Vikan - 03.01.1980, Síða 36
Víkan og Neytendasamtökin
Börn eru litlar
Ef við lítum í náms-
bækur húsagerðarmanna
getum við séð þéttskrif-
aðar blaðsíður um nákvæm
mál fyrir allar hugsan-
legar þarfir mannsins. Þar
er fjallað um allt frá
leikhússviði til þess hve
teskeiðinni er ætlað stórt
rúm í áhaldaskúffunni. Allt
er nákvæmlega útreiknað.
En sé leitað eftir hver
skulu vera málin á þeim
hlutum, sem börnum eru
ætlaðir, er ekki um
auðugan garð að gresja.
Það skoðast aðeins sem
tímabundið ástand að vera
barn. Stærð barnsins er
ekki viðurkennd og mikil-
vægasta hlutverk barnsins
talið að vaxa og verða eins
stórt og við hinir fullorðnu.'
Ef eitthvað er framleitt
fyrir börn og lagað að
þeirra stærð — er oftast
um að ræða smækkaða
mynd af „fullorðins-
hlutum”. Við gerum þær
kröfur að barnið vilji það
sama og fullorðnir, vilji
vera eins og við.
Við gleymum því, að
börn hafa ekki getu til að
skilja hvers við krefjumst
af þeim. í mörg ár er þörf
barnanna sú að finna til
öryggis meðal okkar —
þessu viljum við gleyma.
Við megum ekki gleyma,
að heimur barnsins og
öryggistilfinning þess í
bernsku hefur mikil áhrif á
fullorðinsaldri.
Ef við getum veitt þeim
öryggi meðan þau eru lítil
finnst þeim þau kannski
alveg mátulega stór hverju
sinni.
Getum við gert eitthvað
varðandi okkar næsta um-
hverfi, sem skaþar
börnunum okkar það
öryggi, sem þau þarfnast?
Getum við gefið þeim rými
og nóg pláss, svo að þau
megi þroskast eins og
eðlilegt er? Getum við
komist hjá óþarfa
árekstrum á heimilinu,
sþarað okkur og börnunum
angur vegna ólíkra þarfa,
manneskjur
Lítil — ég? Nei, langt frá því? Ég er
alveg mátulega stór — fylli alveg út í
mig bæði á lengd og breidd. Ert þú
kannski stærri en þú sjálfur? *
forðast slys og komist hjá
of miklu álagi? Það er ekki
nauðsynlegt að kosta miklu
til fjárhagslega til að bæta
aðstöðu litlu mann-
eskjunnar á heimilinu.
Við verðum að reyna að
skilja hvað er mikilvægt
fyrir litlar manneskjur —
án þess að við verðum
sjálf fórnardýr þarfa
þeirra.
Margoft hefur verið bent
á ýmsar hættur sem
leynast í umhverfi barna,
s.s. rafmagnsinnstungur,
rafmagnstæki ýmiss konar
og rafmagnssnúrur, of lág
handrið og meðul, sem
látin eru standa þar sem
börn ná til. En það er
fleira innan veggja
heimilanna sem þarf að
huga að. Við skulum nú
líta á aðra hluti á heim-
ilunum, sem ekki eru beint
hættulegir en geta orsakað
árekstra milli barna og
fullorðinna.
Um leið og börn okkar
taka fyrstu sþorin út í lífið
koma erfiðleikarnir í Ijós.
Barnið hefur verið verndað
í rúmi sínu, leikgrind og á
handlegg hinna fullorðnu,
nú þarf það eitthvað til að
halda sér í fyrstu skrefin.
Óhreinir, klístrugir fingur
grípa í það sem hendi er
næst.
Þvottekta veggfóður, tré-
veggir og sléttir málaðir
fletir eru ekkert vandamál,
það þarf bara að strjúka af
oftar en áður. Við verðum
að umbera fingraförin.
Frá 6-7 mánaða aldri
unir barnið oftast vel í
háum barnastól. En smám
saman vill það reyna að
borða sjálft, halda sjálft á
skeiðinni, berja í borðið,
velta mjólkurkönnunni,
sulla og sóða út. Þolir
borðþlatan slíka meðferð?
Það verða ótal för og
rispur. Þarna gæti lítið
bretti komið í veg fyrir
skemmdir.
För og rispur sjást betur
á dökkum flötum en
Ijósum. Olíuborið eða
36 Vlkan X.tbl.