óstyrkum fótum inn til forstjórans. Forstjórinn sat með hendur spenntar yfir stóran forstjóramaga sinn og dró ýsur án afláts. — Rork pyhhhh . . . rork pyhhhh... Fröken Mortens lagði frá sér blokkina og hóf lífgunartilraunir á forstjóra sínum. — Nú, það ert þú, sagði hann og geispaði mikinn. — Ég ætlaði að biðja þig ... hérna .... biðja þig um að taka niður bréf fyrir mig, fröken Mortens. Frökenin setti sig i stellingar. Forstjórinn stóð á fætur, fékk sér vatnsglas, gekk nokkra hringi um gólfið og byrjaði svo að lesa fyrir svefndrukkinni röddu. — í framhaldi af simtali okkar 23.3. viljum við vekja athygli yðar á því . . . sofið þér, fröken Mortens? Ritarinn rauk upp með and- fælum, henni hafði tekist að njóta samvista við draumaprins- inn sinn í nákvæmlega 3 sekúndur. — Nei, nei, herra forstjóri, ég er glaðvakandi. Ég náði þessu öllu, þér getið haldið áfram. —.. að pöntun yðar er... Forstjórinn sökk ofan í stólinn og í kjölfarið fylgdu þungar hrotur. — Þér getið haldið áfram, herra forstjóri. Forstjórinn hrökk við. — Fyrirgefðu, væna, umlaði hann, ég sofnaði. Hvað var ég kominn langt? Fröken Mortens las fyrir hann það sem komið var: — í framhaldi af símtali okkar 23.3. viljum við vekja athygli yðar á því að pöntun yðar... Forstjórinn fékk sér stóran vatnssopa, rétti sig við í stólnum og bjó sig undir að ljúka bréfinu. — . . . að pöntun yðar er á leiðinni og við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að um áframhald- andi viðskipti geti verið að ræða hvað varðar fenacioval. Virðingarfyllst, DÖNSKU SVEFNLYFJAVERKSMIÐJ- URNAR. ÞýOej I miðri Viku l.tbl. ViRan 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.