Vikan - 03.01.1980, Side 42
Vikan og Neytendasamtökin
KVEFOG
INFLÚENSA
Nánast allar manneskjurfá kvef, sumir oft og
iðulega, aðrir stöku sinnum. Kvef er tiltölulega
meinlaust, en oft verulega óþægilegt. Yfirleitt
getur fólk verið við vinnu.
Ekkert meðal læknar kvef, en viss lyf bæta
líðan manns. Infúensa er oft lík miklu kvefi,
en henni fylgir yfirleitt nokkuð hár hiti og
mjög mikil óþægindi.
Það er hægt að bólusetja gegn infúensu, en
ekki eru tök á að bólusetja alla. Heilsulítið fólk
og fólk, sem gegnir mikilvægum stöðum,
gengur yfrleitt fyrir. Viss lyf geta linað
þjáningar eða óþægindi, semfylgja infúensu.
Oftast er fólk eina viku frá vinnu, en er lengi
að jafna sig eftir veikindin.
Þegar þú ert með nefrennsli, sviða í
augum og átt erfitt með að kyngja, þá
ertu með kvef. Þú gætir líka verið með
inflúensu. Einkennin eru ekki ósvipuð,
þó hefur inflúensa miklu meiri áhrif á
allan likamann. En hvað er eiginlega
kvef og inflúensa, og hver er munurinn á
þessu tvennu? Kvef er lasleiki, sem við
fáum nánast öll og veldur okkur tölu-
verðum óþægindum og stundum svo
miklum, að við treystum okkur ekki til
vinnu. Þekktur og óþægilegur sjúk-
dómur, en hættulaus. Inflúensa er alvar-
legri veiki.
KVEF
Allir þekkja þessi einkenni: Sviða i
augum og nefi, höfuðverk, slappleika og
óþægindi af ýmsu fleira tagi. Sumir fá
jafnvel lágan hita. Slðar stíflast nefið og
oft fylgir þrálátur hósti í kjölfarið.
Yfir 90% kvef- og smitsjúkdóma i ytri
öndunarfærum orsakast af örsmáum
veirum, þeim smæstu sem við þekkjum.
Rannsóknir hafa ekki verið teljandi á
þessum sjúkdómi, m.a. vegna þess hve
meinlaus hann er álitinn. Talið er, að
um fleiri mismunandi sýkla sé að ræða,
en ekki vitað mikið um málið. Mikið af
rannsóknum á sjúkdómum almennt fer
fram I sambandi við sjúklinga á sjúkra-
húsum, og enn sem komið er hafa sjúkl-
ingar með kvef ekki verið lagðir inn á
sjúkrahús.
Veðrabreytingar hafa oft þær afleið-
ingar að fólk fær kvef og oft fær fólk,
sem er að koma heim frá suðlægum
löndum, kvef. Fólk er oft kærulaust um
að klæða sig i samræmi við veðrið og
móttækilegra fyrir smitun en ef það væri
hlýlega búið. Kveftilfellum fjölgar alla
jal'na vor og haust. Fólk virðist þá oft
óvarkárt og klæðir sig ekki eftir veðri,
heldur frekar eins og það vill að veðrið
sé.
Það er sannað, að fóthiti er svipaður
og hiti í nefgöngum og koki. Ef maður er
kaldur og rakur á fótum, lækkar hitinn I
öndunarfærunum. Mótstöðuaflið I sllm-
himnunum gegn smiti er háð ákveðnu
hitastigi. Ef það er of lágt skapast
hagstæðari skilyrði fyrir veirur. Maður
getur sem best smitast af kvefi, án þess
að veikjast að ráði, ef mótstöðuaflið er
óveikt. Því er mikilvægt að vera rétt
búinn og halda sér þurrum.
AFAR SMITANDI
Kvef er mjög smitandi. Smit getur
legið I loftinu lengri tlma. Ef einhver,
sem er kvefaður, yfirgefur herbergi þar
sem hann hefur dvalið um stund og
einhver annar kemur þar inn nokkrum
tímum siðar, getur viðkomandi smitast.
HITI
Yfirleitt fylgir ekki hiti kvefi. En þó
kemur vissulega fyrir að hitinn hækki.
Fari hann yfir 38 stig ætti fólk að halda
sig heima við og taka lífinu með ró. Það
er ekki nauðsynlegt að vera í rúminu.
