Vikan - 03.04.1980, Page 49
Á síldarárum okkar íslendinga þótti ekki par
Sint að bjóða síldarrétti á yeisluborðum og til
voru þeir sem töldu sild alls ekki mannamat.
En með hvarfi síldarinnar af miðunum og
auknum kynnum af neysluvenjum annarra
þjóða breyttust viðhorfin. Nú þykja síldar-
réttir herramannsmatur.
Síldarkynning var haldin á Hótel Loftleíðum
á dögunum og gafst fólki þá kostur á að
kynnast ýmsum möguleikum á matreiðslu
síldar. Á meðfylgjandi mynd sjáum við reykta
síld frá þessari kynningu og birtum hér einnig
uppskriftir að reyktri síld á ýmsa vegu.
Uppskriftirnar fengum við úr bæklingnum
Síld er sælgæti, sem gefinn var út á vegum
íslenskra matvæla í Hafnarfirði.
baj
Reykt síld með eggja-
hlaupi
Reiknið 1-2 síldarflök á mann. Roðflett-
ið flökin og hitið á pönnu i smjöri. Með
sildinni er borið fram eggjahlaup, sem
ntá bera fram nýlagað eða kalt. Skreytt
með söxuðum grænum pipar eða stein-
selju.
Eggjahlaup:
4egg
2 dl mjólk
hvitur pipar
múskat
Hrærið saman eggjum og mjólk og
bragðbætið með pipar, salti og múskati.
Sigtið i smurt form og hleypið í vatns-
baði.
Ristað brauð með
reyktri síld
Franskbrauðsneið er ristuð og kæld og
siðan smurð með smjöri. Raðið
tómatsneiðum á brauðsneiðina og leggið
reykt sildarflak þar á. Söxuðum graslauk
stráð yfir og að síðustu er ostsneið lögð
ofan á. Bakið i vel heitum ofni eða grilli í
4-6 mín.
Reykt síld með
kartöflusalati
Reiknið 1-2 flök á mann. Roðrifið
síldina og framreiðið hana kalda eða
heita með kartöflusalati.
Kartöflusalat:
6-7 meðalstórar kartöflur (soðnar og
kældar)
1 dl olíusósa (mæjónes)
1/2 dl rjómi
1/2 msk. rifin piparrót eða sinnep
1 salathöfuð
hreðkur eða blaðlaukur
Blandið saman skornu salati, kartöflu-
sneiðum, blaðlauks- og hreðkuskífum
og oliusósunni. Bætið rjómanum í og
bragðbætið með piparrótinni eða
sinnepi.
Salat með reyktri síld
3-4 reykt síldarflök
1/2 dl olíusósa (mæjónes)
3 harðsoðin egg
4 msk. selleri
1 tsk. sinnep
salt, sítrónusafi
Roðrifið sildarflökin og skerið í smábita.
Selleríið skorið i þunnar skífur, eggin
söxuð og öllu hrært saman við
olíusósuna. Bragðbætið með sitrónu-
safa, salti og sinnepi. Skreytið með
tómötum og steinselju.
Piparrótarsíld
3-4 reykt síldarflök
1 dl rjómi (þeyttur)
1/2 sitróna (einungis safinn)
1 msk. sykur
2 msk. rifin piparrót
steinselja, tómatar
Skerið sildarflökin í smábita. Þeytið
rjómann og blandið í hann sítrónu-
safanum, sykrinum og piparrótinni.
Setjið síldarbitana út i sósuna og
skreytið með steinselju eða tómat. Látið
standa á köldum stað.
Of nbökuð reykt
síld
8 flök reykt síld
1 1 /2 dl rjómi (þeyttur)
75 g rifinn ostur
15 g brauprasp
50 g smjör/smjörliki
Rjómanum, ostinum og brauðmylsn-
unni blandað saman. Síldarflökin
roðrifin og sett í eldfast mót. Sósunni
hellt yfir og smjörbitunum stungið inn á
mnii. Hitað í ofni við miðlungshita i um
þaðbil 30 min.
14. tbl. Vlka«49