Vikan


Vikan - 03.04.1980, Qupperneq 49

Vikan - 03.04.1980, Qupperneq 49
Á síldarárum okkar íslendinga þótti ekki par Sint að bjóða síldarrétti á yeisluborðum og til voru þeir sem töldu sild alls ekki mannamat. En með hvarfi síldarinnar af miðunum og auknum kynnum af neysluvenjum annarra þjóða breyttust viðhorfin. Nú þykja síldar- réttir herramannsmatur. Síldarkynning var haldin á Hótel Loftleíðum á dögunum og gafst fólki þá kostur á að kynnast ýmsum möguleikum á matreiðslu síldar. Á meðfylgjandi mynd sjáum við reykta síld frá þessari kynningu og birtum hér einnig uppskriftir að reyktri síld á ýmsa vegu. Uppskriftirnar fengum við úr bæklingnum Síld er sælgæti, sem gefinn var út á vegum íslenskra matvæla í Hafnarfirði. baj Reykt síld með eggja- hlaupi Reiknið 1-2 síldarflök á mann. Roðflett- ið flökin og hitið á pönnu i smjöri. Með sildinni er borið fram eggjahlaup, sem ntá bera fram nýlagað eða kalt. Skreytt með söxuðum grænum pipar eða stein- selju. Eggjahlaup: 4egg 2 dl mjólk hvitur pipar múskat Hrærið saman eggjum og mjólk og bragðbætið með pipar, salti og múskati. Sigtið i smurt form og hleypið í vatns- baði. Ristað brauð með reyktri síld Franskbrauðsneið er ristuð og kæld og siðan smurð með smjöri. Raðið tómatsneiðum á brauðsneiðina og leggið reykt sildarflak þar á. Söxuðum graslauk stráð yfir og að síðustu er ostsneið lögð ofan á. Bakið i vel heitum ofni eða grilli í 4-6 mín. Reykt síld með kartöflusalati Reiknið 1-2 flök á mann. Roðrifið síldina og framreiðið hana kalda eða heita með kartöflusalati. Kartöflusalat: 6-7 meðalstórar kartöflur (soðnar og kældar) 1 dl olíusósa (mæjónes) 1/2 dl rjómi 1/2 msk. rifin piparrót eða sinnep 1 salathöfuð hreðkur eða blaðlaukur Blandið saman skornu salati, kartöflu- sneiðum, blaðlauks- og hreðkuskífum og oliusósunni. Bætið rjómanum í og bragðbætið með piparrótinni eða sinnepi. Salat með reyktri síld 3-4 reykt síldarflök 1/2 dl olíusósa (mæjónes) 3 harðsoðin egg 4 msk. selleri 1 tsk. sinnep salt, sítrónusafi Roðrifið sildarflökin og skerið í smábita. Selleríið skorið i þunnar skífur, eggin söxuð og öllu hrært saman við olíusósuna. Bragðbætið með sitrónu- safa, salti og sinnepi. Skreytið með tómötum og steinselju. Piparrótarsíld 3-4 reykt síldarflök 1 dl rjómi (þeyttur) 1/2 sitróna (einungis safinn) 1 msk. sykur 2 msk. rifin piparrót steinselja, tómatar Skerið sildarflökin í smábita. Þeytið rjómann og blandið í hann sítrónu- safanum, sykrinum og piparrótinni. Setjið síldarbitana út i sósuna og skreytið með steinselju eða tómat. Látið standa á köldum stað. Of nbökuð reykt síld 8 flök reykt síld 1 1 /2 dl rjómi (þeyttur) 75 g rifinn ostur 15 g brauprasp 50 g smjör/smjörliki Rjómanum, ostinum og brauðmylsn- unni blandað saman. Síldarflökin roðrifin og sett í eldfast mót. Sósunni hellt yfir og smjörbitunum stungið inn á mnii. Hitað í ofni við miðlungshita i um þaðbil 30 min. 14. tbl. Vlka«49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.