Það er stundum erfitt að meta hvort
maður á að vera heima frá vinnu, ef
maður er með kvef, en ekki hita. Ef
óþægindi eru veruleg og fólk treystir sér
illa að vera við vinnu, er sjálfsagt að
vera heima einhverja daga. En ef líðanin
er ekki þvi verri, er ekkert því til fyrir-
stöðu, að fólk stundi sin störf. Auðvitað
á maður á hættu að smita samstarfsfólk
sitt, og þvl er þörf á aðgætni I umgengni
við aðra. Ráðlegt er að þvo oft hendur,
nota vasaklúta þegar maður hóstar og
hnerrar og forðast að koma of nærri
fólki. En við getum smitast alls staðar og
ekki auðvelt að forðast slikt.
Á AÐ LEITA LÆKNIS?
Læknar geta ekki mikið gert við kvefi.
Þeir geta ávísað á hóstasaft eða nef
dropa, en það er líka hægt að fá slíkt án
lyfscðils. Það er því í flestum tilfellum
algjörlega ónauðsynlegt að ónáða lækni
vegna kvefpestar.
ÞEGAR EINKENNIN
GERAVARTVIÐ SIG
Margir hafa spurt, hvort ekki sé hægt
að stöðva kvef, þegar það gerir vart við
sig. Sumir hafa trú á stórum skömmtum
af C-vitamíni.
Miklar umræður hafa farið fram um
áhrif C-vitamíns gegn kvefi og sýnist sitt
hverjum. Nóbelsverðlaunahafinn Linus
Pauling er þeirrar skoðunar, að C-víta-
min komi að haldi. Fjöldi annarra
vísindamanna innan lyfjafræði telur að
C-vítamín sé til gagns. En til að sanna
áhrifin þarf að fara fram umfangsmikil
rannsókn.
Það er mælt með að taka 10-20, 50
milligr töflur. Fólk, sem er viðkvæmt í
maga, ætti að gæta sín á lyfinu, sem
inniheldur sýru og getur aukið maga-
sýrurnar. Best er að taka vitamínið strax
og vart verður sárinda í hálsi og nefi.
Það kemur ekki að haldi að taka C-víta-
min, eftir að kvefið hefur náð sér veru-
lega niðri.
Höfuðverkur fylgir oftast kvefi og þá
koma venjulegar verkjatöflur að gagni.
Helst eru það töflur sem innihalda m.a.
acetylsalicylsýru, en þessar töflur geta
ert magaslímhúðina og valdið óþægind-
um — jafnvel leitt til magasárs hjá þeim,
sem eru sérstaklega viðkvæmir i maga.
Þvi ber að taka slík verkjalyf með gát.
Mörgum finnst gott að sjúga beiskar
töflur og telja þær geta bætt líðan sina.
Þetta er umdeilt meðal sérfræðinga, en
margir, sem nota svona töflur, staðhæfa
að þær geri gagn.
Við erfiðum hósta er hægt að kaupa
ýmsar tegundir af hóstasaft, bæði með
og án lyfseðils. Sumar þessar blöndur
innihalda alkóhól — þeir sem ekki
drekka áfengi þurfa að athuga það.
Áfengissjúklingar verða því að gæta sín,
það er fyllsta ástæða til að spyrjast fyrir I
lyfjabúðinni, áður en maður kaupir
hóstasaft.
Reynt hefur verið að bólusetja gegn
kvefi, en árangur ekki verið mikill. Því
hefur ekki verið reynt að beita þvi ráði.
U.þ.b. 10% kveftilfella orsakast af
gerlum. Slík tilfelli eru erfiðari og
veikindi meiri en þegar um venjulegt
kvef er að ræða. Oft fylgir bólga í ennis-
og kinnholum. Þá er þörf að leita læknis.
Þeir sem fá slikt kvef einu sinni læra
fljótt að þekkja einkennin og þá gildir að
leita sem fyrst læknis áður en kvefið er
orðið mjög slæmt. Fleiri en eitt lyf er
notað í slíkum tilfellum og fer eftir mati
læknis hverju sinni.
INFLÚENSA
Inflúensa er vírussjúkdómur. Oft
líkist sjúkdómurinn slæmu kvefi, en
einkennin eru yfirleitt miklu ákveðnari.
Oftast fylgir hár hiti (40 stig) og eymsli í
Iiðum og vöðvum. Maður verður
máttlaus og þróttlítill, oft verulega
þjáður, og getur litið annað gert en
skríða upp í rúm.
Það eru til ýmsir stofnar af inflúensu.
Hin óttalega spánska veiki sem gekk eins
og faraldur kringum 1920 var ein tegund
inflúensu. Asíuinflúensa er önnur
tegund inflúensu og Hong-Kong veikin
sú þriðja.
Það er einkennandi fyrir inflúensu, að
hún getur á fáum árum breiðst út og
orðið faraldur um stóra hluta heimsins.
INFLÚENSA GETUR
LEITTTIL DAUÐA
Inflúensa er ekkert alvarlegur sjúk-
42 ViKan X. tbl.