Vikan - 03.01.1980, Page 38
Vikan og Neytendasamtökin
Börn 3-4 ára
Börn 5-7 ára
Fullorðnir
104 sm
120 sm
160-180 sm
að þau líti á fína barna-
herbergið eins og fangelsi.
En ef við aftur á móti
látum barniðfinna, að
stofan er því ætluð alveg
eins og okkur, mun barna-
herbergið áreiðanlega
verða kærkomið afdrep
fyrir barnið, þegar það vill
vera eitt eða loka sig inni
með vinunum.
Á haustin og veturna,
þegar börnin þurfa oft að
vera inni mikinn hluta
dagsins, þurfa þau meira
pláss en venjuleg barna-
herbergi bjóða upp á. Þau
vilja byggja hús með
teppum og púðum, leika
lestaleik með stólunum og
skríða undir borðstofu-
borðið eða bak við sófana.
Getum við ekki leyft þeim
þetta?
Auglýsendur ganga
reyndar oft á undan og
sýna okkur stofur með ein-
földum, þægilegum hús-
gögnum, klæddum mjúk-
um, þvottekta áklæðum.
Það eru rennilásar á
púðum og verum utan um
sessurnar og með einu
handtaki má taka verið af
og setja það í þvott.
Þetta lítur vel út. Sérstak-
lega kann okkur að sýnast
þægilegt að geta þvegið
verin. En þetta er ekki
eins einfalt og okkur sýnist
í auglýsingunum. Það er
þó nokkuð fyrirhafnarsamt
að taka slík ver af, þvo
þau og koma þeim aftur á
sessur og púða. Höfum við
tíma og þrek? Oftar vill
það líklega verða svo, að
húsgögnin eru orðin illa
óhrein þegar við loksins
gefum okkur tíma til að
taka í gegn og þá erfitt að
ná burtu blettum, sem
lengi hafa setið í. Meira að
segja getur svo illa tekist
til, að efnið hlaupi eða litir
renni til. Þykkt, þéttofið og
slétt ullaráklæði, eða
blandað ull og rayon, er
ólíkt betra efni á húsgögn.
Það má þurrka af því og
hreinsa með svampi og
sápu og endist mörg ár.
Því skal ekki á móti mælt,
að það getur verið þægilegt
að hafa rennilás á
verunum þar sem því
verður við komið. Þá
getum við líka sjálf
saumað eftir því gamla,
þegar þarf að endurnýja
áklæði. Blettir sjást síður á
röndóttu eða öðru munstr-
uðu efni. En fyrir alla
muni skulið þið vel ja
áklæði, sem þolir smáslys.
Það má ekki verða uppþot,
þó litla manneskjan sulli
niður úr bollanum sínum í
húsgögnin eða klíni þau út.
Getum við sett okkur í
spor litlu manneskjunnar
þegar hún kemur heim
þreytt eftir langan dag í
leikskóla eða í bænum með
mömmu? Er nokkur furða
þó hún verði uppgefin?
Eða þá mamman? Það er
ekkert skrýtið þó það kosti
fyrirhöfn og armæðu að
komast upp á fjórðu hæð
með börn og vörur. Það er
dýrt að hafa lyftur og í
sjálfu sér ekkert slæmt að
ganga stiga, enda oft eina
hreyfing margra. En
barnanna vegna væri
óneitanlega betra að hafa
lyftu. En gæti ekki verið
hjálp í auka handriði, sem
sett væri neðan við það
sem ætlað er hinum
fullorðnu. Hugsiðykkur
hve hátt lítið barn þarf að
lyfta fætinum við hvert
skref.
Yfirleitt eru það konur
sem sinna því þolinmæðis-
verki að drösla börnum
upp erfiða stiga. Völ á
hlutastarfi fyrir foreldra
ungra barna er fyrst og
fremst barninu í hag. En
nú er komið inn á aðrar
brautir og við skulum
hyggja að næsta atriði.
Við sjáum fimm ára
barn teygja sig í dyrabjöll-
urnar. Barnið nær ekki í
bjölluna á fjórðu hæð.
Hvaða ástæða getur verið
til þess að setja bjöllu-
hnappana svona hátt? Það
er erfitt að koma auga á
hana. Manneskjan, sem
situr í hjólastól, getur ekki
heldur náð að hringja á
bjöllur, sem eru svona
hátt. Þetta ættu húsa-
gerðarmenn að íhuga.
í nýtísku íbúðum er oft
lítið pláss fyrir utanyfir-
flíkur, útiskó og þess
háttar. Það verður ekki
hjá því komist þar sem
börn eru, að þeim fylgi
mikill búnaður. Börnin
henda oft af sér fötunum
við útidyrnar um leið og
þau koma inn og svo hnjót-
um við um hrúguna. En
við GETUM reynt að gera
eitthvað til hagræðis eins
og t.d. sýnt er hér á
síðunni. í hillunni er pláss
fyrir stígvél og skó og í
efri hillunum liggja vettl-
ingar, húfur og annað laus-
legt.
Sumum börnum þykir
skemmtilegt að hafa reglu
á hlutunum sínum, ef þau
hafa aðstöðu til þess.
Öðrum finnst það algjört
aukaatriði (það finnst
sumum fullorðnum líka!).
Börn vilja gjarnan
bjarga sér sjálf. Oft þurfa
þau hjálp við að fara úr
stígvélunum og það er átak
fyrir bakið.
Stígvélaþrællinn gæti
þjónað barninu og um leið
létt af okkur erfiði.
Hér er sýndur einfaldur,
heimatilbúinn stígvéla-
þræll. Þessi þriggja ára
piltur á myndinni á létt
með að klæða sig sjálfur úr
með hjálp þrælsins.
Börn hafa gaman af að
sulla við vaskinn, þvo sér
sjálf eða hjálpa til við
uppþvottinn. Ef við út-
vegum skemil til að standa
á, mun barninu finnast það
miklu öruggara og öðlast
sjálfstraust, þegar það
finnur að það er nógu stórt
til að ná upp í vaskinn.
Yfirleitt eru það ekki
dýrir hlutir, sem við
þurfum til að gera um-
hverfi barnsins hættuminna
og þægilegra. Börnin
þarfnast fyrst og fremst
hinna fullorðnu, sem hafa
úthald og þolinmæði. En
það er mjög mikilvægt að
við veljum hentuga innan-
stokksmuni og sköpum
heimili þar sem barninu
líður vel og þar sem því er
38 Vlkan I. tbl.